Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Heilsársvegurinn....

Öxi....

Ég tók þessa mynd af bloggsíðu félaga míns Hafliða Hinrikssonar, en eins og oft hefur verið sagt áður þá segir ein mynd meira en þúsund orð.....

c_documents_and_settings_hafli_i_hinriksson_my_documents_my_pictures_oxi[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er þetta ekki frekar ógáfulegt??


Er ekki

allt í lagi???

Þetta virðist ætla að spinna utan á sig og það með frekar leiðinlegum hætti....


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2

Ár

komin.

Af bloggi.

Og síðan hafa 35.000.- aðilar kíkt við...

Ég vara ð fatta það að í dag hefur þessu bulli mínu verið haldið út í 2 ár, mikið assgoti flýgur tíminn áfram, maður verður orðið elliært gamalmenni áður en maður veit af..... 


Það vantar þjálfun........

Vörubílstjórum vantar þjálfun, því við Íslendingar kunnum ekki að mótmæla, lögreglumönnum Íslands vantar þjálfun því þeir eru ekki vanir að bregðast við mótmælum, og vegfarendum vantar þjálfun því að þeir eru ekki vanir að fylgjast með mótmælaðgerðum eða fylgjast með þegar þær eru stöðvaðar.

En án gamans, þá eru viðburðir gærdagsins mikið umhugsunarefni.  Mér fannst í byrjun mótmæla þessara ágætu manna að þeir væru í raun að standa sig vel, keyrðu löturhægt um vegi og hægðu á umferð í einhvern tíma en hurfu svo frá nógu snemma til að valda ekki hættu eða gríðarlegum umferðartöfum, en nógu seint til að ná athygli ráðamanna og fjölmiðla.

En þetta hefur nú tekið á sig verri mynd, mynd sem ég held að engin hafi óskað eftir. 

En hvor er sekur í þessu máli, það er erfitt að fullyrða, lögreglan var búin að biðja þá um að yfirgefa svæðið nokkrum sinnum áður en gripið var til aðgerða, hvort að sá tími sem leið þarna á milli var réttur eða ekki það er spurning.

Vörubílstjórar bjuggu sig undir ofbeldi, það sást vel í fréttum sjónvarps í gær, þeir gerðu sig líklega til að úða á móti lögreglu WD40 og start sprey, það get ég ekki lesið sem að þeir væru að fara í burt eins og einhverjir hér á blogginu hafa haldið fram að hafi verið að gerast þegar lögregla tók þá ákvörðun að fara "hörðu" leiðina.

Það má túlka þetta á marga vegu, en ég held nú að hjá mér hafi lögreglan vinningin, (ef það er hægt að tala um "vinning" í þessu máli) en engu að síður er ég þeirrar skoðunar eftir að hafa horft á hin ýmsu myndskeið að vinnubrögð hennar á meðan aðgerðum stóð, séu langt frá því að vera flekklaus eða hafin yfir alla gagnrýni.  Margar handtökurnar virðast t.d óþarflega harkalegar svo eitthvað sé nefnt

Gas drengurinn til dæmis, var ekki með sitt á hreinu, það er ljóst og ég er þeirra skoðunar að hann eigi að ávíta, því að mazeinu áttu einungis að beyta sé þér ógnað, það hafa lögreglumenn tjáð mér, að þetta sé ekki hugsað sem árásartæki heldur til varnar, og þar sem hann stendur þarna að baki félögum sínum og úðar yfir axlir þeirra, er hann klárlega ekki í hættu.

Bestu viðbrögð minna fyrrum stéttarbræðra, hefði verið að setjast niður þegar lögreglan mætti á svæði og láta þá fjarlægja sig án mótspyrnu, þá hefðu þeir áunnið sér virðingu lögreglunar og samkennd almennings, það er ég alveg 100% viss um

Enn þessi skrílslæti sem þarna spruttu fram voru engum til framdráttar hvorki þeirra málstað né lögreglunni.

Það myndaðist gríðarleg múgsefjun þarna og þetta er eiginlega kennslubókardæmi um það hvernig svona hlutir geta farið úr böndunum, spennan á svæðinu var þvílík og taugar allra sem voru á  staðnum þandar til hins ýtrasta og því fór sem fór. 

Þetta er allt hið versta mál.....

 

 


mbl.is Boðaðir í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég myndi vilja sjá

Einn svona upp á Hádegisfjallið hér á Reyðarfirði, það væri tær snilld, en það er reyndar spurning um nýtingu og fjármögnun.

Af hádegisfjallinu er flott útsýni yfir og út með Reyðarfirði en það er svipað að hæð og Eyrarfjall

Hádegisfjallið breytist ékki


mbl.is Kláfur lagður í saltpækil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðursýki fjölmiðla

Töluvert hefur borið á því undanfarið að fjölmiðlar hafi dregið upp svarta mynd af því sem hér er að gerast á austurlandi varðandi íbúaþróun.  Austurglugginn hefur tæpt á því, Morgunblaðið einnig og líka Fréttablaðið.

Það þykir víst stórfrétt að austfirðingum hefur ekki fjölgað um fleiri þúsund eftir álver.

En skoðum nú málið aðeins.

Nú eru liðin tæp fjögur ár frá fyrstu skóflustungu að þessum stóra vinnustað hér á Reyðarfirði, og bábiljan um að hér myndi fjölga í veldisvís, og það líklega í sömu viku og valgerður stakk krómaðri skóflunni í undirbúna jörð.  Væntingar voru gríðarlegar og verktakar og einstaklingar stukku af stað með offorsi og látum til að byggja yfir allan þann lýð sem hingað myndi flæmast til að vinna í álverinu og tengdum fyrirtækjum.

Einn verktaki til að mynda krafðist þess að fá 100 lóðir í sinn hlut á Reyðarfirði og annað eins á Héraði það væri ekkert vit að byggja minna en það.  Þessi sami verktaki er nú farinn með skottið á milli lappana án þess að standa við samninga sem hann gerði við bæði Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað, því "hér er ekkert að gerast" ef við notum þeirra orð.

En það er önnur saga.  Það sem ég ætlaði að fara yfir var íbúaþróunin og væntingar austfirðinga til hennar.

Við skulum skoða íbúatölur hér í fjórðungnum síðustu ár.  Árið 2004 og 2008 voru íbúar helstu byggðarkjarna hér á austurlandi sem hér segir, fyrri talan er 2004 og sú seinni 2008

  • Djúpivogur           379-355
  • Breiðdalsvík         163-149
  • Stöðvarfjörður      257-231
  • Fáskrúðsfjörður    614-678
  • Reyðarfjörður       696-1.537
  • Eskifjörður           999-1.100
  • Norfjörður         1.411-1.436
  • Egilsstaðir         1.765-2.229
  • Fellabær               417-444
  • Seyðisfjörður        714-713
  • Borgarfjörður       103-100

Þegar þessar tölur eru skoðaðar hefur fækkað í fimm byggðarkjörnum en fjölgað í sex.  Þeir staðir sem lengst liggja frá áhrifavæði framkvæmdanna eru þeir sem fækkar í.

Samtölur úr þessu eru þær að árið 2004 bjuggu í þessum kjörnum bjuggu 7.518 en árið 2008 bjuggu þar 8.972 og það er, ef mín starfræði bregst mér ekki, fjölgun um 1.454 íbúa eða um 20%.

Þessar tölur eru teknar af vef Hagstofunar og miðast við 1 jan.  Ég fæ ekki séð hvernig þetta er fólksfækkun, en til að gæta sannmælis þá eru sveitir fjórðungsins ekki þarna inni nema að hluta og þar gæti hafa fækkað eitthvað og hluti af þeim séu sú fjölgun sem við sjáum í byggðarkjörnunum.

En þegar þessu sleppir þá er gaman að skoða tölur af vesturlandi á áhrifasvæði svipaðrar framkvæmdar, Norðuráls í Hvalfirði.

Árið 1997 þegar skóflustunga var tekin að því álveri þá bjuggu á Akranesi og Borgarnesi samanlagt 6.889 manns.  En tíu árum seinna bjuggu þar 8.275 manns en það er fjölgun uppá um 20% einnig, þrátt fyrir það að bæði stafsfólk og fyrirtæki af Kjalarnesi, Mosfellsbæ og úr Reykjavík séu að vinna og þjónusta Norðurál.

En munurinn á Norðuráli og Fjarðaáli er einmitt sá að hér verða menn að koma upp þjónustu við álverið á meðan það er lítið mál að sækja hana til torfunar og því er alveg öruggt að hér mun fjölga mun meira heldur en gerði vestur á landi þegar umrætt álver var reist.

Góðar stundir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband