Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Ég er hugsi...

Yfir því hvernig við smölum fólki í hópa...

Hvernig gjörðir eins verða gjörðir fjöldans...

Hvernig skrifuð orð eins verða orð fjöldans...

Hvernig ræða eins verður ræða fjöldans.....

Hvernig fordómar eins verða fordómar fjöldans.... 

Við skrifum, við ræðum, við gerum, við dæmum.....

Múslima, kristna, Framsóknarmenn, Vinstri Græna, alla aðra stjórnmálamenn, lögreglumenn, kennara, presta, sjómenn, útgerðarmenn, Jón, Gunnu, Siggu og Palla, konur og karla... Bara alla sem við viljum án þess að hugsa eða skoða..  

Getur verið að þetta sé svona einfalt...?

Að það sé nóg að bera starfsheiti eða aðhyllast pólitíska skoðun eða bara tilheyra öðru hvoru kyninu og þá er bara klárt mál hver þú ert og hvað þú segir, hugsar gerir og vilt...? 

Mikið væri nú lífið einfalt.. Ef allar ömmur, afar og mömmur væru eins... Og það að vinna við skurðgröft gerði þig nákvæmlega eins og alla hina 1.432.- gröfumenn landsins.. Ykkar uppáhaldsmatur og lífssýn væri akkúrat hin sama....

Nei kannski væri lífið ekki einfaldara... Við erum nefnilega svo smá.. Bara rétt liðlega þrjúhundruðþúsund hræður.. Lengst norður í ballarhafi...

Hvað myndu grannar okkar segja...?

Ha...? Íslendingar...?

Eru þeir ekki allir eins..?

Búa í snjóhúsum, éta rotnandi hákarl, drekka brennivín og sofa hjá frænkum og frændum sínum..

Nei sem betur fer erum við ekki öll eins né með sömu skoðanir...

Sem betur fer..... 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband