Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Óttarlega er þetta nú óréttlátur skattur...

Skattlagning á lántökur til íbúðakaupa ættu ekki að líðast. Að þurfa að byrja á því að rétta ríkisvaldinu 1,5% af nýju láni þegar þú fjárfestir er náttúrulega bara GALIÐ!!!!

Þessi skattur er ekki nýr af nálinni en ósanngjarn er hann með afbrigðum ósanngjarnari en margur annar...

Síðan eru það svokölluð lántökugjöld sem er önnur svívirðan í svona málum.. Þegar tekið er lán til íbúðarkaupa þarf að greiða lántökugjald sem er yfirleitt um 1% af lánsupphæðinni.Sumar lánastofnanir lána ekki fyrir þessu gjaldi sérstaklega og því þarf að fjármagna það með öðrum hætti. Það segir sig svo sjálft að eftir því sem íbúðaverð hækkar hækka einnig lánin og þar með lántökugjöldin.Fá lánastofnanir ekki nægar tekjur af vöxtum og verðbó­­­­tum? Þarf endilega að bæta lántökugjaldi ofan á allt bixið??

Því næst eftir að kaupsamningur hefur verið gerður er honum þinglýst hjá sýslumanni. Við það tækifæri þarf að greiða stimpilgjald sem nemur 0,4% af fasteignamati eignarinnar. Í fljó­­­­tu bragði virðast þetta vera smápeningar en ef um er að ræða eign sem er metin á 25 milljó­­­­nir verða þessi 0,4% að 100 þúsund kró­­­­num sem er upphæð sem svo sannarlega getur sett strik í reikninginn hjá fó­­­­lki sem stendur í íbúðarkaupum.

Ljóta ruglið allt saman.....


mbl.is Framlengja stimpilgjaldaafslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna....

Eru menn og konur ekki betur meðvituð um það sem það er að tjá sig um í fjölmiðlum.. ?? 

Sannleikurinn er nefnilega sá að hringvegurinn er búinn að vera lokaður meira og minna síðan í nóvemberbyrjun og hefur ekki verið opnaður síðustu 6 vikurnar ef ég man rétt.  Þjóðvegur eitt (Hringvegurinn) liggur nefnilega yfir Breiðdalsheiði, sem er ekki rudd eftir að snjóalög fara að þyngjast að hausti og þar til að þau fara að þynnast að vori..

Þessi ákvörðun um minnkandi ruðning er ein af aðferðum Vegagerðarinnar til að bregðast við minni framlögum, nokkrum vegum sem ekki hafa mikla umferð er kippt út úr snjómokstursáætlunum.

En hvaða vandræðum er þetta að valda??  Svona tilkynning eins og við sjáum hana hér í Morgunblaðinu er til þess fallin að valda misskilningi, margur sem þetta les gerir sér ekki grein fyrir því að Hringvegurinn sé lokaður á einum stað og gæti gengið út frá því sem vísu að yfir Breiðsalsheiði sé fært.  Sá sami keyri síðan sem leið liggur inn Breiðdal og kemst að því aðeins of seint að allt er lokað, jafnvel eftir að hann er lenntur í ógöngum og þarf að leita hjálpar Björgunarsveita.

Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík hefur síðustu vetur farið í tugi útkalla inn á Breiðdalsheiði til að sækja fólk af öllum þjóðernum á Yarisum og Pólóum sem er að reyna að brjótast eftir þjóðvegi 1 milli Breiðdals og Héraðs án þess að hafa hugmynd um að vegurinn sé lokaður.

Í þessu þarf að vinna, ætli menn ekki að ryðja þennan veg yfir dimmustu vetrarmánuðina,  þá verður að tryggja það með viðeigandi hætti að ferðamenn séu meðvitaðir um mögulegt ástand vegarins í sínum GPS tækjum og í merkingum við veginn, annað er ekki boðlegt.

Annar vinkill er auðvitað á þessu og ég reikna með að menn séu misjafnlega tilbúnir að taka undir með mér, en sá vinkill snýst um að færa þjóðveg eitt af Breiðdalsheiði og um firði, en þar er (í það minnsta enn sem komið er) vetrarþjónusta alla daga ársins nema jóladag og nýársdag ef ég man rétt.

Munur á vegalengdum um heiðina góðu og fjarðaleiðina er óverulegur og fordæmi fyrir því að vegurinn sem landið hringar sé færður með þessum hætti m.a. til að tryggja að sú þjóðleið sem mest er notuð hafi alvöru þjónustu.  Síðan þarf að tryggja að GPS tæki bílaleigufyrirtækja og einstaklinga fá uppfærslu sem sýnir þessa breytingu.

Þetta er lítið mál að framkvæma, nýverið var slíkt framkvæmt á Norðurlandi, hringvegurinn var færður á einni nóttu án þess að nokkur hafi tekið eftir því og  þess vegna á þetta ekki að vera stórmál hér.

Það er ekki nóg að auglýsa Ísland allt árið og tryggja síðan ekki að þeir sem hingað mæta í góðri trú komist leiðar sinnar eða fái upplýsingar um ástand vega eða geti treyst á það að þjóðvegur 1 (Route one) sé besta mögulega leið...

Góðar stundir.. 


mbl.is Hringvegurinn að mestu auður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já nákvæmlega....

Steingrímur.. þetta er akkúrat málið: 

Þá verði að verja miðstéttina og lágstéttina fyrir aðhaldsaðgerðum. Einnig þurfi að viðhalda kaupmætti þessara stétta til þess að neysla þeirra geti hleypt nýju lífi í hagkerfið. „Gjarnan er horft framhjá þessu á alþjóðavettvangi.“

En hvar eru efndirnar..?

"Hátekjuskattur" sem leggst á millistéttina af fullum þunga og jafnvel lágstéttina..  

Vaxandi atvinnuleysi

Minnkandi kaupmáttur launa

Tökum t.d. hin meinta "hátekjuskatt" 

230þ er fyrsta þrep í því kerfi, (22,9% + útsvar) næsta þrep  er að 474þ (25,8% + útsvar) og allt þar fyrir ofan er skattlag sem nemur 31,8% + útsvar... Er hér um hátekjuskatt að ræða.. ?? Ja maður spyr sig... 

Við skulum hafa í huga að samkvæmt tölum velferðarráðaneytis þarf  305þ rúm til að sjá vísitölufjölskyldu fyrir lágmarksþörfum (grunnviðmið velferðarráðaneytisins) og til að ná því þarf nú bara um 430þ á mánuði í laun fyrir skatta.

Og þetta er án húsnæðiskosnaðar...

Eigum við að bæta honum inní.. ?? leiguverð er misjafnt eftir stöðum en við skulum bara gefa okkur að það sé verið að borga um 120þ í leigu (sem er sennilega nokkuð vel sloppið fyrir fjögurra manna fjölskyldu.. og þá þarf að bæta við um 600 þ í laun miðað við að annar einstaklingurinn sjái fyrir tekjum heimilisins, en það kemur í raun í sama stað niður þar sem að persónuafsláttur nýtist alltaf að fullu...  

Og munið þetta eru grunnviðmið.. í grunnviðmiðum getur þín fjölskylda í raun ekki gert nema brot af því sem telst eðlilegt í nútímasamfélagi.. þar er t.d. reiknað með því að það kosti um 30þ krónur að koma sér á milli staða (reka bíl eða kaupa strætókort).. það er nú nokkuð naumt skammtað þykir mér og almenningssamgöngur stopular víðast hvar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu...

Meðalviðmið reiknað á sömu síðu er um 500þ án húsnæðiskosnaðar.. og það þarf tæpa eina milljón í tekjur til mæta því með húsnæðiskostnaði... 

Og þá ertu sannarlega farin að borga hátekjskatt...  

Til að gæta sanngirnis þá er rétt að taka það fram að ekki eru vaxta og barnabætur reiknaðar inn í þetta, eflaust breytir það myndinni eitthvað og lækkar væntanlega aðeins þær tekjur sem menn þurfa en það er allt launatengt þannig að ég tel að munurinn sé ekki mikill...  

Hvernig er hægt að verja svona lagað og halda því fram að það sé verið að verja hag milli og lágstéttarinnar með þeim aðgerðum sem hafa verið í gangi.. ?? 

Ég gæti það í það minnsta ekki.... 


mbl.is „Nú ræður hræðslan við Evrópu ríkjum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband