Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Til fyrirmyndar

Þetta er gott mál, en betur má ef duga skal.  Það vantar alltof víða samband á þjóðvegum landsins.

Og by the way þessi frétt hljómar alveg eins og auglýsing..........

Í augnablikinu getur verið slökkt á farsímanum hann utan þjónustusv................


mbl.is Síminn eflir GSM samband sitt á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atriði til athugunar.....

Ég get ekki slitið mig frá þessu, það er bara ekki hægt.  Ég var búinn að heita sjálfum mér því að lesa ekki þessa "grein" í EkkiFréttablaðinu, en ég bara varð. 

Og hvað er svo nefnt til sögunar sem veldur því að staðir eru "Krummaskuð"? Förum aðeins yfir það:

1. Slagsmál og ofdrykkjupartí í heimahúsi með öllum mögulegum og ómögulegum uppákomum.

2. Blóðug slagsmál vikulega, þjóðaríþrótt.

3. Bæjarbúar með sérmálýsku.

4. Úthverfi frá Krummaskuði er eitthvað verra en það?

5. Maður neyðist til að keyra þarna í gegn en það er ekkert sem biður mann um að stoppa.

6. Mér leið ógeðslega illa þarna, viðbjóður.

7. Það er þrúgandi dapurleiki yfir þessum stað.

8. Ameríkst en samt sveitó.

9. Þetta er að breytast úr klassísku sveitaþorpi í "wannabe" stórborg og fólkið hagar sér eftir því.

10. Í hvert einasta skipti sem keyrt er þar framhjá eða í gegn spyr maður sig "afhverju býr fólk hérna"

Kannast einhver við þessa lýsingu?  Um hvaða einn stað á landinu gæti hún átt við??  Ég meina einn staður sem hefur allt þetta og meira til hlýtur að vera Krummskuð dauðans svo ekki sé meira sagt eða dýpra í árina tekið.  Við getum bætt einhverju við, eigum við að gera það?

11. 90% af þeim sem vinna þarna í fiskvinnslu eru útlendingar.

12. Hvergi á byggðu bóli á íslandi eru fleiri undir fátæktarmörkum (þó miðað sé við höfðatölu)

13. Glæpatíðni sú hæðsta á landinu. (þó miðað sé við höfðatölu)

14. Biðlistar, eftir allri félagslegri þjónustu, leikskólum ofl hvergi lengri en þar. (þó miðað sé við höfðatölu)

15. Niðurnýddar og ónýtar byggingar hvergi fleiri. (höfðatölureglan enn viðhöfð)

16. Gjaldþrot fyrirtækja hvergi fleiri. (enn miðum við við höfðatölu)

Og svona mætti lengi telja en ég nenni bara ekki að standa í því lengur, það hljóta allir að sjá orðið um hvaða stað á landsbyggðinni ég er að tala, að sjálfsögðu Reykjavík, eða Borg óttans

Hvernig var þetta með bjálkan og flísina, eða fá menn svona bjagaða sjón af of mikilli kaffhúsasetu í 101 Reykjavík.......????


Jahérna

4000 Heimsóknir

Ég veit ekki hvort það telst mikið eða lítið en mér finnst það ver dágóður slatti.  Ég er bar nokkuð ánægður með það að menn skuli yfirhöfuð nenna að fara hér ínn og lesa misgáfulegar hugrenningar úr mínum kolli.

Það væri nú samt gaman að fá fleiri athugasemdir við þessar hugrenningar, en ég skil það samt mæta vel ef menn nenna ekki að setja hér eitthvað inn bara til að setja eitthvað inn, það er mun eðlilegra að fólk sjái sig knúið til að setja hér athugasemdir ef menn eru ósammála enhverju eða finnst ég vera að bulla út í eitt.

Ég (sem bý nú víst í mesta krummskuði á landinu) er bara nokkuð sáttur við minn hlut hér inni.

En aðeins um krummaskuðið.

Einhverstaðar segir "berta er illt umtal en ekkert" og mér finnst nú bara fyndið, þegar einhverjir ágætir menn taka sig til og setja svona "krummaskuðs" vangaveltur niður á blað.  Og mér finnst það ennþá fyndnara að þetta skuli fá pláss í blaði sem vill láta taka sig alvarlega sem fjölmiðil.

Mér finnst að það eigi bara að nýta þetta sem sóknarfæri.  Það mætti til dæmis auglýsa eitthvað á þennan veg:  "Skrepptu úr borg óttans og slakaðu á í mesta krummaskuði landsins, engin hætta á að hitta annað fólk þetta er nánast ósnortið víðerni" eða " Mýrinn er ekki sú sama í  Krummaskuðsbíóinu, svo komdu og upplifðu" eða "Í frið og ró í eymdinni"

Ég veit ekki hvað skað segja en þetta er bara skemmtilegt, og mig hlakkar bara til á laugardaginn, því að ég treysti því að þetta verði tekið fyrir hjá þeim Spaugstofumönnum.

En hvað um það mér finnst gott að búa hér í þessu ágæta Krummskuði og ég er þess fullviss að það finnst langflestum af þeim rúmlega 800 sem hér búa.

En hitt þykist ég vita (og þarf ekki að rökstyðja það neitt frekar en torfusneplarnir Krummaskuðsdóminn) að það eru mun fleir óánægðir með sitt hlutskipti á Torfunni heldur en hér.

Krummi krunkar úti.........................


Jólin, jólin, allstaðar......

Ekki eru nú nema u.þ.b. mánuður til jóla og verða þau mætt á svæðið áður en maður getur sagt Geithellnahreppur.

Ég hef heitið sjálfum mér því í mörg ár í röð að "missa" mig ekki í jóladæminu og ég ætla að gera það líka núna, en reyndar hefur árangur af þessu heiti verið frekar misjafn á undanförnum árum.  En nú skal það ganga, það verður ekki "offjárfest" í jólunnum þetta ár það er á hreinu. 

Ekki má samt miskilja mig þannig að ég sé með eitthvað antípat á þessari ágætu hátíð, síður en svo, en það er bara orðið þannig að þetta er eiginlega meiri hátíð verslunareigenda en eitthvað annað, og það er miður.

Reyndar held ég að hátíðinn verði ánægjulegri ef minna er fjárfest því að þá verða áhyggjurnar bara minni af því hvernig á að standa skil á því sem fjárfest er í.  Þetta á að snúast um eitthvað annað en linnuluausar verslunarferðir gjafaflóð og máltíðir sem fara yfir öll mörk velsæmdar í magni og úrvali.

Gleðileg jól


Vandræðagangur

Það er nú alveg merkilegt hvað maður getur orðið háður hlutum, t.d. eins og núna er fartölvan mín í vetrarfríi í Reykjavík, þar sem Jón bróðir ætlar að reyna að hressa eitthvað uppá hana, en hún var farin að verða ansi þreytt eftir linnulitla notlkunn síðustu 3 ára.

Í þessum kosta grip eru nánast öll mín skjól er snerta pólitíkina, björgunarsveitina og bara nánast allt annað sem ég þarf bráðnauðsynlega að komast í þessa daganna.

En hvað um það.  

Var áðan að lesa um prófkjör Framsóknar í NV kjördæmi þar sem sumir flokksmenn hafa á lofti miklar samsæriskenningar um þá kostningu, og telja að brotið hafi verið á sér með samráði, ég veit ekki alveg hvað svona pælingar eiga að fyrirstilla, en þetta virðist vera regla frekar en undantekning þegar prófkjörið fer ekki eins og menn vilja, samanber önnur prófkjör sem í gangi hafa verið.

Það er alveg einkennilegt að geta ekki tekið ósigri með öðrum aðferðum en þessum, það er nú einu sinni þannig, að það er nú ekki á vísan að róa í þessu og ef menn á annaðborð hætta sér í þenna slag þá verða menn að búa sig undir það hlutirnir fari ekki endilega á þann veg sem menn kjósa.

Einn frambjóðandi undanfarinna vikna hefur ekki verið að berja lóminn með þessum hætti og tel ég það gott merki um félagslega þroska sem því miður virðist ekki vera til staðar hjá flokksbróður mínum Kristni H, en  það er Pétur Blöndal.

Hann lenti mun neðar en hann gerði sér vonir um, og mun neðar en hann átti skilið finnst mér.  Ekki það að ég sé altaf samála því sem Pétur heldur á lofti, en hann er þó allavega oftast sjálfum sér samkvæmur og málefnalegur.  Mættu aðrir frambjóðendur í prófkjörum taka hann sér til fyrirmyndar þegar kemur að því að bregðast við úrslitum sem ekki eru eftir þeirra höfði.

Nú fer að líða að því að framboðfrestur á lista Framsóknar í NA kjördæmi sé liðinn og ekki bólar á neinum í þriðja sætið enn, og hef ég orðið töluverðar áhyggjur af því að ekki skuli neinn vera komin til hér enn í höfuðvígi Framsóknar.  Eitthverjir hafa þó verið orðaðir við þriðja sætið og ber þar hæst ritara flokksins, Sæunni.  Ég tel nú reyndar ekki fullreynt ennþá í þessu máli en ég held að það yrði betra ef okkur myndi nú hugnast að setja þarna inn einhvern góðan Austfirðing, frekar en að fara flytja inn aðila utan af landi, með fullri virðingu fyrir Sæunni þó.

Við þurfum á góðum kandidat að halda í þetta sæti, því eins og þróunin virðist vera þá er nú ekki víst að við fáum jafn góðakosningu og síðast, þó að maður voni það að sjálfsögðu.

En þetta fer að skýrast.


Kominn heim í heiðardalinn......

Jæja þá er maður loksins kominn heim.  

Ég lét hugan reika um atburði síðustu tveggja vikna í vélinni á leiðinni heim, og var að rifja þá upp einn af öðrum þegar ég heyrði gamalkunnugt lag í útvarpinu um borð.  Um var að ræða gamalt U2 lag, Unforgetable fire og dró það fram margar gamlar og góðar minningar frá því ég var í heimavist í Bár á Djúpavogi.

Þarna rijfaðist upp viðvarandi sturtu og vatnsleysi á heimavistinni, ekkert bað í viku, þrátt fyrir að spilaður væri fótbolti á hverjum einasta degi á drullugum malarvellinum.    

Þegar frí var gefið í skólanum svo að hægt væri að vinna alla þá þá síld sem barst að landi með gamla Stjörnutindi. 

Þegar það var regla að skólakrakkarnir sem voru að vinna í síldinni voru sendir heim kl 7 en ég gleymdist inní salthúsi og var ekki sendur heim fyrr en kl 2 um nóttina og þurfti að ræsa Röggu heimavistarstjóra til að komast inn. 

Þegar Róbert, Hólmar og Gulli stálu plasthjólinu hans Gunnars Smára og hjóluðu allir 3 á því saman niður Klifið, en enduðu á hausnum vegna þess að hjólið brotnaði í tvent fyrir framan Vegamót. Og svo skömmuðust þeir í Smára fyrir að eiga ekki almenilegt hjól til að stela.

Þegar Hansi kennari barði Eirík með stól svo að hann handlegggsbrotnaði, og svo var Hansi spurður að því daginn eftir, hvort að það væri hægt að "stóla" á það að það yrði leikfimi.

Þegar allir á vistinni voru í sannleikanum og kontór inni í meyjarskemmu (en það var herbergi Lóu, Láru og Helenu alltaf kallað).

Þegar Siggi prestur gaf frí í Enskutíma aðf því að hann varð að fara út og skjóta flækingsfugla.

Og margt margt fleira. 

Þetta voru góðir tímar, engar áhyggjur, fullt af draumum og feikilegt fjör.

Það er merkilegt hvað eitt lítið lag getur kveikt margar minningar.


Er nám vinna eða lístíll???

Jæja þá er búið að troða enn meira inní höfuðið á mér um efnafræði málma og ýmislegt fleira sem tengist málmvinslunni í steypuskálanum.  Nú glittir í endin á þessari Ameríkuhreppsför minni, en við komum til með að halda áleiðis á morgun heim á leið, fljúgum héðan frá Pittsburg um kl 16:00 að staðartíma og fljúgum þaðan til Boston og frá Bostin verður svo flogið heim.

Þetta er nú búið að ver nokkuð lærdómsríkt, mest hefur komið á óvart hvað hér eru allir einstaklega kurteisir (ekki það að ég hafi búist við einhverri ókurteisi) en það er áberandi hjá starfsfólki flugvalla og annarra staða sem við komum á hvað kurteisi er greinilega í hávegum höfð.

Pittsburg kom einnig á óvart, allavega sá partur hennar þar sem við höfum haldið til, það má eiginlega segja að þetta sé risastórt sveitaþorp, hér eru göturnar lagðar milli skógarvaxinna hæða og húsin eru illsjáanleg fyrir skógi og, eins og áður sagði eins og lítil sveitabýli með verslunar og þjónustugötum á milli.

En semsagt á föstudagsmorgun kem ég loksins heim og þetta verður líklega síðasta færsla mín héðan í bili

Adios


Ánægður....

Já nú er ég ánægður með Valgerði (eins og oft áður reyndar) þetta var löngu tímabært að þjóðarmorði Ísraela í Palestínu yrði mótmælt, en það hefur verið í gangi með þegjandi samþykki alþjóðasamfélagsins síðastliðin 40 ár eða meir.

Nú er mál að linni þó að ég telji líkurnar því miður ekki miklar.

Og ég kaupi ekki skýringar sendiherrans, sagan í gegnum tíðina sýnir að "mistök" hafa nú yfirleitt ekki stjórnað mannfalli í Palestínu.

 


mbl.is Sendiherrann segir Ísraela ekki ráðast vísvitandi á óbreytta borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukning á vegafé

Tölfæðin talar sínu máli, það þarf að stórauka vegabætur á aðalakstursleiðum úti á landi með skipulegum hætti.  Fjarlægja hættulegustu og umferðarþyngstu kaflana fyrst og það sem allra fyrst.

Þetta á að vera forgangsmál á næstu árum, en ekki á næstu áratugum eins og stefnan virðist vera núna.

Og hana nú!!!!!


mbl.is Fleiri banaslys úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djö..... Helv.... Andsk.....

Þráðlausa net drasl á þessum hótelum alltaf hreint.  Ég var búinn að setja hér prýðisgóða sögu af viðburðum dagsins og ætliða að vista hana þegar allt datt út.

En það þýðir ekki að gráta Björn bónda......

Ég er semsagt lentur í Pittsburg, stálborginni og á næstu dögum á að nema málmfræði, þ.e. hegðun málma í vinnslu og í bland við hvorn annan. (eða eitthvað í þá veru)

Það verður eflaust nokkuð fróðlegt og það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.  En einnig glittir í heimför en það verður farið heimleiðis á fimtudag, löng ferð senn á enda runnin...

Í dag flugum við um þvera Ameríku frá Seattle til Cincinatty og þaðan hingað uppeftir.  Þetta tók að sjálfsögðu allan dagin og við lentum ekki hér á hótelinu fyrr en um miðnætti.  Reyndar var þetta einn besti ferðadagurinn hingað til ekki neinar tafir, týndur farangur eða týndir meðlimir úr hópnum og flugvélarnar með besta móti, en þær hafa nú ekki verið mjög rúmgóðar fram að þessu.

Ég set meira inn á morgun 

Góða nótt (eða góðan dag)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband