Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Hvað er að frétta...

Af hinu nýja Íslandi...??

Mikið var talað um það í kjölfar hrunsins að hér þyrftu menn að skoða hlutina upp á nýtt, endurskoða og endurskipuleggja stjórnsýslu og samfélag til að gera það mannvænna og betra..

Ekki heyrði ég neinn mótmæla því, þvert á móti held ég að allir eða í það minnsta flestir hvar svo sem þeir voru í sveit settir hafi tekið undir það, í það minnsta í orði.  En hvað er að frétta af þessu umbótum sem Vinstri Grænir og Samfylking hafa gefið sig út fyrir að vera að framkvæma og hafa haldið því mjög á lofti að engin geti gert nema þau, því saga annara flokka bjóði ekki uppá það...

Jú hið nýja Íslandi er svona:

Ráðherrar hins nýja Íslands eru uppfullir af hroka og vandlætingu, þeir stjórna og ekkert gott getur komið frá öðrum en þeim.  Tillögur sem aðrir leggja til eru samstundis slegnar út af borðinu og vilji til samvinnu er lítill sem enginn.  Leyndarhyggjan tröllríður öllu og við höfum dæmi um að mál sem varða framtíð þjóðarinnar á helst ekkert að ræða eða kynna á opinberum vettvangi...

Þeir flokkar sem sitja við stjórnartaumana hafa ekki endurýjað sína forustu, forsvarsmenn þessara flokka eru með krónískt Ragnars Reykás heilkenni þegar rifjað er upp hvað menn og konur sögðu áður en þeir fengu stjórnartaumana..Aldrei hefur orðræðan á Alþingi verið verri, aldrei hefur verið meira um pólitískar ráðningar á svig við reglur ráðaneytanna og svona mætti lengi telja.

Svona eiga hlutirnir ekki að vera og ég er viss um að núverandi handhafar framkvæmdavaldsins tækju undir það með mér þó svo að þau hafi týnt sér á annari braut...

En hvernig á þetta að vera...??

Við höfum séð ummæli Jóhönnu, Steingríms, og fleiri aðila þar sem sannfæring þeirra frá fyrri tíð er tíunduð og er hún þversum við það sem nú er og maður er farinn að fá það á tilfinninguna að aðalmálið sé að halda völdum frekar en að gera gott og bæta samfélagið.

Ég skil þetta ekki ég bara skil þetta ekki.. því ef að þetta er svona þá eru menn í pólitík að alröngum forsendum.. Pólitík á nefnilega að vera eins og sjálfboðavinnan sem þú vinnur.. Hvert sem það er Rauði Krossinn, Slysavarnarfélagið, Íþróttafélagið eða einhver annar félagsskapur sem þú ert í þá á þetta að virka eins í pólitíkinni... þú ert þarna til að láta gott af þér leiða þú ert þarna til að aðstoða fólk þú ert þarna af einskærum áhuga og þú tekur þau verkefni sem á borð þitt falla og leysir þau í samvinnu við hina sjálfboðaliðana sem eru að gefa sinn tíma af því að þau vilja hlúa að og styrkja starfs síns félags.

Pólitískur fram á að byggjast á hugsjónum,  ekki persónulegum metnaði í stöður eða völd og ef þú ert í atvinnupólitík þá áttu að hugsa á hverjum morgni þegar þú lítur í spegilinn "hvernig get ég látið gott af mér leiða í dag?"

Vissulega munu þeir sem kjörnir eru gera mistök, vissulega munu þeir taka ákvarðanir sem ekki reynast réttar eða góðar, en það er merki um það að við séu mannleg, við gerum mistök en við eigum líka að vera nógu þroskuð til að viðurkenna mistökin og læra af þeim, ekki þræta fyrir þau og endurtaka..

Það á ekki að vera eins að fylgjast með Alþingi og Jerry Springer...

Góðar stundir...


Stefnum...

Sofandi að feigðarósi..

Það á ekki að semja um Icesafe fyrr en í fyrsta lagi vitað er hvað kemur út úr þrotbúi Landsbankans... Ef það á þá að semja yfir höfuð..

Mér líst ekkert á þetta... 


mbl.is 63% styðja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru.........

Ofurlaun...??

Ég tel að þarna þurfi að stíga varlega til jarðar.. Tökum dæmi..

Framleiðslustarfsmaður (verkamaður) í stóru fyrirtæki hér austanlands getur hæglega verið með um 500þ í laun fyrir það að vinna sinn umsamda vinnutíma.  Sami starfsmaður tekur síðan 4 aukavaktir og er þá komin með laun sem eru yfir 600 þúsundum.. Samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda eru þetta "hátekjur" og því eru þeir sem leggja á sig aukavinnu til að eiga eitthvað umfram en til hnífs og skeiðar, eru skattlagðir úr hófi fram.. Það er í gangi nú þegar og er óréttlátt.

Sjómenn eru í dag með prýðistekjur, en fyrir mjög mikla vinnu, og heilmikla fjarveru frá sínum nánustu.. Stundum er það einnig svo með þessa starfsstétt að lungað af tekjunum er aflað á tiltölulega stuttum tíma og því eru mánaðarlaun þeirra á vertíðinni ansi há og þeir lenda fyrir vikið í "hátekjuskatti" en hafa síðan litlar sem engar tekjur þegar vertíðinni líkur.... Þessir menn "lána" því ríkinu hluta af sínum launum í ákveðin tíma og fá síðan krónurnar sínar aftur með engum vöxtum í ágúst árið eftir..

Það er engum greiði gerður með þessari aðferðarfræði.. Vissulega má vera hátekjuskattur, en hann á að vera slíkur en ekki aukinn skattur á meðaltekjur eða skattur á duglegt verkafólk sem leggur á sig mikla vinnu við að ná endum saman..

Síðan er það löngu tímabært að ríkið borgi vexti þegar það fær "lánaða" peninga hjá fólkinu í landinu með því að rukka hátekjuskatt af fólki þá mánuði sem tekjurnar eru góðar, en þarf síðan að endurgreiða árið eftir.. Þennan pening gæti fólk notað til að greiða af sínu, en það er erfitt að eiga við það þegar ríkið kippir þessu til sín tímabundið...

En ef við erum að tala um hátekjuskatt þá skulum við tala um hann sem slíkan og höfum í huga að nýframkomin neysluviðmið benda á það að fimm manna fjölskylda þarf að hafa nálægt milljón í tekjur til að hlutirnir hangi þokkalega upp, og þá er varla hægt að kalla það háar tekjur..

Góðar stundir.. 


mbl.is Ofurlaunum mætt með viðeigandi sköttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það er....

Nefnilega það..

Kemur á daginn að auknar álögur skila litlu.. Þetta er þekkt úr hagfræðinni, að það að hækka skatta skilar oftar en ekki litlu í kassan.

En einnig ber að hafa í huga að eftir hrun af þessari stærðargráðu hverfa oft hlutir sem skiluðu ágætum skatttekjum t.d. fjármagnstekjuskattur.. Hversu miklu skyldi hann skila.. það eru örugglega ekki margar krónur miðað við það sem sá skattur aflaði 2006  eða 2007..

Tekjuskattar hafa dregist saman sem nemur 10-15.000 hausum hið minnsta, atvinnuleysi og brottfluttningur íslendinga þrengir að svo um munar..

Og svo er það auðvitað að hvatinn á því að vinna meira verður minni ef skatturinn er hár, en það skitpir að ég held ekki höfuðmáli í þessari jöfnu, frekar er það samdrátturinn.

En ég vil gjarnan fá þennan útreikning, og þá á hverjum skattflokk fyrir sig en ekki á heildarsummuni, það er ekki að gefa nógu góða mynd af þessu öllu...


mbl.is Vilja vita hvað varð um skattana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ég fengið...

Svona hækkun eins og bankastjórar og dómarar.. Plíííís.....
mbl.is Hefja viðræður um launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er of mikil....

Einföldun á vandanum..

Ef við tökum nýframkomin neysluviðmið, þá eru 1.200.000.- á mánuði engin ofurlaun hvað þá 500.000.- sem nú eru skattlögð sem háttekjur.

Það þarf að leyta annara leiða, og einfalda skattkerfið ekki flækja það eins og engin sé morgundagurinn.. Hvað með sjómenn sem taka kanski öll sín laun á 4-6 mánuðum og eru með mjög góðar tekjur þá mánuði en litlar sem engar hina mánuðina.. Rukka fyrst og endurgreiða svo í ágúst árið eftir.. Hvar endar það.. ???

Það er vissulega illréttlætanlegt að greiða bankastjórum nýju bankana jafnhá laun og raun ber vitni.. það er líka illréttlætan legt að taka 7-8 krónur af hverjum 10 af öllum launum yfir 1.200þ

Nú þegar tekur ríkiskassin 7-8 krónur af hverjum 10 sem ég vinn mér inn, í formi tekjuskatta, virðisauka og ýmissa annara gjalda og skatta, er það ekki nóg?? Spyr sá sem ekki veit..

Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé allt jafn veruleikafirt 80% skattlagning og yfir 4 milljónir í laun..

Nú segi ég eins og VG od Samfó hafa sungið hvað lengst því að ég á engin svör.. við viljum þetta ekki við viljum eitthvað annað...

Góðar stundir.


mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákaflega er þetta....

Nú einkennilegt allt saman... Ég velti því fyrir mér hvenær okkur verður bannað að ganga um svæðið, því að það þurfi að vernda það...

Það að ekki megi keyra sleða um Öskju í maí, sýnir einfaldlega að þarna er fólk að taka ákvarðanir um hluti sem það hefur ekki hundsvit á. Meira að segja þegar snjór er í lágmarki eins og undanfarin ár, er hægt að vera að keyra um þetta svæði fram í júní.. Hvað er eiginlega málið...??

Vonarskarð er annar kapituli útaf fyrir sig.. Lokun á þeim vegi, er með ólíkindum, þarna eru menn búnir að ferðast á htveimur jafnstuttum, hestum og bílum, alveg frá landnámi og þessu ágæta fólki finnst bara ekkert eðlilegra en að loka þessu, þrátt fyrir að þarna sé nú þegar slóði sem fjöldin allur vill nota. 

Síðan veltir maður fyrir sér hvort að það er eðlilegt að sama fólk sem semur tillögurnar, taki við athugasemdunum og meti þær, það finnst engum gaman að láta reka eitthvað ofaní sig, það er bara mannlegt, og því auðvelt að segja bara sem svo að framkomnar athugasemdir hafi ekkert til síns máls...

Ég á eftir að keyra Vonaraskarð, það er alveg á hreinu, spurningin er sú hvort að ég geri það löglega eftir að Svandís lagar þetta eða hvort að ég geri það ólöglega í skjóli nætur einhvertíman...

Það kemur í ljós...


mbl.is Hagsmunir ákveðinna ferðahópa fótum troðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna í ands....

Er ekki búið að breyta þessu.  Viljaleysi ráðamanna, og það á við um alla flokka og alla þingmenn og ráðherra sem setið hafa undanfarinn kjörtímabil á þingi, er algert.

Það er ekki til lýsingarorð sem lýsir því hvað það er heimskulegt að auknar álögur ríkissjóðs, og hækkun á vörum og þjónustu skuli hækka lánið mitt á húskofanum mínum.. Ég er bara svo einfaldur að ég skil þetta ekki.. bara skil þetta ekki...

Ef það á á annað borð að vera verðtrygging á fasteignalánum, þá ættum við í það minnsta að endurskoða hvaða vísitölu við notum, því að neysluvísitalan er ekki það sem við ættum að miða við..  

Verðtryggingin var sennilega hugsuð til að vernda sparifé, lífeyrisinnistæður og ríkissjóð fyrir þeim leiða draug verðbólgunni á sínum tíma. 

Hversvegna er verðtrygging á húsnæðislánum ekki bundin við byggingarvísitölu frekar en neysluvísitölu??  Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort að það sé eitthvað hagkvæmara en það er í það minnsta réttlátara, að tengja verðtrygginguna við kostnað við að byggja samskonar hlut og veðið er í... Eða hvað.. ??

Þetta væri mun eðlilegra, en að tengja þetta við hækkanir á áfengi og bensíni eins og nú er...

Vísitalan endurspegli kostnað við fasteignir, að byggja þær og halda þeim við...

En maður er kominn með upp í kok af þessu.. þetta er orðið ágætt, nú er kominn tími á að slá skjaldborg um eitthvað annað en fjármagnseigendur og banka...

 


mbl.is Lánin upp um sex milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr er.....

Dropinn....

Bensínverð í Ameríkuhrepp er samkv "gasbuddy.com" rétt um 110 krónur, og það eitt og sér sýnir hvað skattmann er að taka til sín. Olíufélögin eru með 12 - 14% af heildarverðinu sennilega minna, til sín og í flestum verlunarrekstri þætti það óviðunandi framlegð, ætli það sé ekki meira en helmingi minna en í matvöru og tvöfalt minna en í tuskubúðum.

Ekki að ég sé eitthvað að taka upp hanskan fyri þessi félög, en rétt skal vera rétt...

En svona til að aðstoað fólk við að ákveða hvort eða hvert skal keyra þá fann ég hér skemmtilegan link á reiknivél.. Sem sýnir hvað það kostar í eldsneyti að keyra tiltekin vegaspotta miðað við tiltekna eyðslu og verð á eldsneyti...

Þarna geta menn reiknað hvort að það borgi sig að keyra í Bónus, eða fljú eða aka til Reykjavíkur og þar fram eftir götunum...

http://www.roadtripamerica.com/fuel-cost-calculator.phpga


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband