Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Merkilegur andskoti......

Setti inná bloggsíðun mína fyrir nokkru tengil sem gerir mér kleyft að fylgjast með umferð inná hana, og margt merkilegt hefur dúkkað upp eftir að ég gerði það.

Til dæmis þá hefur síðan fengið heimsóknir frá 19 þjóðlöndum: Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Ungverjalandi, Kanada, Bandaríkunum, Svíðþjóð, Litháen, Írak, Suður Afríku, Rúmeníu, Þýskalandi, Spáni, Portúgal, Kína, Japan, Belgíu og Ítalíu.

Alveg stórmerkilegur andskoti

En misjafnt er þó hversu lengi viðkomandi heimsækja síðuna, eða allt frá 1 sek uppí 16 mínútur, og meðaltalið er rétt um 2 mínútur.

Það er gaman til þess að vita að einhver skuli nenna að eyða hér heilu korteri, þó að það sé ekki algengt, og vonandi hafði viðkomandi eitthvað gaman af.


Rafmagnsleysi...

Hvað myndi gerast ef að allt stór-Hafnarfjarðarsvæðið yrði rafmagnslaust í heila viku eða meir??

Horfði á þátt á Discovery Channel þar sem sagt var frá miklu frostregni sem sleit allar rafmagnslínur til Montreal nema eina.  Það þarf ekki að fara neitt vandlega yfir það hvað það þýddi fyrir þessa miljónaborg í Kanada. 

Við erum orðin svo háð tækni til að draga fram lífið, að það liggur við að rafmagn sé okkur mikilvægara en matur, og að missa rafmagn í meira en einn til tvo daga, er eitthvað sem flestum þykir frekar óskemmtileg tilhugsun.

Ég man eftir því þegar ég var krakki heima á Djúpavogi, að það varð stundum rafmagnslaust, en í minningunni flylgdi því lítið vesen, en það skýrist kanski af því að maður var nú varla stiginn úr bleyjunni.   Ef ég man rétt þá varð einu sinni rafmagnslaust á Djúpavogi í tvær vikur yfir jól þegar spennustöð Rarik brann.  (vinsamlegast leiðréttið mig ef ég fer með ragnt mál)

Getur einhver sem er á svipuðu reki og ég, og hefur aldrei upplifað rafmagnsleysi af neinu tagi ímyndað sér Jól án rafmagns????  Ég á allavega í vanræðum með það!!

Nei bara svona vangaveltur.........


mbl.is Öllum hefur verið bjargað úr skíðalyftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband