Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Spurning hvaða...

Skilaboð munu koma út úr næstu kosningum??  Ég óttast það mest að kjörsókn hér fari niður fyrir áður þekktar tölur, auðir og ógildir seðlar verði síðan einnig stór hluti þeirra sem að uppúr kössum koma...

Þetta yrði ekki góð staða fyrir okkur, og ekki er staðan núna góð, en hvað ef þessar hrakspár rætast...

Undanfarin misseri hafa farið í bendingar, ekki á þann sem að þér þykir bestur heldur eitthvað annað...

Í tíð stjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknar, var stjórnarandstaðan upptekin af því að benda og pata og það sama virðist vera tekið við núna, það er engin vilji hjá sitjandi ríkisstjórn til að vinna með stjórnarandstöðunni að lausn mála, má segja að það komi vel á vondan því að ekki sá sitjandi ríkisstjórn með Davíð og Haldór í forsvari ástæðu til að ráðfæra sig við einn né neinn jafnvel ekki eigin meðráðherra.

En það á ekki að vea aðalmálið, hvað var gert þá og hvað er gert núna, heldur eiga menn að greina vandamálinn og leysa þau, það er það sem fólk er ráðið til að gera í sinni vinnu, og það eiga þingmenn að gera í sinni vinnu.

Sá missir fljótt vinnuna sem gerir lítið annað í sinni vinnu en að benda á hvað allir eru ómögulegir í kringum sig, frekar eiga menn verða að líta í eigin barm og vinna sig áfram í gegnum vandamálin, eða verkefnin.. 

Ég held að við þurfum að skipta út umtalsverðum fjölda þingmanna ef við eigum aðkomast upp úr þessu fari ásakana og aðgerðarleysis.  Búið er að endurnýja töluvert en greinilega ekki nóg.  Við þurfum fólk sem hefur í sinni vinnu og lífi þurft að takast á við vandamál og hefur ekki getað bent á Jón og Gunnu heldur hefur einfaldlega þurft að leysa þau.... 

Sá yðar sem syndlaus er...... Á ágætlega við hér..

 


mbl.is Vill boða til kosninga strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér....

Ef Mörður hefur rétt fyrir sér, þá er stutt í það að sagan endurtaki sig, því að núverandi ríkisstjórn er einnig að sýna af sér alvarlega vanrækslu og algert gáleysi.

Lítum aðeins á dæmið:
Laun hafa ýmist staðið í stað (ef þú ert heppin) eða lækkað.Afborganir lána hafa í sumum tilvikum margfaldast.

Matvæla verð og verð á öðrum nauðsynjum til heimilisins hefur hækkað um tugi og stundum hundruði prósenta.  Skattar og gjöld hafa hækkað um umtalsverðar upphæðir.


Þetta er hinn kaldi raunveruleiki sem við glímum við í dag en samt er talað um "stöðugleikasáttmála" og "skjaldborg" og "úrræði" en ekkert af þessu er í takt við raunveruleikan.
Þeir sem fyrirgreiðslu eiga að veita (umboðsmaður skuldara, íbúðalánasjóður og bankastofnanir) nota enn sömu viðmið um greiðslugetu og þeir notuðu fyrir hrun, og því fær fjöldin allur af fjölskyldum í vanda enga úrlausn á sínum málum, heldur einugnis svörin: "sorrý, en samkvæmt okkar útreikningum áttu að gata borgað þetta...!"


Og hvað gerir fólkið, það hættir að greiða tómsstundir fyrir börnin, það fer ekki með börnin til tannlæknis, það þrjóskast við þegar meðlimir fjölskyldunar þurfa á læknishjálp að halda.  Ef þetta dugir ekki til þá eru valdir hlutir til að hætta að borga af, t.d. ganga lán sem hafa ættingja viðkomandi sem ábyrgðarmenn fyrir, og húsnæðið, eins og hægt er.


Þetta er hin kaldi veruleiki, þessi dæmi eru raunveruleg og það er þetta sem á að vera að ræða í þinginu en ekki eitthvað annað.

Yfir þessu öllu er ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna svo sofandi að það hálfa væri nóg, hún neitar að horfast í augu við vandan og álítur sín aumu úrræði vera sem himnasending fyrir hina íslendsku þjóð og allir fái úrlausn sinna mála og engin líði skort.

En biðraðir við hjálparstofnanir lengjast og lengjast.......

Hvað þarf eiginlega að hlaupa harkalega á vegginn áður en menn sjá hann?????

Núverandi ríkisstjórn er sennilega langt kominn með að hlaupa gat á veggin en sér hann samt ekki.... 


mbl.is Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Garðarsson In memoriam...

Mín fyrsta minning um Helga er sennilega þegar ég spurðist fyrir um vinnu hjá honum þegar hann var sláturhússtjóri á Djúpavogi.  Örugglega hafa leiðir okkar þó legið mun fyrr saman, sennilega strax í barnæsku minni, þó að mitt minni nái ekki yfir það, enda gæti verið að heimasæturnar í Stekkatúni hafi verið eftirminnilegri en heimilisfaðirinn og það trufli minni mans eitthvað.

Kátt var oft á hjalla í sláturhúsinu og mikið fjör og sennilega þætti mönnum nóg um í dag, en tíðarandinn var annar þarna og sprell og hrekkir voru daglegt brauð og oft var Helgi miðdepillinn í þeim leik.  Eflaust eru þeir nokkuð margir sem gætu rifjað upp gamansamar sögur af þeim vettvangi, margar og góðar þó að ég kunni fáar.

Seinna vann ég með Helga við landanir úr togurum á Djúpavogi, en í þá tíð sáu Álftfirðingar um allar landanir og var það ekki sjálfgefið að í þetta gengi kæmist maður, en ég fékk þar inngöngu, sennilega fyrir gott orð foreldra minna, "einungis til reynslu, ég er ekki viss um að svona horrengla valdi þessu" svo ég noti hans orð.

Fékk ég þó að halda áfram enda var manni í mun um að sýna að maður stæði sína plikt.  Það var svipað þarna og annarsstaðar þar sem Helgi var mikil kátína og léttleiki út í eitt í þessu gengi.

Bestu minningar mínar um Helga eru þó sennilega af tvennum vettvangi, en það var úr stuttri veru minni um borð í Sunnutindi, og af smalamennsku inni í Hamarsdal.  

Fáa túra fór ég á sjó en alla túrana fór ég með Helga og var það ágæt blanda af gamni og alvöru, en alltaf var stutt í grínið en þar sem það skipti máli, var Helgi oft betri kennari en margur annar.

Smalamennskan inn í Hamarsdal var þó sennilega eftirminnilegust, en Helgi unni sér vel inni í dölumunum inn af Hamars og Álftafirði,  í góðra vina hópi.

Sigurborg, Helena, Helga og Jökull, ég votta ykkur og ykkar fjölskyldum mína dýpstu samúð.  

Hvíl í friði Helgi Garðarsson

Helgi Garðarsson

 

Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.

Drottinn minn faðir lífsins ljóss
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni
þú vekur hann með sól að morgni.

Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.

Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd. 
Og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni
svo vaknar hann með sól að morgni.

Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma. 
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma. 
Svo vöknum við með sól að morgni 
svo vöknum við með sól að morgni.

Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.

 


Alveg er það....

Hreint magnað hvað tæknin er orðin mikil í einu litlu tæki sem kostar rétt um 40 kallinn.....

Var á ferð um öræfi austfjarða að leita af Rangifer Tarandus og prufaði aðeins síman minn í leiðinni og hér má sjá afraksturinn...

 

 

Nokkuð gott miðað við að þetta er tekið upp á síma ekki satt?? Örlítið betri græja og þá er þetta allt klárt í vasanum Tónlistin er Led Zeppelin spiluð í græjum bílsins og það kom mér mest á óvart hvað soundið var ótrúlega gott.... Makalaust alveg hreint...


Var þetta ekki.....

Alltaf dæmt til að mistakast.. ??

Ég held það.  Mikil tengsl milli þingmanna og nánd gerði þetta mál mun erfiðara en nokkur gerir sér grein fyrir, sést best á orðtæðunni sem fram hefur farið í þessu máli.

Einnig er spurning hvort að það sé ekki svolítið til í því hjá Barna Ben að þetta séu svona "eftirá" vísindi, hvað hefði átt að gera og hvað ekki, frekar en að þetta snúist um lagabrot.

Ég hefði talið eðlilegara að lagaumhverfið væri einfaldlega á þann hátt að það væri hægt að taka á meintu vanhæfi eða mistökum, en til þess að það sé hægt þþurfa mistökin að vera lögbrot, og þar er kanski megin vandinn, að lagaumhverfið (stjórnarskráin) er ekki nógu skýrt þegar kemur að svona málum.

Ég myndi áætla að ráðherrar á hverjum tíma, sama í hvaða flokki þeir eru, taki ákvarðanir sem þeir telji að séu réttar, séu fyrir þjóðarhag, og erfitt er að sanna annað, meira segja ef sögurnar hans Styrmis eru réttar, þá spyr maður, var ólöglegt að leyna þjóðinni þessum upplýsingum eða var það siðlaust eða var það hárrétt ákvörðun...??  Niðurstaðan fer sennilega töluvert eftir því hver metur málið...

Ekki ætla ég að leggja dóm á það, það má sennilega færa fyrir því rök á hvorn vegin sem er að það hafi verið nauðsynlegt að leyna þessum upplýsingum eða að það hafi verið rangt, en það sem máli skiptir var það ólöglegt.

Það á einfaldlega að gilda það sama um þessa stéttir manna (ráðherrar og þingmenn) þeir eiga að hafa skýrt lagaumhverfi og þeim ber að fara eftir því, það þurfum við að laga.....


mbl.is Tel að þessi tilraun hafi mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta ekki.....

Sjálfsögð mannréttindi??

Víða er staðan í þessum málum ekki upp á marga fiska, og það er alveg ljóst að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur komið hart niður á öllum en sennilega harðar niður á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu.

Reyndar eru heilsugæslumál í höfuðborginni og nágrannasveitarfélögum ekki í góðu lagi, en þar hafa menn þó aðgang að lækni allan sólarhringinn ef eitthvað alvarlegt er að og sjúkrabílavakt með þrautþjálfuðum mönnum að auki.

Á Bolungarvík hinsvegar og öðrum svipuðuðum stöðum er læknirinn allt í öllu, hann er eina úrræðið, og ef hann er ekki til staðar er það ekki spurning hvort heldur hvenær stórslys verða.  Að vísu styttist leiðin á Ísafjörð, með tilkomu ganga, en aðrir staðir víða um landið eru í sömu stöðu, það er verið að skera allta af þeim og maður veltir því fyrir sér hvort að það sé einhver heil brú í þeim sem eru að skipuleggja niðurskurðin allan.

Á meðan læknisþjónusta er eins og hún var fyrir 80 árum, og önnur þjónusta af opinberu tagi er nánast horfin, samgöngur eru stopular og lélegar, og ýmislegt fleira vantar þá veltir aðður því fyrir  sér hvort að það sé tímabært að gera það sem töluvert hefur verið haldið á lofti undanfarin misseri af hinum og þessum að það sé réttlætismál af stærstu gerð að jafna atkvæðisrétt, því að þrátt fyrir þetta mikla aukavægi atkvæða af landsbyggðinni, þá höfum við ekki komist með tærnar þar sem aðrir hafa hælana í opinberri þjónustu.....

Einnig má þá líka velta fyrir sér hvaðan tekjurnar okkar koma, mig minnir að það séu um 20% eða meira af útflutningstekjum þjóðarinnar sem kemur eingöngu frá Fjarðabyggð, og ættum við þá ekki að njóta þess í ríakra mæli???

Nei þetta eru bara svona vangaveltur í vikulokin, það má alveg kasta fram svona spurningum, kanski vaknar einhver umræða.

Að lokum legg ég til að við stofnum fríríkið Austurland....


mbl.is Læknisþjónusta verði óskert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki ástæðan fyrir....

Því að við virðumst eiga greiða leið inn í ESB??

 "Í dag er hlutfall innfluttrar orku hjá ESB um 54% og flest bendir til þess að hlutfall innfluttrar orku muni vaxa á næstu árum (þó svo kreppan hafi nú aðeins slakað á orkuþörfinni - tímabundið). ESB er sem sagt að verða æ háðara öðrum um orku. Það á bæði við um olíu á samgöngutækin og gas til raforkuframleiðslu og annarra daglegra nota."

 Nánar um þetta hér... 

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/1088688/
mbl.is Nokkur hafa sótt um IPA-styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þá bara að leggja árar í bát????

Ég ætlaði að skrifa hér mikla grein um þjóðveg eitt um firði Axarveg, ferjuhöfn álversframkvæmdir og ýmislegt fleira sem misvitrir sveitarstjórnarmenn hafa verðið að fjasa um í austfirskum fjölmiðlum gegnum tíðina...

En þar sem að ekki er hægt að ræða þessi mál án þess að persónulegt skítkast, rangfærslur lýgi og heift sé þar með í för þá hætti ég við.

Ég er eiginlega búinn að fá nóg.....

hvernig væri nú að lyfta umræðuni uppúr skotgröfum skítkastins og ræða þetta í rólegheitum með rökum.

Það er það sem þessari umræðu vantar til að hægt sé að ljúka henni.

Þetta er farið að minna mig á þá umræðu sem átti sér stað í aðdraganda virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka þar sem því var ýmist haldið fram að allt sem færi undir vatn væri ýmist örfoka melar eða skógi vaxi 100%   En allir meðalgreindir menn vita að sannleikurinn lá þar mitt á milli...

 Góðar stundir... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband