Vangaveltur um einelti og Ísland í dag....

Ég er Framsóknarmaður.. Þessi þrjú orð fá einhverja til að hætta að lesa.. Ein birtingarmynd eineltis, er að setja alla sem tilheyra ákveðnum hóp undir sama hatt. Framsóknarmenn, Vinstri græna, KR inga.. o.sfrv.

Önnur birtingarmynd er hunsun, þöggun, viðkomandi aðili frystur úti.. lúmskt og lítið áberandi og oftast nær unnið ómeðvitað.. Gerandanum stendur ógn af þolanda og reynir því að bola honum úr hópnum.. leynt og ljóst, og passar það einnig að þolandinn viti af því...

Ein birtingarmynd er ofbeldi.. líkamlegt það er sú birtingarmynd sem flestir tala um, en yfirleitt koma hinar tvær á undan.. Byrjar tiltölulega saklaust, og þróast út í eitthvað harðara.. Ofbeldið getur verið viðvarandi á sál og líkama og ef þolandinn er ekki þeim mun sterkari einstaklingur þá brýtur það hann niður hægt og bítandi...

Fyrstu tvær birtingamyndirnar eru fyrir okkar augum í fjölmiðlum alla daga,  í stjórnmálum og hinni opinberu umræðu sem nú á greiða leið inn á öll heimili landsins (eða þau 99% þeirra sem hafa nettengingu) 

Allt er hunsað sem ekki kemur frá réttum aðila.. Það er alveg sama hvar menn eru í sveit settir í póitík.. þetta gera allir.. Allt er dæmt sem sem kemur ekki frá "réttum" aðilum.. það hlýtur að vera vont, þetta kemur ekki frá okkur..

Engin umræða um eitt né neitt.. bara frammíköll og sleggjudómar.. engin rökstuðningur engin vitræn umræða..

Er það furða þó börnin okkar leggi í einelti eða séu lögð í einelti.. þau sjá þetta daglega upplifa þetta daglega, að það þarf ekki að rökstyðja eða ræða... Bara hrópa, úthúða og útiloka með mátulegum hroka og illkvittni.. þá nær þeirra mál fram að ganga..

Bæði meðvitað og ómeðvitað tileinka þau sér þessa tækni.. og verða eflaust betri í þessu en næsta kynslóð á undan.. og hvar endum við þá... ??

Ein orsök þess hvernig nú er komið fyrir okkur er einmitt sú að þeir sem silgdu gegn meginstraumnum, sögðu að þessi íslenski draumur (Fjármálaveldið Ísland) myndi ekki ganga upp, voru lagðir í einelti.. af fjölmiðlum, af pólitíkusum, af leikmönnum, af fræðingum,  af bloggurum... Af mér !!!... Við hlustuðum ekki, við skoðuðum ekki, við ræddum ekk,i við bara hrópuðum..

Það er sama sagan í dag.. við erum ekki enn farin að ræða, skoða, hlusta og gera, við erum enn í því að hrópa, dæma og kasta...

Förum nú að hætta þessum eineltis tilburðum.. setjumst niður og ræðum málin og grípum til aðgerða.. það er sama hver á í hlut,  LÍÚ, Samfykinginn, Samtök atvinnulífsins, Sjálfstæðisflokkurinn, ASÍ eða Framsóknarflokkurinn.. Allir geta lagt í púkkið.. og allir hafa hugmyndir sem örugglega virka, en ef eitthvað er hunsað, dæmt, útilokað eða afskrifað vegna þess að það kemur ekki frá "réttum" aðila, þá týnst það sem gott er í hugmyndum hvers hóps..

Samvinna er lykilorðið hér...

Góðar stundir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

En... ef ÞÚ segist vera Framsóknarmaður, ert það þá ekki ÞÚ sem ert að setja sjálfan þig undir sama hatt og þúsundir einstaklinga? Eða hundruðir. Eða nokkra tugi kannski :)

Ef ég segist vera kommúnisti eða búddatrúarmaður, er ég þá eitthvað betur settur ef aðrir geta ekki talað um mig sem slíkan. Segjum að ég sé í mafíunni. Ég lít kannski öðruvísi út, tala með drafanda, er með skammbyssu en ekki uzi, en ég er samt glæpamaður og drep fyrir peninga. Er þá ekki í lagi að kalla mig mafíósa?

Einelti sökkar auðvitað, en þetta er bara svona pæling um eigin ábyrgð á nafngiftum. Þú ert ekki að lýsa einelti þarna í raun.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

OK, kannski smá... :)

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2011 kl. 18:20

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Mikið rétt Rúnar minn, auðvitað set ég á mig ákveðin hatt þegar ég nefni það að ég tilheyri ákveðnum stjórnmálaflokki, en það er einmitt kjarni málsins... Það eitt á ekki að vera mælistika á mig eða mínar hugmyndir... Mælkvarðin á að vera víðtækari.. Framsóknarmennska mín, eða Vinstri Græn aðild annara er ekki það eina sem mótar mig sem persónu eða hugmyndasmið heldur allar mínar upplifanir fram að þeim tímapunkti sem ég legg orði í belg á einhverjum vettvangi.. Vera mín í jörgunarsveit sú staðreynd að pabbi minn er tæpir tveir metrar, að það renni veiðiá í bakgarði uppeldisbæjar míns ofl. ofl.. allt þetta og margt margt fleira setur mark sitt á mín mál og mínar áherslur...

Þannig eigum við að meta fólk og einstaklinga ekki vegna þess að það væri einhver hattur á mínum haus grænn eða rauður....

Eiður Ragnarsson, 20.10.2011 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband