Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Jólahvað....

Hef verið með eindæmum latur að blogga að undanförnu, það hefur verið unnið alla daga og sumar nætur og því ekki mikill tími aflögu í fánýti eins og þetta blogg.

En engu að síður þá vil ég óska ykkur gleðilegra jóla kæru vinir og hafið þið það sem allra best yfir hátíðarnar..

Gleðileg Jól öll.


Ekki í fyrsta skipti...

Sem eitthvað er rannsakað sem er almennt vitað.  Reyndar er nú þannig málum háttað í dag að ef það er ekki staðfest með "vísindalegum" rannsóknum, þá er það ekki bara rétt, en það sem hefur verið vitað og á allra vitorði í gegnum árin einskis virði, nema að baki liggi þesslags rannsókn.

Þreyta dregur úr afköstum, hvort sem er um að ræða andlegum eða líkamlegum.....


mbl.is Nætursvefn gefur hærri einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf er gott...

Að koma heim á klakan þegar maður er búinn að vera fjarverandi í einhvern tíma.  Ferðalagið frá Trois Rivieres til Reyðarfjarðar tekur slétta 24 tíma sem er eiginlega fullmikið í einni lotu, en það er samt í lagi því að það er gott að komast heim.

Reyndar voru kveðjurnar sem við fengum frá vetri konungi í kaldari kantinum þegar lent var á Egilsstaðaflugvelli,  kaldi og hundslappadrífa.

Þeir 6 kátu Kanadamenn sem voru að koma á skerið í fyrsta skipti og verða hér næstu vikur, leist ekki á blikuna og fyrsta spurningin sem kom frá þeim var hvoert að þetta væri týpískt veður.  Ekki sagði ég nú svo vera, en sagði þeim jafnframt að það myndi vera betra veður niðri á Reyðarfirði, sem stóð heima, þar var alveg ágætis veður í dag.

Enn það er gott að vera komin heim....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband