Jæja.....

Smástund er nú liðin síðan ég páraði eitthvað hér inn, en það hefur einfaldlega vantað orku til að klára það þar til nú.

Síðast vorum við í Texas þar sem steikurnar voru á stærð við lambalæri og engi leið að innbyrða það allt saman, en þaðan var haldið áleiðis til Wenatchy í Wasingtonfylki en þar rekur Alcoa eitt álverið enn.

Lagt var í hann frá Austin um kl 16:oo og þaðan var flogið til Salt Lake City, en þar var stoppað stutt, og farið í næstu flugvél sem átti að fara með okkur til Seattle, en eitthvað bilaði í þeirri vél þannig að við þurftum að lenda aftur og bíða meðan flugvirkjar athuguðu vandan og bætt var elsdsneyti og þetta þyddi um klst í bið. Því næst var lennt í Seattle, en vegna tafarinnar þurftum við að hlaupa í spretti  í gegnum alla flugstöðvarbygginguna og rétt náðum vélinni til Wenatchy, en hún beið meira að segja eftir okkur í enar 15 mínútur til að þetta gengi, en að sjálfsögðu varð farangurinn okkar eftir í Seattle.

Þegar við lentum í Wenatchy var klukkan að verða 12 á miðnætti að staðartíma en þá höfðum við verið á ferðinni síðan kl 16:00 og það gerir 10 klst því að tímamunurinn er 2 klst. Það var mjög gott að skríða inn upp í rúm og sofna eftir þennan langa dag.

Wenatchy er vinalegur lítill bær um 300 km fyrir austan Seattle en í þessum dal búa um 50.000 manns og aðalatvinna þeirra er ræktun ávaxta og álvinnsla.  Þarna kíktum við á enn eitt álverið og aíðan var flogið til Seattle þar sem við erum nú og loksins slökum við aðeins á ekki veitti af eftir allt þetta ferðalag.  Fórum öll saman út að borða í gærkveldi, og slökuðum á en það var nú ekki farið út á lífið því að allir voru líklega of þreyttir til þess. 

Í dag rölti ég hér um miðbæ Seattle og skoðaði hann í rólegheitum, verslaði pínulítið og slakaði á, og það var mjög ærkomið

Sí jú arond


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiminn, þetta er ekkert nema flugvélar og þeirra byggingar! Liggur við að það sé minna um að álver séu skoðuð :) Þú ert þá amk. sterkur inn ef vantar í Leifstöð!

En heljarinnar fjör er þetta nú samt "lesist" mér og snilld að sjá svona mikið af bandaríkjamönnum! Verst að þú ferð ekkert inní land til að sjá mestu "hillýbillana"!

Hafðu það gott, kv. Harpa.

Harpa (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 12:51

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hér er drengurin búinn að fara:

[img]http://jonr.light.is/tmp/gcmap.gif[/img]

Jón Ragnarsson, 12.11.2006 kl. 15:27

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

http://jonr.light.is/tmp/gcmap.gif

Jón Ragnarsson, 12.11.2006 kl. 15:27

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

[url=http://gc.kls2.com/cgi-bin/gc?PATH=KEF-BWI-CLT-CHS-CVG-AUS-SLC-SEA%0D%0A&RANGE=&PATH-COLOR=red&PATH-UNITS=mi&SPEED-GROUND=&SPEED-UNITS=kts&MARKER=1&RANGE-STYLE=outline&RANGE-COLOR=white&MAP-STYLE=&MAP-CENTER=KEF]Skyldi þetta kort virka?[/url]

Jón Ragnarsson, 12.11.2006 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband