Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Kosningar

Nú fer að líða að því að það verði komin mynd á lista flokkana fyrir næstu alþingiskosningar, og það verður gaman að fyrlgjast með því hvernig þetta raðast niður.

Reyndar eru fjölmennustu kjördæmin fyrst og hafa auglýsingar frambjóðanda í prófkjörum víða um land verið nokkuð áberandi að undanförnu.  Ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvað svona lagað kostar og hver borgar eiginlega brúsan!!  Hvað kostar t.d. heilsíðuaugýsing í Mogganum??  Eru það ekki einhverjir tugir eða hundruðir þúsunda?? 

Er ekki spurning um það að þegar svona lagað er í gangi að allt sé á yfirborðinu hvað varðar styrki og sporslur og kostnað??  Mér finnst það.

Hvernig er hægt að réttlæta kostnað uppá fleiri miljónir við það eitt að ná sæti á lista einhvers framboð í einhverju kjördæmi hér á klakanum, hvernig geta menn varið svona lagað. Er þetta ekki komið út yfir öll velsæmismörk?

Það hefur nú oft verið gagnrýnt þegar flokkarnir standa í sinni kosningabaráttu hversu miklum fjármunum hefur verið varið í baráttuna, en ég held að þetta sé ennþá alvarlegra, því að tengsl við einstaklings eru, hlutarins eðli samkvæmt, mun nánari og styttri heldur en þegar heill flokkur er studdur og að ég tali nú ekki um það ef að sú stefna er viðhöfð hjá þeim sem styrkir að styðja alla flokka jafnt eins og dæmi eru sum að fyrirtæki geri.

Mér finnst þetta vera slæm þróunn, en kanski er ekki svo gott að eiga við þetta, í svona upplýsingavæddu þjóðfélagi eins og okkar.

En engu að síður er gaman að fylgjast með þessum fyrstu kosningaskjálftum.

 


Steypa

Jæja loksins byrjuðum við af einhverju vit á húsinu okkar (Björgunarsveitin Ársól) en fyrsta steypan var steypt um helgina.  Þetta er langþráður áfangi og við hefðum átt að vera löngu búnir að þessu, en svona er þetta bara, það er ekki alltaf tími til að gera allt sem maður vildi.

Það að við skildum ná þessum áfanga er fyrst og fremst að þakka ofvirkni þeirra feðga Vilbergs og Inga Lárs, en Vilbergur var víst orðin eitthvað þreittur á seinaganginum í okkur og tók því af skarið og réðst á þetta verk og við hinir fylgdum í kjölfarið. 

En loksins er það farið af stað.

 En í nýju vinnuni er allt frekar í rólegri kantinum, maður er að reyna að tileinka sér nýja þekkingu, mest hefur það farið fram með lestri og fyrirlestrum, og ég verð að segja það, að það er nú ekki akkúrat mitt að sitja 8 tíma á dag og lesa eða hlusta á fyrirlestra.  En svona verður þetta bara til að byrja með.

Reyndar fékk ég í dag ferðaáætlun yfir það hvernig næstu tveimur vikum verður varið, og það verður ansi mikil yfirferð því að við heimsækjum, að mig minnir 6 borgir um öll Bandaríkin á þessum tveimur vikum, og verður það sértök upplifun fyrir sveitamannin Eið sem ekki hefur komið nema tvisar áður út fyrir landsteinana, (Ef Papey, Vestmannaeyjar og Skrúður eru ekki talin með).

Ég ætla að reyna að halda hér dagbók yfir ferðalagið þegar að því kemur en það verður lagt í hann á sunnudaginn kemur.

Sí jú aránd


Afhverju eru menn hissa????

Það var gert töluvert úr því í Íslandi í dag á Stöð 2 að það "virðist allt stefna í það að álverið verði mannað Íslendingum" !

Afhverju eru menn svona hissa á því??  Hefur starfskraftur íslenskra álvera ekki verið nokkuð stabíll hingað til?  Hafa þessir vinnustaðir ekki bara svipaða möguleika uppá að bjóða og önnur fyrirtæki hér á skerinu?  Eða bara jafnvel meiri??

Tökum mig sem dæmi, ég er nú ekki með langan starfsferil að baki en samt er ég búinn að prufa ýmislegt, en miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið síðustu daga eru síst minni möguleikar á því að vaxa og dafna í starfi á þessum nýja vinnustað.  Ég vann rúm fimm ár í fiski, og ég held að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel.  Ekki voru möguleikarnir miklir þar á því að bæta sig eða eflast í starfi og það endaði með því að maður leitaði annað.  Ég vann hjá flutningafyrirtæki í 2 ár þar var það sama uppi á teningnum ekki var gert ráð fyrir því að menn ynnu sig upp heldur átti hver bara að sinna sínu og láta það gott heita.

Ég hef síðastliðin fimm ár verið í vinnu hjá mjög öflugu fyrirtæki í framleiðslu og markaðssetningu, og hafði mjög gaman af, en þar vantaði þetta element að maður gæti vaxið og dafnað, kanski var það vegna þess að möguleikarnir á því að vinna sig upp eru minni þegar maður er einn á sínu svæði og því fór sem fór.

Á þessum nýja vinnustað er unnið markvist að því að menn eflist og vaxi sem starfsmenn, allavega er það yfirlýst starfsmannastefna fyrirtækisins.  Mannssálin er einfaldlega þannig að hún þarf á því að halda að fá tilbreytingu og fjölbreytileika.  Ef að það gengur eftir sem okkur þessum nýju starfsmönnum hefur verið tjáð þá verður þetta alveg magnaður vinnustaður, með nóg af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum til að leysa og það er einfaldlega það sem margir þurfa á að halda til að vera ánægðir í sinni vinnu.

Nú ef það kemur svo í ljós (sem ég hef ekki trú á) að þetta reynist ekki rétt þá getur maður bara alltaf hætt og snúið sér að öðru

Ég er þess fullviss að það eru spennandi tímar framundan.


Höllin

Ég fór í Fjarðabyggðarhöllina í dag til að spila fótbolta.  Búinn að bíða eftir þessu nokkuð lengi en tækifærið hefur ekki gefist fyrr en nú.  Reyndar hefðu mátt vera fleiri því við vorum bara 6 en það verða eflaust fleiri þegar fram í sækir.

Þarna spiluðum við knattspyrnu í góða klukkustund, og höfðum feikilega gaman af, þetta er óviðjafnanlegar aðstæður það er á hreinu.  Við "gömlu kallarnir" sem munum eftir því hvernig var að leika á möl við afspyrnu misjafnar aðstæður, bæði á æfingum og í leikjum kunnum svo sannarlega að met aðstæður sem þessar, þetta eru eiginlega jafnmikil viðbrygði og þegar þökurnar voru lagðar á mölina heima á Djúpa á sínum tíma.

Þegar grasið kom þurfti maður ekki lengur búnt af plástrum og sáraumbúðum eftir hvern leik, skórnir fóru langt með að duga sumarið í staðinn fyrir 3 vikur og meiðsl og tognanir urðu ekki daglegt brauð.

Reyndar þurfa menn að venjast þessu gerfigrasi því að það er ekki eins og að spila á grasi, það er stamara og veitir meiri fyrirstöðu og því þurfa menn að fara varlega í fyrstu á meðan menn venjast því hvernig er að spila á gerfigrasinu.

Enn engu að síðiur þá eru þetta frábærar aðstæður og ég mun reyna að spila þarna reglulega í framtíðinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband