Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Vinur litla mannsins......

Eða hvað??

Jóhanna Sigurðardóttir bar þennan titil einhverntíman fyrir margt löngu síðan, en ekki finnst mér fara eins mikið fyrir því nú.  Eitt af hennar fyrstu embættisverkum var að minka möguleika þeirra sem minna hafa á milli handana, og þeirra sem fjárfesta í sínum fyrstu húsakynnum til að fjármagna sín húsakaup.

Lánshlutfall íbúðalánasjóðs var lækkað úr 90% niður í 80% en engu að síður er hámarksupphæð lána 18 miljónir.   Ef þetta er skoðað þá sér það hver maður sem vill að þessi breyting kemur langverst niður á þeim sem eru tekjulægri eða eiga ekki eldri íbúð til að fjármagna útborgun.

Ef ég ætla mér að kaupa íbúð sem kostar 20 miljónir (sem þykir ekki dýrt á fasteignamarkaði í dag) þá þarf ég nú að fjármagna 4 miljónir annarstaðar en hjá íbúðalánasjóði, í stað tveggja miljóna áður.  Það þýðir að ég þarf að taka mér lán hjá öðrum bankastofnunum sem yfirleitt eru dýrari og erfiðari til afborgunar.

Ef íbúðin kostar aftur a móti 30 miljónir (sem er líklega heldur nær raunveruleikanum en 20miljónir) þá breytir þetta mig akkúrat engu því að mín hámarkstala verður aldrei meiri en 18 miljónir.

Hverjum kemur þetta fyrst og fremst niður á ???  Landsbyggðinni og efnaminna fólki.

Húrra fyrir Jafnaðarstefnu Jóhönnu og Samfylkingarinnar........


Hefði ekki trúað því....

Að ég myndi ekki nenna að keyra eitthvað.   Enn þannig hefur málið verið vaxið af minni hálfu í gegnum tíðina að ef eitthvað hefur verið hægt að keyra þá er ég alltaf til. 

En nú bar svo við að ég hreinlega nennti ekki að keyra vestur á Gufuskála til að sinna unglingunum mínum og tók því flug til Reykjavíkur og mun ég keyra þaðan til móts við þennan hóp af frábærum krökkum sem eru framtíð Björgunarsveitarinnar hér á Reyðarfirði.

En það er kannski ekki svo skrítið að maður sé seinþreyttur til aksturs akkúrat núna þar sem ég hef ásamt fleirum félögum í Ársól lagt að baki um 3000 km í hálendisverkefni SL á undanförnum dögum.

Síðustu dagar eru búnir að vera hreint út sagt frábærir, fyrst 5 dagar á fjöllum með félögum mínum úr Ársól, síðan aðrir 5 með fjölskyldu og vinum, fyrst í bústað og svo á tjaldferðarlagi, og þrátt fyrir að allt þetta hafi verið virkilega gaman þá var nú voðalega gott að koma loksins heim eftir þennan mega rúnt.

En nú er stefnan tekin á Gufuskála þar sem að Landsmót unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landabjargar fer fram í ár og mun það eflaust vera mjög gaman að taka þátt í því.  Ársól er þar með 13 krakka sem eru klár í allt sem að fyrir þau verður lagt, og að öðrum ólöstuðum þá held ég að þessi hópur verði algerlega til fyrirmyndar á allan hátt.

En senn fer þessum dögum ferðalaga og sælu að ljúka, því að nú fer að koma að því að maður þarf að fara að mæta til vinnu, en áður en það gerist mun ég fara í Skrúð til veiða á nokkrum lundum með veiðimanni af guðs náð Henning Aðalmundssyni og verður það eflaust grenjandi snilld að venju.

 Sí jú aránd..........


Senn brestur á......

Sumarfríið, en fyrstu vikuna af því ætla ég að halda á fjöll með öðrum meðlimum Björgunarsveitarinnar Ársól á Reyðarfirði, nánar tiltekið á Fjallabak syðra, og vera þar til aðstoðar ferðamönnum ef skyldi þurfa.  Við fórum í fyrra og það var einstaklega gaman, en þá vorum við norðan Vatnajökuls og fórum víða, en nú vildum við breyta til og kanna ókunnar slóðir suðurlandsins.

Annars hefur lítið verið í gangi undanfarið nema vinnan og því er kærkomið að komast aðeins í frí.  Reyndar er nýja vaktakerfið að sanna sig nú þegar, en þó að vinnudagarnir séu lengri  þá á móti býður kerfið uppá það að hægt sé að nota þá parta vaktahringsins sem er hvað lengstur til að horfa eitthvað í kringum sig og fara á fjöll, ýmist akandi eða gangandi.

Hef reyndar aðeins verið að dunda mér við að uppfæra myndasíðuna eilítið, setti inn myndir frá fermingu dóttur minnar og frá opnunarhátíð Alcoa Fjarðaáls sem var núna 9 júní síðastliðinn, en myndirnar eru hvorki margar né merkilegar, þar sem að við í Ársól ásamt fleiri sveitum hér fyrir austan sáum um gæslu á svæðinu.

Einnig var ég að reyna að virkja nýjan og skemmtilegan möguleika í þessu myndaalbúmi, en hann felst í því að þú getur sett inn með myndunum staðsetningu á tökustað og síðan er hægt að fletta því upp á Google earth hvar myndirnar eru teknar.  Bráðsnjallt, sérstaklega þegar um landslagsmyndir og þessháttar er að ræða.

Hilsen.......


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband