26.10.2010 | 08:29
Drengurinn...
Er náttúrulega snillingur, alveg sama hvaða skoðun aðra menn hafa á honum...
Betra er illt umtal en ekkert er búið að vera hans mottó í nokkur ár, og það er augljóslega að virka. Mér finnst hinsvegar fyndið að hann skuli veðja á miðil sem er að kólna á líkbörunum, það les engin símaskránna í dag, hún er í besta falli notuð til að þurka blóm eða sem fótskemill handa fólki sem er í minni kantinum og það er kanski ástæðan fyrir þessu hjá Agli...Hver veit?
En hvað um það, ég lagði það á mig í fyrra að ná í símaskránna til Eimskipa (en þeir sáu um dreifingu) vegna þess að Hugleikur var meðhöfundur. Ég mun ekki fara til Eimskipa í ár, nema þá kanski til að fá kaffi hjá Sigga og félögum í afgreiðslunni hér á Reyðarfirði..
Góðar stundir...
Safna undirskriftum gegn Agli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2010 | 00:07
Ég veit ekki....
En samanburðartölfræði er alltaf snúinn... kíkum til dæmis á þetta:
Samkvæmt hagstofunni voru meðallaun karlmanna árið 2009 um 360.000 á mánuði með 43,8 vinnustundir á viku eða u.þ.b. 2055 kr. á tímann.
Konur voru með 293.000 í meðallaun og 34,9 vinnustundir á viku eða 2098 kr. á tímann.
Það er rúmlega 50% meira atvinnuleysi meðal karlmanna en kvenna og 2/3 ...sem útskrifast úr háskóla eru konur.
Karlar lenda í 76% allra vinnuslysa.
Til hamingju með daginn konur!
En eins og ég sagði í upphafi, þá er svona samanburðartölfræði ávalt snúinn....
Konur ganga út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2010 | 18:40
Ég er alvarlega vannheill....
Enda kenndi mér prestur þegar ég var í grunnskóla..
Hann kenndi mér m.a. Ensku, íslensku, náttúrufræði og að sjálfsögðu voru trúmál rædd eitthvað, en ég minnist þess reyndar ekki að kristnifræði hafi verið kennd í þeim bekkjum sem ég sat í þessi 3 ár sem presturinn kenndi mér.
En auðvitað er ég skemmdur á sál og líkama eftir þetta allt, ofstækisfullur kristin kall að nálgast miðjan aldur.
Nei vinir mínir ef ég er alvarlega vanheill þá er það ekki Sigurði presti að kenna, og ef ég er ofstækisfullur þá er það heldur ekki honum að kenna, það var varla hægt að hugsa sér betri kennara og þó að hann hafi stundum minnst á það almætti sem við flest höfum játað trú á, þá var nú ekki verið að troða einu né neinu inn á okkur.
En núna er verið að einbeita sér að röngum hlutum í skólamálum Reykjavíkurborgar, nær væri að biðja um meiri kennslu í trúarbragðafræði,og þá í öllum trúarbrögðum til að tryggja skilning og umburðarlyndi milli hópa.
Og þegar allt kemur til alls snýst þetta ekki svo mikið um námsefnið, þetta snýst um fólkið sem kennir, því fæst trúarbrögð eru ill og flest boða þau gott, en það erum við mannfólkið sem stundum afbökum trúarbrögðin af annarlegum hvötum við erum hinir seku í því að ala á ófrið og óvild milli trúfélaga og samfélaga ekki trúin sem slík, og það er auðvelt að kynda undir þessu séu samskipti, upplýst umræða og fræðsla ekki í boði.
Nei hættum að vera með þetta bull um úthýsingu og bönn, bætum frekar við og bjóðum fleiri trúfélögum að koma og kynna trú sína, og takið eftir kynna, því að hingað til hefur kristnifræðsla eða trúarbragðafræði í skólum ekki verið trúboð, það hefur fyrst og fremst verið kynning á inntaki og sögu trúarinnar.
Og það á sjálfsögðu að kynna það fyrir öllum sem í skólanum sitja, sama hverrar trúar þeir eru.
25.10.2010 | 18:25
Hvenær verður....
Þessi listi gerður opinber??
Það tekur mann sennilega nokkuð langan tíma að renna í gegnum þetta, og mynda sér skoðun á þessu ágæta fólki, en það er bráðnausðynlegt að gera það áður en kosið er.
Hinsvegar eru kosningareglurnar alveg gjörsamlega óskiljanlegar, og alltof flóknar og bjóða heim endalausum vandræðum, og sú aðferðarfræði að færa atkvæði á milli einstaklinga hugnast mér ekki.
En við sjáum til kanski verður þetta allt eins og blómstrið eina.
523 í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2010 | 14:40
Hversu mikið eru.....
Þessi 75% ???
Það er fullyrt að það kosti 220 milljarða ef ráðist yrði í almenna skuldaleiðréttingu. Talan 220 milljarðar er hins vegar frekar hæpin.
Nokkrar villur eru í útreikningunum er gert ráð fyrir að ef ekki verður ráðist í skuldaleiðréttingu muni ekkert verða afskrifað neins staðar og samt muni allt innheimtast upp í topp, jafnvel lán sem þegar er ljóst að eru að miklu leyti töpuð.
Ekki er gert ráð fyrir neinum efnahagslegum ávinningi fyrir ríkið eða almenning. Við vitum að það losnar um fé þegar þessi aðgerð yrði framkvæmd og það myndi efla hagkerfið sem nú er stopp.
Ekki er gert ráð fyrir því að lánasöfn batni eða að bankar og lífeyrissjóðir hafi hag af betra lánasafni, betri efnahagsstöðu og minna atvinnuleysi.
Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn lendi allur á lánastofnunum strax. Það gleymist að um er að ræða húsnæðislán til allt að 40 ára.
Ljóst er að tilraunir til að leysa vandann með sértækum aðgerðum voru algjörlega óraunhæfar eins og bent var á strax í upphafi. Það að aðstoða aðeins þá sem komnir eru í þrot eyðileggur alla hvata til að vinna sig úr vandræðum.
En verum varfærin og segjum að leiðrétting hér mundi nú kosta lánastofnanir 100 milljarða nettó og einungis hluti þess félli á þær strax, hvað er það samanborið við rýrari lánasöfn og uppsöfnun á eignum sem þær sitja svo uppi með??
Einnig má færa fyrir því rök að lífeyrissjóðirnir og lánastofnanir séu ekki að tapa þessu öllu heldu sé þetta endurgreiðsla á gróða sem varð til vegna sama forsendubrests....
Væri ekki vert að skoða þetta ofaní kjölinn í stað þess að slá fram misréttum fullyrðingum um tap og áföll sem ekki standast nánari skoðun...??
Lífeyrissjóðir hefðu borið 75% kostnaðar við skuldalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2010 | 15:53
Virðist ætla....
Að fara í sama farveg og aðrar kosningar hér í landi... Þú átt ekki séns nema að þú sért landsþekktur á einhvern hátt, grínari, blaðamaður, fréttamaður eða bara frægur af endemum....
Eða þá að viðkomandi hefur ættboga á bakvið þig..
Venjulegt fólk með skoðanir á þessum málum á engan séns....
Hef af því verulegar áhyggjur að hópurinn verði einsleitur og lítill þverskurður af þjóðinni, og skoðanaskipti verði einstefna þeirra sem eru vanir því að selja sig og fréttir sínar, spaug sitt, fréttir sínar eða annað sem menn eru vanir að matreiða..
Hef af þessu stórar áhyggjur..
Hefur einhver annar af þessu áhyggjur...??
Margir vilja á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2010 | 17:22
Þetta hef ég....
Margoft bent á en fengið bágt fyrir... Hér eru menn og konur nefnilega að keyra tæplega 80 kílómetra eða meira til að spara þessar rúmlega 80 krónur, en það er tæplega hálfur lítri af bensíni...
Ef þú átt bíl sem eyðir 10 lítrum og keyrir 80 kílómetra, þá þarftu að nota 8 lítra við að keyra í Bónus, og það kostar rúmlega 1.500.- krónur...
Skrítinn sparnaður það.....
Munaði einungis 85 krónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2010 | 16:47
Á ekki í upphafi....
Endinn að skoða...??
Ekki er ég þversum á móti stóriðju, en mér finnst það ábyrgðarhluti stjórnvalda og þeirra sem standa í svona framkvæmdum, að vera með það á hreinu þegar af stað er farið, að til sé næg orka og einnig að vera með það á hreinu hvaðan hún á að koma....
Það var ekki gert, óháð skipulagsmálum og mótbærum VG og umhverfisráðherra...
Það er nefnilega þannig þegar um jarðvarmavirkjanir er að ræða, þá er reiknistokkurinn ekki eins einfaldur þegar kemur að orkunni, eins og þegar um vatnsafl er að ræða... Það eina sem þar þarf að vita er vatnsmagn og fallhæð, og bingó þú ert með það á hreinu hvaða orku þú færð útúr dæminu, í það mesta skeikar örfáum prósentum.
Þegar kemur að jarðvarmanum, þá er annað uppi á teningnum, menn vita jafnvel ekki fyrr en búið er að bora vinnsluholuna hvort og þá hversu mikla orku hún gefur...
Því finnst mér illa að þessu staðið, algerlega óháð, því hvort menn eru með eða á móti þessari verksmiðju...
Aukin bjartsýni vegna álvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2010 | 12:38
Þetta ætlum við.....
Að gera og það skuluð þið samþykkja.....!!
Ég hef stundum setið svona fundi, þar sem ekkert rúm er fyrir neinar skoðanir aðrar en þær "réttu" að mati fundarhaldara...
Það er ekki samráð, eins og bent er á og því illa að málum staðið.. Sé þetta rétt....
Síðan finnst mér nú alger óþarfi að leggja pólitísk vopn í hendur ríkisstjórnarflokkanna með því að mæta ekki eins og sjálfstæðismenn eru nú að gera, menn eiga auðvitað að mæta þrátt fyrir takmarkaðan vilja til samstarfs, maður veit aldrei hvenær Steingrímur og Jóhanna sjá ljósið og fara að vinna í einhverri alvöru heimilum og öðrum til heilla...
Þetta eru ekki samráðsfundir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2010 | 02:00
Þvílíkt...
Og annað eins...
Er í annað skiptið á æfinni á ferð um sunnanverða Vestfirði... Og ég segi það enn og aftur, þvílík fegurð... Þessir firðir vestan við Flókalund, eru með því fallegasta sem ég hef séð, og núna í haustlitunum er þetta alveg einstakt.... Ég er nú á Patreksfirði í fyrsta skipti og þar er einnig fallegt þó svo að sunnanverðir firðirnir milli Króksfjarðarnes og Patró séu með því fegursta sem ég hef séð hér á Íslandi....
Ég vona bara að veðrið á morgun verði okkur hliðholt þegar við keyrum norður úr og endum á Hnífsdal og Ísafirði....
Öflugt og gott björgunarsveitastarf hér í gangi sem og annarsstaðar á landinu og ég get ekki annað sagt en að ég sé stoltur af því að fá að vera þáttakandi í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem eru án ef langflottustu sjálfboðaliðasamtök á Íslandi þó víðar væri leitað....
Sjáumst...
5.10.2010 | 09:39
Á þetta við um.....
Íbúðalánasjóð einnig...???
Fólk sem hfur lagt í það mikla vinnu að leggja sín mál fyrir íbúðalánasjóð, af því að það sá ekki fram úr sínum málum...
Í fyrsta lagi þá fá menn synjun úrræða ef menn eru ekki komnir í vanskil... Sem er stórfurðulegt, því stundum má þeyja þorran í ákveðin tíma en síðan fýkur í öll skjól, og þá vilja menn geta gripið til úrræða.
Í öðru lagi þá er fólki hafnað algerlaga án rökstuðnings... Sem ætti ekki að vera hægt.
Ef viðskiptabanki viðkomandi einstaklings og einstaklngurinn komast að þeirri niðurstöðu eftir langan útreikning að endar nái ekki saman, rökstyðja það með því að leggja fram launaseðla skattskýrslur greiðsluseðal og annað í þeim dúr, hversvegna í ósköpunum kemst ríkisstofnum upp með að það að segja einfaldlega: "því miður en þú átt að geta borgað þetta..."
Engin rökstuðningur, eða neitt í þeim dúr bar stutt snuppótt og yfirlætislegt bréf sem segir þér að éta það sem úti frýs.... Í skjaldborginni....
Ómakleg gagnrýni á bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2010 | 15:38
Ég velti því fyrir mér...
Hver tilhneigingin er hjá fólki með að setja alla undir sama hatt.... Flest fólk fellur í þessa gryfju þegar það talar um "þá þessa vitleysinga" eða "þessir glæpamenn" eða bara um alla hópa fólks almennt.
Stjórnmálamenn eru allir eins, lögreglumenn eru allir eins, mótmælendur eru allir eins, bændur eru allir eins, verkamenn, útgerðarmenn eru allir eins og svona mætti lengi telja.
Það fer reyndar aðeins eftir því hver skrifar eða talar hvort að þessir hópar manna eru "góðir" eða "vondir"
Við eigum að vita betur, það eru misjafnir sauðir í öllu fé, og því á ekki að alhæfa um hópa fólks, innan raða flestra stétta og þjóðfélagshópa eru bæði "vont" og "gott" fólk.
Önnur tilhneiging sem er af svipuðum toga er það sem stundum hefur verið kallað "evil empire syndrome" en það er þegar eitthver eða eitthvað verður það stórt og áberandi að allir vilja beina skotpónum að því.
Þetta er sérstaklega algengt um stórfyrirtæki, og það er helst að skilja að fólk álíti að stórfyrirtæki af þessu tagi hafi sjálfstætt líf og sjálfstæðan vilja, en við vitum vel að það er ekki svo. Fyrirtæki hvort sem þau eru stór eða smá eru ekkert meira eða minna en fólkið sem í þeim starfar, fyrirtæki taka ekki slæmar eða vondar ákvarðanir, það er fólkið sem í þeim vinnur sem gerir það, fyrirtæki eru ekki "vond" eða "góð" það er hinsvegar fólkið sem í þeim vinnur.
Ég hef oft velt þessu fyrir mér, þegar samkeppnisstofnun er að sekta fyrirtæki vegna samráðs, eða fyrirtæki eru lögsótt vegna vanrækslu í hinum ýmsu málum. Er það rétt?? Á ekki að sækja til saka þá menn og konur sem tóku ákvörðun um að gera hlutina á rangan hátt?? Fyrirtækið getur ekki dregið lærdóm af dómi, en mannfólkið á að geta gert það, séu menn ekki siðblindir eða samviskulausir.
Dæmi eru um það að fyrirtæki greiði himinháar sektir, en þeir sem tóku hina röngu eða ólöglegu ákvörðun, sitja áfram við stjórnvölin hjá viðkomandi aðila eins og ekkert hafi í skorist...
Spáið aðeins í þetta....
Eitt atriði enn af svipuðum toga er tilhneiging að halda því fram að stjórnmálaflokkar séu lífverur með sjálfstæða hugsun. En því er á sama veg háttað þar sem annarsstaðar að það er fólkið í flokknum sem ber ábyrgð á stefnu hans og ákvörðunum ekki "flokkurinn" sem slíkur.
Þessi umræða hefur átt við um alla flokka og fólki á götunni sem og aðrir málsmetandi menn eru oft duglegir við að tala um þessa hluti. Ég hef sjálfur fallið í þessa gryfju, talað um Vistri Græna, Sjálfstæðismenn og alla aðra flokka á þennan hátt, en ég á að vita betur flokkarnir eru ekki sjálfstæðar lífverur, með horn og hala eða englavængi, það er fólkið í þeim sem markar stefnuna og þeir sem í forsvari eru eiga að fylgja þeirri stefnu, stefnu landsþings sem er í öllum tilvikum held ég æðsta vald flokkana.
Því mætti til dæmis tína til, hvaða samþykktir Landsþings Vinstri Grænna Steingrímur er búinn að brjóta, en ef minni mitt svíkur mig ekki var ályktað þar um að EKKI ætti einu sinni að skoða það að sækja um ESB aðild.
Einnig væri fróðlegt að fara yfir það hversu margir ráðherrar og þingmenn hafa í gegnum tíðina brotið gegn samþykktum landsþings síns flokks, og komist upp með það, en það eru fjöldamörg dæmi um það hjá öllum flokkum hygg ég.
Og þá erum við komin að þeim vangaveltum sem urðu kveikjan að þessum pistli, en það er hversu slöpp við höfum verið í gegnum tíðina, við sem höfum lagt það á okkur að eyða frítíma okkar í pólitík, að vera gagnrýnin, og beitt þegar kemur að því að líta um öxl og skoða hvað hefur verið að gerast í starfi viðkomandi flokks og hvort að það stenst skoðun, og láta þá forsvarsmenn sæta ábyrgð...
Ef að gagnrýnin hugsun og þor og dugur við að gagnrýna eigin forustu hefði verið meiri þá værum við mjög líklega ekki jafn illa stödd og raun ber vitni.
Því ætla ég að hvetja alla þá sem eru áhugapólitíkusar eins og ég að lesa nú yfir samþykktir eigin flokksþinga og bera saman orð og gjörðir, áður en kemur að næsta þingi og vera tilbúin til að standa upp og láta í sér heyra almennilega á þeim vettvangi sem marka á stefnu viðkomandi flokks. Taka í stjórnartaumana en ekki lára teyma sig áfram, eins og við höfum verið alltof dugleg við að gera undanfarin ár.
Þetta er að því ég hygg eina raunhæfa leiðin til að breyta þjóðfélaginu, breyta flokkunum breyta vinnubrögðunum, og breyta okkur til hins betra.
Það er alvega sama hvort að flokkurinn heitir Framsókn eða Besti, ef að ekki er unnið uppbyggingarstarf innan frá þá ganga hlutirnir einfaldlega ekki upp til lengdar ef menn temja sér ekki gagnrýna hugsun og beita henni með rökum á vettvangi flokkana.
Það er líka alveg sama hvort að flokkarnir eru 2 eða 4 á þingi ef að vinnubrögðin innan þeirra eru eins og þau hafa verið hjá okkur undanfarin ár.
Það er alveg sama hvort að við erum "hægri" eða "Vinstri" menn og konur, þetta á við um alla sem á annað borð taka þátt í pólitísku starfi.
Gagnrýni = Rýna til gagns.
Góðar stundir..