Færsluflokkur: Ferðalög

Snilld... Snilld gargandi snilld...

Fórum nokkrir félagarnir á fjöll í gær á nokkrum sleðum, til að nota nú síðasta snjóinn.  Hitin var nálægt 20° og sólin skein í heiði, þannig að þetta var alveg hreint snilldardagur.

Ferðinni var heitið með dyggri leiðsögn Kjartans í Áreyjum, eins og hann er oft kallaður, fyrst á Kistufell og þaðan á Hádegisfjall.

Ég tók eitthvað af myndum en hefði átt að taka meira, en stundum gleymir maður sér bara við aksturinn því það er svo agalega gaman.

Smellti inn myndum af þessu á vefalbúmið mitt:

Sleðaferð á Kistufell og Hádegisfjall

Á ferð um....

Hálendi íslands í góðra vina hópi, fátt er skemmtilegra en það.  Við fórum í ferð í sumar á vegum Slysavarnarfélagsins í Hálendiðsverkefninu, sem nú hefur verið í gangi tvö sumur í röð.

Þessi vika var algjör snilld og ef ég mætti ráða þá færi sumarið allt í svona rúnt, en því miður þá er það ekki mögulegt og þessi vika verður að duga.  Nú er bata spurningin hvert verður farið næst, en hvert sem það verður, þá er ég þess fullviss um að það verður tær snilld.

Ég setti slatta af myndum inní albúmið sem sýna hálendið á þessu svæði aðeins í mýflugumynd miðað við að upplifa það á eigin skinni.

Það er einnig mjög sniðugt að fara inn í albúmið og nýta þann möguleika að opna það í Google Earth og sjá hvar myndirnar eru teknar nákvæmlega.

Njótið!!


Alltaf er gott...

Að koma heim á klakan þegar maður er búinn að vera fjarverandi í einhvern tíma.  Ferðalagið frá Trois Rivieres til Reyðarfjarðar tekur slétta 24 tíma sem er eiginlega fullmikið í einni lotu, en það er samt í lagi því að það er gott að komast heim.

Reyndar voru kveðjurnar sem við fengum frá vetri konungi í kaldari kantinum þegar lent var á Egilsstaðaflugvelli,  kaldi og hundslappadrífa.

Þeir 6 kátu Kanadamenn sem voru að koma á skerið í fyrsta skipti og verða hér næstu vikur, leist ekki á blikuna og fyrsta spurningin sem kom frá þeim var hvoert að þetta væri týpískt veður.  Ekki sagði ég nú svo vera, en sagði þeim jafnframt að það myndi vera betra veður niðri á Reyðarfirði, sem stóð heima, þar var alveg ágætis veður í dag.

Enn það er gott að vera komin heim....


Engar myndir....

En smávegis texti...

Ég var að fara gera mig kláran í það að setja hér inn einhverjar myndir, en þá uppgvötvaði ég að ég varekki með snúru til að ná þeim útúr minniágætu myndavél, og verður það því að bíða enn um sinn.

Veðrið hefur breyst nú er 4 stiga frost og það moksnjóar, svo að það verður gríðarlega fróðlegt að keyra suðureftir eftur ef svona snjóar áfram, því að það sem að bílaleigur í Montreal kalla heilsársdekk eru heima á skerinu léleg sumardekk.  En það er rétt að örvænta ekki, því að ég held að helmingurinn af saltforða heimshafana verði til hér,  þegar vegagerðin sú Kanadíska hálkuver þjóvegi þá sem hér eru.

Næst verðu beðið um fjórhjóladrifsbíll en ekki bara tekin sú Harlemtýpa af bíl sem í boði er hvert sinn.

En dagurinn í dag er búinn að vera fróðlegur, nú veit maður hversu mikið okkar tæki og tól hafa þróast í gegnum tíðna því að þetta álver er með 55 ára gömlum kerskálum og 40 ára gamalli víravél.  Víravélin er reyndar töluvert endurnýjuð og það er margt líkt en engu að síður margt mun betra í okkar vél.... huh en ekki hvað... allt glænýtt!!

En nóg hamrað í bili....

 


On the road again...

Jæja þá er það Kanda einu sini enn, en í þetta skiptið verður það bara stutt, eða ein vika.  Reyndar verður þetta min lengra fyrir samferarfélaga mína í þetta sinn, en þeir verða hér í fjórar vikur fara óg fara svo heim í þrjár og út aftur í átta.

Þetta er reyndar töluvert öðruvisi núna hitinn meðal annars en í vetur voru gráðurnar -20 en nú eru þær +28...  sem mér finnst reyndar fullheitt, en hvað getur maður gert annað en að sætta sig við það.

Fyrstu tveir dagarnir fóru í það að skoða álverið í Deschaumbault, en næstu dagar fara í skoðun á Rod mill í ABI álverinu sem er rétt hér hjá Three Rivers þar sem við erum nú og verðum á meðan dvölinni stendur.  Það verður mjög spennandi verkefni að takast á við Víravélina góðu og koma henni í gagnið heima á skerinu, og ekki veitir af smá þjálfun áður en því verður startað.

Jamm svo er nú það...


Í Kína eru borðaðir hundar.....

Gamla settið er í Kína núna,  að spóka sig í tveggja vikna löngu páskafrí. 

Ég vaknaði upp við það eina nóttina að ég fékk skilaboð, og stökk á síman, því að ég bjóst við að nú væri einhver týndur,  fastur eða í einhverskonar vandræðum þar sem að sérfræðikunnáttu minnar sem björgunarsveitarmanns þyrfti til að leysa málin.   En nei,  á skjánum stóð: Búinn að fara á múrinn, er að fara til Xian að skoða Terragottaherinn.........

Ég gat ekki með nokkru móti breytt þessum skilaboðum hans föðurs míns í neinskonar björgunaraðgerð og fór því bara að sofa aftur....

Önnur mun undarlegri skilaboð fékk ég svo nóttina eftir, frá betri helmingnum af gamla settinu, en á skjánum stóð einfaldlega: Vá vá vá....

Ekki veit ég hvað það var svona flott sem mútta sá og varð greinilega að deila með syni sínum hið snarasta, en ég fæ eflaust að sjá myndir af því þegar þau koma heim næstu helgi.

En skyldu þau vera búinn að fá sér hund?????

 


Veit ekki.............

Hvern andskotan ég á að skrifa......  En þá er kanski best að sleppa því bara.

En... Þetta er eiginlega orðin skylda, svona eins og að vakna á hverjum morgni.... nei kanski ekki alveg en þó....

Helvítis vitleysa er þetta drengur, þú ert greinilega búinn að fá nóg af útlegð......

Hey þarna kom það, ég er farin að sakna:

  • Heimahaganna allverulega.
  • Þess að vera heima hjá fjölskyldunni.
  • Þess að mæta í dósatalningu og kjaftsöguskipti á mánudagskvöldum úti í Þórðarbúð.
  • Þess að fá 4 tegundir af veðri á dag, en ekki bara eina tegund á 2 vikum.
  • Þess að geta ekki talað nema við einn aðila á mínu ástkæra ylhýra nema í gegnum síma.
  • Þess að takast á við hormónaflæði eldri barnana og velvirkni örverpisins.
  • Þess að sofa í mínu eigin rúmi við hliðina á konunni minni.
  • Rífast....... Nei, rökræða við vel valda vini um bæjarmálin í Fjarðabyggð.
  • Þess að blóta verðlagi á áfengi, og flestum öðrum vörum.
  • Þess að hitta gamla settið og heyra í þeim.
  • Jeppans míns og rúnts inná Svínadal.
  • Þess að fara á Kaffi reyk með strákunum og fá mér einn, tvo, þrjá eða fjóra kalda.
  • Og alls hins líka sem ég nenni ekki að setja hér inn....

En þessi námsferð er senn á enda, og leiðin liggur heim á föstudaginn á skerið sem ég elska svo mjög, og það verður ánægjuleg heimkoma það er ég viss um.

Það verður svona á svipuðum nótu og þegar ég kom úr mínum fyrsta víking, en þá lá leið mín um lendur Dana og Norðmanna í blíðskaparveðri, með fyrirtaks ferðafélögum.  Ekki var þetta ferðalag nema ein vika, og ég skemmti mér vel, en það var bara æðislegt að koma með Grænlandsflugi til höfuðstaðar norðurlands og lenda þar í rigningu og 5 stiga hita.....  

Ekki upplifðu ferðafélagar mínir þennan fögnuð og veðrinu var blótað hraustlega af þeim þremur i kór.

En þeim fækkar dögunum.......

 


Það er hlýrra í kvöld..........

.....heldur en var í morgun, alveg heilum 8° á celsíus, sem þýðir að nú er 19 stiga frost.  Reyndar skiptir það okkur ekki svo miklumáli, það er jú víst einhver hiti í umferð í svona týpísku álveri, og ferðin frá vinnustaðnum að hótelinu er stutt og því tekur það fljótt af.  En ef maður þarf að ganga hér um eða labba eftir eins og einum bjór, þá frjósa fljótlega af manni eyrun.....  Og þar sem maður reyndi nú að pakka létt þá er engin húfa eða þykk úlpa með í för, né heldur föðurland eða hlýir skór.

Hef ekki fylgst neitt gríðarlega mikið með fréttum að heiman, mér skilst að það séu vandræði með ráðningu slökkvistjóra í Fjarðabyggð og að bæjarráð hafi falið Guðmundi Sigfúsyni (Mumma) yfirstjórn liðsins í eitt ár til bráðabyrgða.   Mér finnst þetta eiginlega hálf undarlegt í ljósi þess að það hafur verið talað um það margoft í bæjarbatteríinu að það sé heldur mikið á könnu umhverfissviðsins, og þá er lausnin að bæta aðeins meiru við.....  Nú ég ekki skilja, eins og einhverjir hefðu sagt.....

Þó er það ánægjulegt að sjá að vinna við Aðalskipulagið er komin á flug, verst er að missa af því, og einnig er ég frekar svekktur yfir því að missa af Þorrablótinu, sérstaklega þar sem það verður haldið í íþróttahúsinu, eitthvað sem ég vildi gera fyrir 3 árum síðan þegar ég var í nefnd, því að Félagslundur var þá þegar orðin alltof lítill.......  Ég vona bara að það fari vel um sveitunga mína og að þeir skemmti sér vel.

Einnig er eg gríðarlega ánægður með félaga mína hjá Ársól, en þeir standa sig vel strákarnir, langt komnir með að reisa grindina af viðbyggingunni við Þóraðarbúð en það er eitthvað sem ég hefðði viljað taka þátt í.  Maður verður bara að vera þeim mun duglegri þegar heim er komið, það þarf til dæmis að fara í feita fjáröflun til að smíða peninga til að hægt sé að borga herlegheitin.....

Sí jú aránd


Hey...

Hvað er það fyrsta sem ykkur dettur í hug þegar minst er á Kanada?????

 Svari nú hver fyrir sig....


Á hraðri uppleið.....

Ég sé að heimsóknir hjá mér í dag eru mun fleiri en vant er, það er líklega vegna þess að Helgi Seljan fyrrum sveitungi minn og samferðamaður um Skandinavíu, minntist aðeins á bloggið hjá mér og ferðalag okkar um Noreg og Danmörku fyrir, um 4 árum síðan.

Það var reyndar helvíti gott ferðalag og það var mín fyrsta ferð út fyrir landssteinana ef Papey og Skrúður eru ekki talin með.  Það alveg með ólíkindum hvað tímin flýgur og hlutirnir breytast.

Það vantar þó eitthvað uppá kvitteríð, en það gerir svo sem ekkert til.

Hér í hinu frönskumælandi Kanada er veðrið að verða eðlilegt, en þegar við komum var rigning og 4° hiti.  Nú er hinsvegar komið 11° frost, og mér skilst að miðað við eðlilegt árferði sé það í hlýrri kantinum.  Okkur var allavega drullukalt inni í kerskála kl 6 í morgun, þegar við vorum þar að fylgjast með því hvernig þeir ganga frá næturvaktinni iog undirbúa dagvaktina.  Okkur hlýnaði nú samt all snarlega þegar við fórum í steypuskálan, þar sem nóg var af afgangshita.

Eini gallinn á þessu ferðalagi núna er það hvað það dimmir snemma, því að þegar við erum búnir á daginn, um svona 5 þá er komið rökkur og maður getur lítið skoðað.  En það verður nú kanski gert eitthvað í því á sunnudaginn en þá er frí og ég vona bara að veðrið verði jafngott og það var í dag, en það var blankalogn og sól.

Kveð að sinni...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband