Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Það er nú fleira sem þarf að skoða....

Við strandveiðarnar.  T.d. eru smábátasjómenn sem eru að leigja frá sér kvóta á sama tíma og þeir stunda strandveiðar, fyrir það þarf að girða, ef að þetta á að snúast um nýliðun og atvinnufrelsi.

Það er því miður staðreynd að stæðstur hluti þeirra sem stunda þetta, eru aðilar sem búnir eru að selja kvótan sinn einu sinni eða jafnvel tvisvar, og í raun lítið hægt að segja við því, þar sem þeir ágætu menn fóru að lögum.  Hinsvegar á skilyrðislaust að girða fyrir þá gloppu að hægt sé að leigja frá sér kvóta á sama tíma og strandveiðarnar eru stundaðar.  Einnig eiga kvótaeigendur ekki að vera gjaldgengir í þetta nem kvóti þeirra sé undir ákveðnum mörkum og búið að veiða hann allan.

Því miður þá er nú með strandveiðarnar eins og með títt nefnda fyrningarleið Vg og Samf. að ekki er búið að hanna kerfi ðog skoða það almenilega þegar því er hleypt af stokkunum og því er þetta eins og þetta er hálfkarað klúður..

 


mbl.is Ójafnvægi á milli strandveiðisvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband