Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Að afloknu ættarmóti

Það var ættarmót síðustu helgi hjá afkomendum langa langa afa og langa langa ömmu Stefáns Sigurðsson og Steinunnar Einarsdóttur.  Þetta var þrælfínt mót með þokkalegri mætingu viðkomandi aðila.  Ekki spillti veðrið fyrir en það var eins og best verður á kosið sól og blíða og hreyfðist varla hár á höfði þeirra sem það höfðu.  Farið var á æskuslóðir "afa og ömmu" eins og Ingimar orðaði það alltaf og milaði hann úr sínum, að því er virðist endalausa, viskubrunni og sagði sögur af því fólki sem við erum öll komin af og samferðarfólki þeirra.

Mér fanst gaman og ég vona að aðrir sem þarna voru hafi skemmt sér jafnvel og ég.


Þjóðvegurinn (numero uno)

Ég greip á hlaupum í gær Bændablaðið iná Olís og var síðan að fletta því í morgun.  Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en ég rakst á athyglisverða grein um jarðgöng undir Tröllaskaga þar.  Þar voru viðraðir ýmis kostir í þeirri stöðu, eins og gerist og gengur um þegar möguleg göt í fjallgarða eru rædd.  En það var hinsvegar ekki það sem vakti athygi mína í greininni, heldur skoðanakönnun sem Leið ehf lét gera fyrir sig um hálendisveg milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Í þeirri skoðannakönnun kom m.a. fram að mikill meirihluti þeirra sem afstöðu tóku vildu að þjóðvegur eitt tengdi saman byggðirnar í stað þess að fara styðstu leið yfir hálendið.  Merkileg skilaboð það, skyldi þetta eiga við um Austfirðinga líka??

Þetta styrkir mig í þeirri vissu að þjóðvegur eitt á að vera um firði hér fyrir austan, og annað á ekki að ræða, svo einfalt er það í mínum huga. Það er sú leið sem skynsamlegust er, með tiliti til öryggis vegfarenda og einnig eru það hagsmunir Austfirðinga að vegur nr 1 tengi sem flestar byggðir saman með öruggum heilsárssamgöngum.

Ef við höfum það eitt að markmiði að stytta hringvegin þá er ég með bæði einfalda og ódýra lausn á því: Við leggjum tvíbreiðan malbikaðan veg í kringum Fjórðungsöldu og málið er dautt!!!!!

this is the road to.......


Laugardagurinn langi

Ég fór í alveg einstaklega skemmtilega ferð um helgina, gekk frá Reyðarfirði yfir í Breiðdal, ásamt unglingadeildinni.  Við lögðum af stað frá Stuðlum um kl 9 á laugardagsmorgunin og reiknuðum með að ver komin yfir í Breiðdal svona um kl 6 um kvöldið.

En það fór nú aldeilis ekki svo, við vorum komin í Breiðdal kl 9 um kvöldið og ég held að allir hafi verið orðnir mjög þreyttir eftir 12 klst ferðalag á tveimur jafnstuttum.  En engu að síður fannst mér þetta gaman, það var aðeins eitt sem skyggði á ánægjuna, en það var þokan sem byrgði okkur sín þegar við komumst á toppinn á Miðheiðarhnjúk, en útsýni af honum hlítur að vera frábært því að þar er maður í tæplega 1300 metra hæð.

Það er því alveg ljóst að þarna verður maður að fara upp aftur og það helst í sumar.

Með göngukveðju


Frestun framkvæmda

"Vegna þennslu í þjóðfélaginu finnst ráða mönnum ráðlegt að fresta framkvæmdum við hin ýmsu verk sem eru í deiglunni af hálfu hins opinbera"

Þessi fyrirsögn er reyndar ekki tekin úr neinu blaði en þetta nær þeim boðskap sem uppi er í dag um þensluna, og verðbólguna sem nú tröllríður öllu.  Ekki´ætla ég að fara að gera lítið úr þem vanda sem nú er uppi, en viðbrögðin finnast mér skrítin.

Til að minka þensluna eru uppi hugmyndir um að fresta til dæmis vegaframkvæmdum bæði á Vestfjörðum og á norðausturhorni landsins,  þar sem ekki eru vegir fyrir heldur moldartroðningar sem lagðir voru með handafli fyrir seinna stríð.  Vegkaflar sem kosta líklega samanlagt  ekki nema um 25% af  áætluðum kostnaí við byggingu nýs tónlistar og ráðstefnuhúss í höfuðborginni, og líklega innan við 10% af áætluðum kostnði við byggingu hátæknisjúkrahúss.

Hvar er þenslan mest???  Hún er langmest á stórHafnarfjarðarsvæðinu og þar ætti að sjálfsögðu að fresta framkvæmdum fyrst, það hefur verið bent á það að Kárahnjúkavirkjun og Fjarðarálsverkaefni sé líka þensluvaldur, og það er að sjálfsögðu rétt en svo merkilegt sem það er nú,  þá eru þær framkvæmdir minni þensluvaldur heldur en allar þær framkvæmdir sem eru í gangi á suðvesturhorninu.

Vestfirðir eiga að hafa óskert vegafé þar til að vegir þeirra Vesfirðinga verða komnir í betra á stand, og að tengja norðausturland við restina af Íslandi á að vera forgangsverkefni einnig.

Einnig hefur verið bent á það að ekki gangi of vel að manna og reka þær sjúkrastofnanir sem við eigum nú þegar og því sé erfitt að sjá hvernig það eigi að geta gengið með nýja sjúkrahúsið okkar.  Ég tel að það þurfi í sjúkrahúsmálinu að skoða innviðina betur áður en menn fara að hræra steypu í nýbyggingar, því að ef að starfsfólk er ekki til staðar til að vinna verkin þá þarf ekki nein hús.

Og svona í lokin til að sýna hvað ég get stundum verið gamaldags, þá vil ég benda á eina leið til að slá á þenslu: Tökum aftur upp skyldusparnað!!! 10% af launum þeirra sem eru að byrja sinn feril á vinnumarkaði á að taka og ávaxta.  Síðan þegar þetta ágæta fólk fer í húsnæðiskaup þá er til fyrir útborguninni og ekki þörf fyrir nema 80% lán og allir græða.  Ég held að þetta sé eitthvað sem skoða á alvarlega, þó að frjálshyggjumenn séu mér eflaust ósammála.

Með sparnaðarkveðju.

Eiður


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband