Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Hmmmm...

Myndi þetta ekki samkvæt kenningunum dýpka kreppuna...?? Þ.e. hugmyndir stuttbuxnadeildarinnar um aðferðir við sparnað í ríkisrekstri... ?? Hvað vinna margir hjá Ruv, og er samkeppniseftirlitið ekki nauðsynlegt (ég held að það ætti frekar efla það en hitt)

Og loka á nýsköpun, iðnaðarrannsóknir og allt hitt...

Eru drengirnir gegnir af göflunum... ??

 


mbl.is SUS svekkt út í þingmenn Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir...

Samningurinn... ??  

Hann bannar veiðar á og afurðir úr, dýrum sem í útrýmingar hættu eru...

Er langreið í útrýmingarhættu eða hrefnan..?? Spyr sá sem ekki veit...

Ég held að kolmunni sé í meiri útrýmingarhættu heldur en margir hvalastofnar.

Skynsamleg nýting hvalastofna er sjálfsagt mál....


mbl.is Skilyrði að Íslendingar hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú...

Einu sinni svo að landsþing eða aðalfundir eru æðsta vald í málefnum félagasamtaka og stjórnmálaflokka, það er tíundað í lögum allra flokka að ég held.

Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn lentu í því að sterkir leiðtogar fórum með flokkinn í hvaða átt sem þeim þóknaðist og við grasrótin dönsuðum með altof lengi og nú hefa menn verið að súpa seyðið af því undanfarin misseri.  Seyðið er beiskt og það virðist vera alveg sama hvernig tekið er til, aðeins handfylli af fólki vill sjá þá tiltekt vegna fyrri "afreka" flokksforustunar.

Nú eru VG að lenda í því sama, Steingrímmur er með sína eigin stefnu sem gengur þvert á samþykktir flokksins, í það minnsta að hluta og VG eða í það minnsta meirihluti þeirra dansar eftir strengjum formannsins.  Ég vona að VG hafi meira bein í nefinu heldur en við Framsóknarmenn höfðum á sínum tíma og sendi skýr skilaboð til Steingríms á næsta landsþingi sínu og setji hann af, það er nauðsynlegt ef þau vilja lífi halda.

Ég vildi sjá samflokksfólk mitt á þingi taka sig til og bjóða Lilju sæti í þingflokki Framsóknar, en eins og hún hefur talað þá sýnist mér að hún eigi ágæta samleið með okkur...


mbl.is „Innan múra valdsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er allur sannleikurinn.....

Hagsmunasamtök heimilanna lögðu fram tillögur sínar um efnahagsaðgerð til leiðréttingar á skuldum heimilanna strax í janúar 2009. Núverandi tillögur að þjóðarsátt eru byggðar á þeim tillögum. Í grunninn hafa tillögurnar ekki breyst vegna þess að þær hafa staðist tímans tönn og í reynd hefur sýnt sig að varnaðarorð HH áttu við rök að styðjast.

Megin markmið aðgerða eru tvö:

Upprisa efnahagslífs og réttlæti/sanngirni.Staðreyndir:Fasteignamarkaðurinn er enn botnfrosinn, neysla dregst enn saman, raunskatttekjur og velta samfélagsins hafa dregist saman (6,8% samdráttur 2009). Atvinnuleysi eykst og vel menntað og hæft fólk flytur úr landi (atgerfisflótti). Samdrátturinn er mun meiri en hann þyrfti að vera. Eina ástæðan fyrir því að dregið hefur lítillega úr atvinnuleysi á tímabili er útflutningur vinnuafls (megin útflutningsvara íslendinga nú um stundir að því er virðist).

Spurt er, hvað kostar?

Hagsmunasamtök heimilana spyrja á móti hvað kostar að fara ekki í þær aðgerðir sem samtökin leggja til. Sú spurning er mun mikilvægari og nú höfum við hluta sönnunargagnanna fyrir augunum. Hafa þarf í huga að ásetningur kerfisins er að láta heimilin greiða kostnað af óráðsíu banka og slæmri efnahagsstjórn. Kostnaðurinn er því lántaka fasteignalána að óbreyttu og HH hefur bent á að sá reikningur sé ekki bara óréttlátur heldur einnig óskynsamlegur. Sá reikningur kemur í ýmsum formum margfaldur til baka á ríkissjóð, fjármálafyrirtæki og samfélagið allt.

Við höfum nú aðeins séð rétt í toppinn á þeim borgunarísjaka (gæti farið yfir 1.000 mja, þ.a. 500 mja. færsla eigna frá heimilum til fjármálastofnana til að bæta þeim eigin afglöp samkvæmt grein Agnars Jón Ágústssonar, 73.000 heimili eignalaus 2011).Kr. 12 til 16 milljarðar á ári er allt og sumtAlmenningur er hvað eftir annað hræddur með óskiljanlega háum grilljörðum og trilljörðum.

Setjum tölurnar nú í vitrænt samhengi. Í séráliti fulltrúa HH í svonefndum sérfræðingahóp forsætisráðherra, er gefið dæmi um uppsetningu á afskriftareikning sem mundi bera leiðréttinguna. Við útfærum þetta dæmi Marinós G Njálssonar úr sérálitinu með rauntölum frá sérfræðingahópnum.Gefum okkur að tillögur HH séu virkjaðar óbreyttar með afskriftareikning til 25 ára með 5% vöxtum að þá lítur dæmið svona út í þús. milljóna (takið eftir árlegum greiðslum):Óbreytt leiðréttingartillaga HH : kr. 182,7 mja (léttir á 72.672 heimilum): Ef hugmynd MGN um þak á leiðréttingu út frá tekjum er notuð: kr. 139,6 mja (léttir á ca. 54.000 heimilum):Sé þetta reiknað samkvæmt tillögu MGN með tekju og/eða eignatengingu (þeir sem eiga miklar nettó eignir og eru tekjuháir í einu eða öðru formi fengju minni leiðréttingu og margir enga þ.e. þeir sem eru með húsnæðislán upp á punt eins og MGN orðaði það).

Útkoman er þá svona:Þetta væru sem sagt ekki nema rúmir kr. 12 mja árið 2011 þ.e. en því væri hægt að skipta milli aðila hrunsins. Á móti þessum greiðslum inn á afskriftareikning koma betri almennar innheimtur, afþýðing fasteignamarkaðar, meiri velta og þar með skattar í ríkiskassann, meiri framleiðni, lækkun vaxtabóta, minna atvinnuleysi, færri gjaldþrota heimili, viðsnúningur brottflutnings, meiri kaupmáttur, hækkun greiðslna í lífeyrissjóði og heilbrigðari viðskipti við bankana.

Aðrar afurðir væru öryggi, stöðugleiki, bjartsýni og betri almenn heilsa heimilanna, minna álag en ella á heilbrigðiskerfið auk meðbyrs til stjórnvalda. Ríkissjóður fengi myndarlegann tekjuauka á sama tíma en það mundi auðvelda honum að hjálpa t.d. Seðlabankanum og Sparisjóðunum að takast á við þeirra hlið málsins.

Verða heimilin með í endurreisninni?

Með lækkun höfuðstóls fasteignalána er markmiðið að heimilin nái fótfestu með hvað þau skulda og að dragi úr yfirveðsetningu. Yfirveðsetning og óvissa með framtíðina eru helstu ástæður þess að fasteignamarkaðurinn er dauður. Væntanlegir kaupendur halda að sér höndum því þeir hafa trú á að verð fasteigna hafi ekki náð botni. Framboð á lánsfé og vaxtastig hafa þarna einnig nokkur áhrif. Megin veltan á fasteignamarkaði almennt er fólk sem er að stækka við sig, minnka við sig eða færa sig um set á einhvern hátt.

Að óbreyttu er útlit fyrir að lánveitendur fasteignalána yfirtaki mikið af eignum á næstu árum. Eignirnar fara væntanlega á markað og setja aukin þunga á fasteignaverð niðurávið. Þetta er ekki alslæmt fyrir þá sem eiga ekki fasteignir fyrir, svo framarlega sem þeir eiga fyrir útborgun, hafa lánstraust og vinnu og eru tilbúnir að greiða þá vexti sem eru í boði. Þeim fækkar þó óðum í yfirstandandi samdrætti.

Hver er ávinningurinn?

Meiri ráðstöfunarfé heimilanna gerir margt fyrir marga. Hagfræðingar hafa fært rök fyrir því að aukinn kaupmáttur í lægri tekjuenda millistéttarinnar hefur jákvæðust áhrif á eftirspurn í hagkerfinu. Hagkerfið þarf á meiri veltu að halda, sérstaklega í þjónustugreinunum. Leiða má getur að því að þjónustugreinarnar séu komnar töluvert undir eðlilegt jafnvægisástand vegna stöðugs samdráttar í eftirspurn. Vísbendingar um þetta má finna í hagtölum Hagstofunnar um gjaldþrot í þessum greinum. Hvernig sem menn skipta árlegum endurgreiðslum 12 til 16 milljarða stökkbreytts hluta íbúðalána á milli ríkissjóðs, banka og lífeyrissjóða er alveg ljóst að heimilin geta ekki greitt þennan reikning nema með sambærilegum samdrætti veltu og eftirspurnar í hagkerfinu.

Ráðamenn þurfa aðeins að líta á hagtölur síðustu tveggja ára til að sjá hvaða áhrif það hefur að fjármálastofnanir sogi til sín allt fjármagn. Menn gleyma því stundum að gjaldmiðillinn er til þess upp fundinn að láta verðmæti og verðmætasköpun flæða í hagkerfinu. Ekki ósvipað og blóðið hefur það hlutverk að láta orku og næringu flæða um líkamann. Hefti menn flæði fjármuna eða safna þeim of mikið eða þynna út dregur úr flutning næringar frá líffærum til vöðva, heila og vefja samfélagsins og þar með getu þess til að láta til sín taka.

Mikilvægi réttlætis

Hornsteinn tillagna HH er um réttlæti. Lántökum finnst afar óréttlátt að vera ætlað að bæta einir upp geigvænlegt aulatap lífeyrissjóða svo ekki sé minnst á fjármögnun eigin fés kennitöluflakkandi banka. Tillögurnar leggja út frá sameiginlegri ábyrgð þ.e. af um 30% hækkun verðbóta verði rétt rúmum helming skilað til heimilanna. Lagt er til að fórnarlömb stökkbreyttra íbúðalána (lögheimila) sitji við sama borð með því að taka stöðuna 1. janúar 2008 og reikna lánin frá þeim degi með 4% þaki á verðbætur en gengisbundnu lánin verði einnig með verðbótum og þaki frá þeim degi.

Verðbólga er nú vel undir 4% og því engar fjármálastofnanir að tapa neinu af því þaki á næstu árum á meðan fjármálakerfið heldur sér á mottunni í útlánum (fylgni óhóflegra útlána og verðbólgu er margreynd bæði hérlendis og annarstaðar).Án réttlætis verða lántakar um langa framtíð í mótþróa við allt sem bankar, lífeyrissjóðir og ríkisstjórn leggja til. Sárindin yfir óréttlætinu éta okkur að innan, við viljum síður leggja okkur fram, við verðum veikari, við látum í besta falli draga okkur áfram eða leggjumst í andóf. Við flytjum úr landi, við vantreystum samborgurum okkar, mörg okkar verða óvirk.

Tilfinningin er lamandi tilfinning um tilgangsleysi. Tilfinningin er sambærileg við afleiðingar innbrots og þjófnaðar en það sem verra er að þjófarnir ætlast til að þú vinnir í tugi ára upp í það sem þeir náðu ekki í fyrstu umferð. Skuldaþrældómur. Hversu margir munu kjósa frelsið með einum eða öðrum hætti vitum við ekki. Þó má reikna með að ofangreindar tilfinningar leiði til minni virðingar, glæpa og almennrar hnignunar samfélagsins. Kostnaður okkar allra af þeim völdum er ómælanlegur.

Réttlæti er samfélaginu afar dýrmætt.

 Skjaldborgin

Allt tal um aðstoð við þá verst settu hefur verði afsökun fyrir að gera helst ekkert. Það eina sem gert er fyrir þá “verst settu” er að þeir eru leiddir í gegn um eignahreinsun og síðan skammtað skít úr hnefa í tvö til þrjú ár. Kröfum fjármálafyrirtækja hefur verið svarað umsvifalaust með lagasetningu og öðrum aðgerðum þeim í hag.

Seðlabankinn og FME eru eins og gæsamömmur með ungahóp einkarekinna fjármálafyrirtækja. Í stað þess að veita þessum fyrirtækjum aðhald eru þau vernduð með umönnun sem óvitar væru. Forsætisráðherra hefur nefnt Hagsmunasamök heimilanna á nafn í viðtölum, nú síðast í viðtali við Stöð tvö daginn eftir að skýrsla sérfræðingahóps var birt. Forsætisráðherra hrósar samtökunum og nefnir að áhugi sé á áframhaldandi samvinnu við samtökin. Ekkert alvöru samráð hefur verið haft við samtökin þrátt fyrir eindregna ósk stjórnar HH þess efnis, nú síðast með bréfi frá formanni stjórnar til forsætisráðherra 16. nóvember sl. (sjá heimasíðu HH www.heimilin.is).

Kjarni málsins varðandi kostnað

Eins og áður segir þyrftu fjármálastofnanir að gefa eftir árlega 12 til 16 milljarða í heild í nokkur ár og síðar lækka þessar árlegu afskriftir. HH hefur jafnvel gert ráð fyrir vöxtum inn í þessum tölum.

Mönnum er tíðrætt um að einhver þurfi að borga.

Spurt er hver á að borga? Borga hvað? Ránsfeng markaðsmisnotkunar og fjársvikastarfsemi? Eiga fórnarlömb slíks að greiða gerendunum? Halda menn að með því að skipta um kennitölu á bönkunum séu syndir þeirra fyrirgefnar? Með því að rétta nýjum eigendum pappírana sé enginn glæpur til lengur? Sannleikurinn er sá að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru ofur sanngjarnar og halla töluvert á heimilin ef eitthvað er. Óbreytt stefna mun skaða heimilin og samfélagið í heild. Atvinnulífið þarf á eftirspurn heimilanna að halda og heimilin byggja velferð sína og öryggi á öflugu atvinnulífi, ábyrgri fjármálastarfsemi og áreiðanlegri opinberri þjónustu. Ætli menn að endurreisa traust og trú heimilanna á framtíðina þurfa þeir að skoða tillögur samtakanna af alvöru án undanbragða.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband