Færsluflokkur: Ferðalög
8.1.2007 | 23:46
Ansi skrambi furðulegt.............
Að horfa á Ice T leika í Law and Order á Frönsku, já á frönsku. Ég hélt að talsetning væri ekki til nem í nokkrum Evrópulöndum, en I was dead wrong.....
Hér er allt á frönsku og stöðumælavörðurinn sem ætlaði að sekta mig í morgunn í Montreal gat ekki gert sig skiljanlegan á hinu móðurmálinu sínu, þótt að líf hennar lægi við, og ég var að hugsa um að svara henni bara á vel kjarnyrtri íslensku, en hætti snarlega við það þegar hún ákvað að sekta ekki þessi tvö útlendingsgrey sem kunnu ekki að lesa skilti á frönsku sem bönnuðu bifreiðarstöður.
Annars skilst mér á þeim sem hér búa og ég skil, að hér sé í gangi svona tungumálaþrjóska, og að margir geti vel talað ensku jafnvel og breskir yfirstéttaraðalsmenn, en geri það bara helst ekki. Ekki gat þessi viðmælandi minn útskýrt hversvegna þetta er svona, hann sagðist ekki skilja það því að hann sjálfur talar ensku og frönsku bara eftir því sem við á.
Mér skilst að svona tungumálaþrjóska sé landlæg í Þýskalandi og Frakklandi, en ég hef ekki kynnst því af eigin raun því þessi lönd hef ég ekki heimsótt. Mikið finnst mér þó sú þrjóska skiljanlegri þar sem að þessi lönd hafa bara eitt opinbert móðurmál og þessar þjóðir telja sig þurfa að verjast áhrifum Engilsaxneskunar með öllum tiltækum ráðum.
Við Íslendingar erum svo sem ekki alveg lausir við svona málverndarstefnu, en þetta virðist nú ganga ágætlega hjá okkur þrátt fyrir að ekki sé allt sjónvarpsefni talsett hjá okkur. Það væri þó skemmtileg tilhugsun að horfa/hlusta á t.d. Forest Gump talsetta á áskæra ylhýra. Siggi Sigurjóns myndi þá kanski túlka Forest sjálfan og Örn Árna yrði Bubba.
Það væri nú eitthvað öðruvísi allavega.......
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2006 | 11:18
Uppfærsla.....
Ég var að skrifa smá grein í fréttabréf Fjarðaáls sem er sent á öll E-mil hér á svæðinu og ákvað í leiðinni að yfirfara hversu ógurlega mikið ferðalag þetta var hjá okkur, og hér má sjá niðurstöður frá þeirri uppærslu.
Þetta eru flugleiðirnar og kílómetratalan var 20.550. km í loftinu....... Og borgirnar voru eftirtaldar í þeirri röð sem við flugum til eða frá þeim:
Egilsstaðir - Keflavík - Baltimore - Charlotte - Charlstone - Charlotte - Cincinatty - Austin - Salt Lake City - Seattle - Wenatchee - Seattle - Cincinatty - Pittsburg - Minneappolis - Keflavík - Egilstaðir.
16 flug á 13 dögum, og samt voru 5 dagar þar sem ekkert var flogið......
Ja mikið helv......
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2006 | 05:07
Er nám vinna eða lístíll???
Jæja þá er búið að troða enn meira inní höfuðið á mér um efnafræði málma og ýmislegt fleira sem tengist málmvinslunni í steypuskálanum. Nú glittir í endin á þessari Ameríkuhreppsför minni, en við komum til með að halda áleiðis á morgun heim á leið, fljúgum héðan frá Pittsburg um kl 16:00 að staðartíma og fljúgum þaðan til Boston og frá Bostin verður svo flogið heim.
Þetta er nú búið að ver nokkuð lærdómsríkt, mest hefur komið á óvart hvað hér eru allir einstaklega kurteisir (ekki það að ég hafi búist við einhverri ókurteisi) en það er áberandi hjá starfsfólki flugvalla og annarra staða sem við komum á hvað kurteisi er greinilega í hávegum höfð.
Pittsburg kom einnig á óvart, allavega sá partur hennar þar sem við höfum haldið til, það má eiginlega segja að þetta sé risastórt sveitaþorp, hér eru göturnar lagðar milli skógarvaxinna hæða og húsin eru illsjáanleg fyrir skógi og, eins og áður sagði eins og lítil sveitabýli með verslunar og þjónustugötum á milli.
En semsagt á föstudagsmorgun kem ég loksins heim og þetta verður líklega síðasta færsla mín héðan í bili
Adios
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2006 | 06:13
Djö..... Helv.... Andsk.....
Þráðlausa net drasl á þessum hótelum alltaf hreint. Ég var búinn að setja hér prýðisgóða sögu af viðburðum dagsins og ætliða að vista hana þegar allt datt út.
En það þýðir ekki að gráta Björn bónda......
Ég er semsagt lentur í Pittsburg, stálborginni og á næstu dögum á að nema málmfræði, þ.e. hegðun málma í vinnslu og í bland við hvorn annan. (eða eitthvað í þá veru)
Það verður eflaust nokkuð fróðlegt og það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. En einnig glittir í heimför en það verður farið heimleiðis á fimtudag, löng ferð senn á enda runnin...
Í dag flugum við um þvera Ameríku frá Seattle til Cincinatty og þaðan hingað uppeftir. Þetta tók að sjálfsögðu allan dagin og við lentum ekki hér á hótelinu fyrr en um miðnætti. Reyndar var þetta einn besti ferðadagurinn hingað til ekki neinar tafir, týndur farangur eða týndir meðlimir úr hópnum og flugvélarnar með besta móti, en þær hafa nú ekki verið mjög rúmgóðar fram að þessu.
Ég set meira inn á morgun
Góða nótt (eða góðan dag)
Ferðalög | Breytt 16.11.2006 kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2006 | 02:23
Jæja.....
Smástund er nú liðin síðan ég páraði eitthvað hér inn, en það hefur einfaldlega vantað orku til að klára það þar til nú.
Síðast vorum við í Texas þar sem steikurnar voru á stærð við lambalæri og engi leið að innbyrða það allt saman, en þaðan var haldið áleiðis til Wenatchy í Wasingtonfylki en þar rekur Alcoa eitt álverið enn.
Lagt var í hann frá Austin um kl 16:oo og þaðan var flogið til Salt Lake City, en þar var stoppað stutt, og farið í næstu flugvél sem átti að fara með okkur til Seattle, en eitthvað bilaði í þeirri vél þannig að við þurftum að lenda aftur og bíða meðan flugvirkjar athuguðu vandan og bætt var elsdsneyti og þetta þyddi um klst í bið. Því næst var lennt í Seattle, en vegna tafarinnar þurftum við að hlaupa í spretti í gegnum alla flugstöðvarbygginguna og rétt náðum vélinni til Wenatchy, en hún beið meira að segja eftir okkur í enar 15 mínútur til að þetta gengi, en að sjálfsögðu varð farangurinn okkar eftir í Seattle.
Þegar við lentum í Wenatchy var klukkan að verða 12 á miðnætti að staðartíma en þá höfðum við verið á ferðinni síðan kl 16:00 og það gerir 10 klst því að tímamunurinn er 2 klst. Það var mjög gott að skríða inn upp í rúm og sofna eftir þennan langa dag.
Wenatchy er vinalegur lítill bær um 300 km fyrir austan Seattle en í þessum dal búa um 50.000 manns og aðalatvinna þeirra er ræktun ávaxta og álvinnsla. Þarna kíktum við á enn eitt álverið og aíðan var flogið til Seattle þar sem við erum nú og loksins slökum við aðeins á ekki veitti af eftir allt þetta ferðalag. Fórum öll saman út að borða í gærkveldi, og slökuðum á en það var nú ekki farið út á lífið því að allir voru líklega of þreyttir til þess.
Í dag rölti ég hér um miðbæ Seattle og skoðaði hann í rólegheitum, verslaði pínulítið og slakaði á, og það var mjög ærkomið
Sí jú arond
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2006 | 05:57
Eitt stykki dauð belja....
Í dag var aldrei þessu vant ekkert flogið og ég er á sama staðnum 2 nætur í röð. Við byrjuðum daginn á morgunmat eins og lög gera ráð fyrir, og síðan var rennt til Rockdale til að skoða.. já einmitt steypuskála. Eiddum deginum í það ásamt því að fara yfir mögulega byrjunarörðugleika í okkar tækjum, sem sett verða upp í okkar skála, en þarna hafa starfsmenn aðiens meiri reynslu en við, ehh það er að segja við höfum enga og þeir ca 50 ár.
En þegar því var lokið var farið út að borða á veitingastað sem var nú frekar sjoppulegur, en maður minn hvað maturinn var góður, og steikurnar voru svona, ja hvað skal segja ca hálf belja eða heil eftir því hvarsu svangur þú varst. Og fljótt frá sagt þá var engin leið að klára eitt stykki steik af stærri gerðinni
En það er rétt sem sagt er, eki panta stórt af nienu í Ameríku því að það er RISASTÓRT!!!!!!
Ég veit að það hefur verið kvartað yfir myndaskorti en ég hef nú ekki tekið mikið af myndum (enda lítið annað séð nema innviði álvera og flugstöðvarbygginga) en um leið og eitthvað kemur af myndum set ég þær inn
Sjú
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2006 | 06:40
Langur dagur...
Staður: Best Western Taylor Inn, Austin Texas Kl: 00:00 að staðartíma (06:00 á Rfj)
Jæja, þá er þessi dagur á enda runinn og allt gekk vel í dag. (do you belive it...)
Fór á fætur kl 5 í morgun og beint á flugvöllin í Baltimore, því að ég átti flug kl 7 og manni er víst ráðlagt að vera mættur tveimur tímum fyrir brottför í innanlandsflug hér, en 3 tímum fyrir brottför í millilandaflug. Öryggisgæslan er ansi mikil en lengi má illu venjast svo gott þyki.
Flugið til Charlotte var frekar stutt (1 klst) og stutt var í tengiflugið til Charleston svo að ekki var miklum tíma eytt á þeim flugvelli, og var ég lentur í Charleston um kl 11:00. Þegar þar var lent bjallaði ég í Ormarr og bað um að ég yrði sóttur, en hann bað mig um það á móti að ég fyndi töskurnar þeirra, en þær urðu víst viðskila við hópin, rétt eins og ég. Ég fann allar töskurnar og þegar Francis Caroll, einn af mínum vinnufélögum frá Kanada kom til að sækja mig var ég klár með farangur minn og annarra.
Það rigndi, hellirigndi gersamlega, þegar ég kom til Charlotte en hitin var um 21° og manni fannst þetta eiginlega eins og að stökkva í sturtu, maður er nú eiginlega ekki vanur að rigningin sé svona hlý.
Næst var keyrt til Mount Pleasent álversins þar sem ég snæddi frekar sjoppulegan hádegismat og skoðaði steypuskálan, en það var í fyrsta skipti sem ég sé innviði steypuskála, með eigin augum. En þarna var stoppað frekar stutt (hjá mér) því að við þurftum að vera mætt út á völl kl 17:30 til að tékka okkur í flug til Cincinnati Ohio og þaðan áfram til Austin Texas.
Þetta gekk allt eins og það átti að ganga og ég setti meira að segja töskuna mína í farangurstékk þrátt fyrir slæma reynslu af því, en viti menn allt skilaði þetta sér á réttan stað á réttum tíma.
Á mogun förum við til Rockdale til að skoða meira af steypuskálum.
Hilsen...
Já þarna var ég víst allstaðar í dag......
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2006 | 03:05
Þrautarganga sveitarmanns......
Staður: Four Points Sheradon Hótelið í Baltimore. Kl: 22:00 að staðartíma (03:00 daginn eftir á Rfj)
Þetta er hætt að vera fyndið!!!! Það er alveg með ólíkindum hvað ég er pollrólegur núna, þrátt fyrir það að ég hafi orðið viðskila við alla félagana og misst af tengifluginu til Charlotte. Og allt af því að reglur um handfarangur breyttust og einhverjir helv..... Svíar létu bíða eftir sér á Keflavíkurflugvelli. Nei það er nú ekki einleikið hvað þetta ferðalag er farið að verða, ja eigum við að segja, eftirminnilegt.
Ég ákvað það nefnilega þegar við tékkuðum okkur inn að setja ferðatöskuna með í farangur en ekki í handfarangur eins og áður hafði verið ákveðið, til að losna við þetta bévítans plastpokavesen í inntékkinu. En viti menn ekki nein þörf fyrir plastpoka sögðu hliðverðir flugvallarins og brostu sínu breiðasta. En ég var nú svosem ekkert að svekkja mig á því, það var eiginlega bara fínt að vera með eina tösku í handfarangri í staðinn fyrir tvær, en það var kanski pínu svekkjandi að hafa haft fyrir því að pakka 2 vikna birgðum af fötum í litla tösku sem átti að passa í handfarangur og setja svo töskuna bara í venjulega meðferð, en hvað um það.
Því næst fór ég inní vél og kom mér fyrir (það fór nú ágætlega um mann á buisness class) og beið svo eftir því að vélin færi í loftið, en þá var okkur tilkynnt það af flugstjóra að það væri verið að bíða eftir einhverjum svíum sem væru að koma með flugi frá Stokkhólmi. En maður var nú ekkert að svekkja sig yfir því, enda fegin að vera bara kominn um borð loksins.
þÞegar lent var í Baltimore fór ég ásamt mínum samferðarmönnum í inntékkið (yfirheyrsla um ferðatilgang myndartaka og fingrafarataka) og þaðan var farið til að sækja töskurnar okkar sem ekki voru í handfarangri. Og viti menn ég var svoleyðis laaaaaaaaaannnnnngggggsíðastur til að fá töskuna mína, og akkir félagarnir löngu komnir inní flugstöð til að tékka sig áfram.
Og loksins þegar ég var komin að bás US Airways þá var mér tilkynt það að ég væri of seinn og ég fengi ekki flug fyrr en um morguninn eftir kl 7:00 að staðartíma......... SHITTURINN.........
Ég reyndi nú að þrefa aðeins við manngarminn sem var þarna en ekkert gekk og hann bað mig vinsamlegast um það að koma aftur í fyrramálið, honum varð ekki haggað (örugglega einnaf þessum 200% týpum)
Þannig að nú sit ég hér á áðurnefndu hóteli, eftir að hafa fengið mér lambakjöt að borða (sem var alveg ágætt) og set inn þessa feikilegu ferðasögu ferðalangs..........
Hvað skyldi nú gerast næst..???
P.S. ég er víst hér.....
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2006 | 16:03
On the road again......
Staður: Keflavíkurflugvöllur Kl: 16:00 að staðartíma
Jæja nú erum ég farin af stað aftur eftir einhverjar tafir. Átti reyndar flug kl 13:00 en því var aflýst og því eru ég aftur í biðsal og bíðum eftir því að farið verði í loftið en það á að gerast kl 16:55
Ég held að fólk sem ferðast mikið vegna vinnunar á milli landa hljóti að verða ansi þreytt á svona dögum, eintómar frestanir og aflýsingar. En þetta er nú í ágætis lagi þegar svona dreifarar eins og ég eru á ferðinni, þetta er allt svo glænýtt!
Við sitjum reyndar hér fjögur saman og drepum tíman með því að spila Kana og það er skemmtileg upprifjun frá þeim tíma sem ég vann í Búlandstindi og spilaður var Kani í kaffinu uppá hvern einasta dag með félögum mínum þar. Það er reyndar ekki spilað jafn djarft núna og þá en oft var lagt af stað í Kana á Kongó með 11 í lægstu sögn.
Við komum til með að halda utanum skorið og sjá hver verður Kanameistari ferðarinnar.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2006 | 19:00
Jæja..................
Staður: Park Hótel Reykjavík Kl: 18:55 að staðartíma.
Jæja það er ljóst að ekki verður flogið til Jú Ess Ei í dag og því er búið að "parkera" á Park Inn í Reykjavík, að sinni. Allar líkur eru á því að ekkert verði úr flugi fyrr en seinnipartinn á morgun, en það er ekki einusinni alveg víst því að það verður mikið hringl á fluginu á morgun vegna allra þessara frestanna og aflýsinga í dag.
Það hefði nú bara verið betra að vera heima í gær, skreppa á fjall og myrða nokkra saklausa fugla af kyni hænsna, og eyða svo kveldinu í gær og deginum í dag með fjölskyldunni.
En það verður víst ekki á allt kosið í dag frekar en endranær....
En þegar ég hugsa málið aðeins betur þá hefi ég nú líklega ekki verið heima hjá mér í dag, ef ég hefði verið heima, ég hefði eflaust verið eitthverstaðar úti með félögum mínum í Ársól, að hefta fjúkandi hluti, sjá hér:(http://frontpage.simnet.is/arsol)
Ferðalög | Breytt 6.11.2006 kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)