Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Alveg stórmerkilegur andsk......

Nú er vor í lofti og hlýnindi  mikil um allt land, og alveg er stórmerkilegt að það skuli vera nánast uppá sama dag og á síðasta ári en þann 28. apríl í fyrra var ég einmitt að skrifa um það sama, en þá var 19 stiga hiti sól og blíða á Reyðarfirði og ég ekki alveg sáttur við það að vera að vinna inni á kontórnum sem ég var á þá.

Þetta segir mér það að það á eftir að snjóa aftur áður en sumarið kemur og líklega verður það svona í kringum 15 - 25 maí, því að það ver nefnilega þannig í fyrra, en það var norðan stinningskaldi og snjókoma í fyrra í kringum 19-22 maí

Þetta er ekki svartsýni gott fólk heldur einungis raunsæi og reynsla því að ég man eftir eftir svona hlýindiskafla á kverju einasta ári og í kjölfarið kom hret.

En er á meðan er, njótið heil.....


Jibbí jei

Þetta mál er löngu tímabært og ég skil ekki af hverju þetta var ekki komið fyrr.

Nú getamenn farið út að skemmta sér án þess að lykta eins og nýbrunnin tóbaksverksmiðja á eftir.  Ég reyki reyndar sjálfur svona annað slagið og þá einkum þegar ég fer út að skemmta mér en þó að ég þurfi að stíga útfyriri og svæla eina þá tel ég það ekki eftir mér.

Var staddur úti í Kanada í janúar og þar er svona bann við lýði og ekki virtist það nokkrum vandkvæðum bundið að framfylgja þessu, og þrátt fyrir 30 stiga frost þá fór fólk einfaldlega út og reykti ef það vildi og var ekki með neitt múður þessvegna.

Ég á þó von á að það verði eitthvað tuðað hér á skerinu þegar þetta verður tekið upp, allavega er það tilfellið hér á Reyðarfirði á Kaffi Ilm (áður Kaffi Kósý) þar sem nú þegar er bannað að reykja.

Réttur fólks til að anda að sér hreinu lofti er mikilvægari en réttur minn til að menga mig og mitt nánasta umhverfi.


mbl.is 75% landsmanna hlynntir reyklausum veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg....

vinir,  ég á nokkra slíka.

Fyrst þegar ég byrjaði að blogga þá tíndi ég inn fólk sem skrifaði skemmtilega pitla og bauð þeim að gerast mínir bloggvinir, og flestir þáust boðið.

Síðan fór ég að tína inn mína vini og félaga sem hér eru einnig að berja niður lykli, og svo hafa nokkrir sóst eftir því að vera mínir vinir og ég hef jánkað þeim flestum, eftir að hafa lesið þeira skrif og fundist skemtileg...

Þetta ágæta fólk sem ég þekki sumt ekki neitt, nema í gegnum bloggið, dielir ekki alltaf sömu skoðunum og ég á ýmsum hlutum en það geriri ekkert til því að það væri nú lítið gaman af lífinu og tilverunni ef allir væru sammál um alla möguleg og ómögulega hluti.

En nú ber svo við að einn af mínum vinum er týndur, og ég sakna hans töluvert, eða ölluheldur lyklabarningi viðkomandi.

Valaj sem ég bauð að gerast bloggvinur fyrir allnokkru er týnd, og ég velti því fyrir mér hvað hafi orðið um hennar frábæru pistla um lífið og tilveruna.  Ég vil ekki móðga nein eða gera lítið úr neinum, en ég er þeirrar skoðunar að hún er einn besti penni sem hér inni hefur skrifað, hennar pistlar eru vel skrifaðir þankar um málefni líðandi stundar af ýmsu tagi...

Hvar er Vala?


Koma nú......

Ýmis kurl til grafar.

Ef þetta er tilfellið, þá veltir maður því fyrir sér hversu vel fjölmiðalar kanna sínar fréttir áður en þær fara í loftið. 

Ekki það að manni finnist þetta lágar tölur á 10 dögum, en þetta eru umþb 18 manns á dag, og finnst mér það benda til þess að einhverju sé ábótavant í öryggis og heilbrigðismálum þarna í efra, og þurfi skoðunar við.

En rétt er rétt, og það að flytja fréttir af því að 180 manns hafi veikst inni í göngunum vegna ónógar loftræstingar er greinilega ekki rétt og því á ekki að segja frá því eins og gert var.

 


mbl.is Segja að einungis brot af 180 veikindatilfellum tengist mengun í göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í ljósi reynslunar......

Misjafn sauður er í mörgu fé, og það á við um alla hópa þjóðfélagssins.

En ég held nú samt í ljósi reynslunar að það sé fullkomlega eðlilegt að lögreglan sendi út slíka fréttatilkynningu.   Ég var staddur inni í Lindum síðasta sumar þegar lögreglan "fjarlægði" mótmælendur af lokuðu vinnusvæði, "með óþarfa harðræði" svo að orðalag mótmælenda sé notað.  Ég gat ekki séð harðræðið, þar sem mótmælendur settu allt sitt hafurstask á palla á bílum Suðurverks áður en þeir settust sjálfir inní bílana sem svo flutti þá í Egilsstaði.

Það verður að hafa það hugfast að margt af svokölluðum "atvinnu mótmælendum" er fólk sem er algerlega á skjön við það þjóðfélagsskipulag sem við erum öll partur af.  Margt af þessu fólki álýtur að það sé ekki sjálfsagt mál að lög og reglur gildi og fleira í þeim dúr, og það er sannfæring þess að "kerfið" sé vaxið af illum meiði og því eigi að mótæla með öllu tiltækum ráðum, löglegum eða ólöglegum.

Þegar þú viðurkennir ekki ákveðin lög þá að sjálfsögðu telur þú þig ekki vera að brjóta af þér, þó svo að þú brjótir þessi lög eða ljúgir uppá þá sem framfylgja þeim....

Mér er það líka minnisstætt þegar við nokkrir félagar í björgunarsveitinni Ársól komum í Snæfell einmitt á sama tíma og mótmælendur voru þar sem flestir, og hornaugað sem við fengum... Ja við skulum bara segja að við vorum ánægðir að augnaráð drepur ekki.

Við vorum ekki velkomnir, það er alveg á hreinu, og það var haft samband við höfuðstöðvar félagsins og starfsfólk það spurt afhverju við værum að vakta mótmælendur fyrir lögregluna.

Þetta sýnir þá fyrringu sem er í gangi hjá þessu ágæta fólki, ef þú ert í einkennisbúning og á merktum bíl með blá ljós, þá ertu partur af hinu illa lögregluyfirvaldi sem ofsækir "saklausa" mótmælendur.......

Fyrirvari er nauðsynlegur í þessu................ 


mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann á afmæli í dag..........

Hrútavinur númer eitt, á afmæli í dag og vil ég óska Samma vini mínum hjartanlega til hamingju með árin 40.  Ég vil bara minna hann á það að allt er fertugum fært og það á örugglega sérstaklega vel við í hans tilviki því jafn skemmtilagan ofvirkan mann er erfitt að finna.

En það eiga fleiri afmæli í dag, því að í dag er nákvæmlega eitt ár síðan ég byrjaði að varpa hugrenningum mínum um menn og málefni inn á veraldarvefinn í gangum þessa síðu, á þessum tíma hefur mergt drifið á mína daga sem má rekja hér til baka á þessum stað.

Sjálfsagt er það misgáfulegt eins og búast má við en ég vona að um leið og ég hef fengið smá útrás fyrir mínar vangaveltur þá hafi einhverjir haft gang og gaman af.

Á þessu eina ári hefur meðaltlið í heimsókum hjá mér verið um 32 á dag en það er nú ekki mikið miðað við aðra hugrennandi einstaklinga sem hér berja niður lykli, en ég uni glaður við mitt.

Semsagt Samúel fertugur og Hugrenningar ehf 1 árs.

 

 


Samferðamenn eður ei......

Ég eyði líklega of miklum tíma á blogg síðum landans.   Mér finst það reyndar ógurlega gaman að lesa marga af þeim pistlum sem hér eru settir inn og sumir bloggarar eru hreinir snillingar.

Þar sem ég hef töluverðan áhuga á pólitík, þá les ég mikið síður þeirra sem annaðhvort deila þeim áhuga eða eru hreinlega í pólitík, og sérstaklega finnst mér gaman að lesa pistla eftir fólk sem er jafnvel á öndverðum meiði við mig í pólitík.

Ég veit ekki hvað það er en einhvernvegin er alltaf skemmtilegra að lesa það yfir heldur en þá sem eru með svipaðar skoðanir og ég.

Eitt gott skemmtilegt dæmi er Bæjarslúðrið hans Björgvins Vals á Stöðvarfirði.  Þessi ágæti maður sem aldrei talar undir rós hefur oft mjög skemmtilega nálgun á hlutina og þó að við séum ekki endilega sammála um allt þá er nánast undantekningarlaust gaman að renna yfir hans pistla.

Kíkið á þetta hjá honum tengillinn er hér til hliðar.....


Barnabætur....

Ættu að vera eitt af kosningamálunum.  Ég hef áður talað um það að tekjutengingar eigi rétt á sér ef þær eru á vitrænum grunni, en skerðing barnabóta er ekki á vitrænum grunni.

Vitið þið að skerðing byrjar þegar hjón hafa náð 2.231.195.- í tekjur á ársgrundvelli bæði launatekjur og fjármagnstekjur.  Þetta þýðir að laun sem eru yfir 185.932.- á mánuði samanlagt hjá hjónum skerða bæturnar.

185.932.-  Ekki þykir mér það nú vera há mánaðarlaun hjá tveimur einstaklingum eða um rúm 90.000.- á mánuði rétt við skattleysismörk....

Þetta þýðir það að um leið og þú ert farin að þéna yfir skattleysismörkum þá skerðast bætur...  Þessi skerðing´ætti ekki að byrja fyrr en í fyrsta lagi í 3 miljónum, en þá mætti hvor aðili fyrir sig hafa um 125.000.- í laun á mánuði áður en skerðing kemur til og ekki myndi ég vilja halda því fram að það séu há laun heldur, og það ætti kanski að fara alveg í 4 miljónir sem þýddi að laun hvors aðila mættu fara í 166.000.- áður en skerðing kæmi til.

Einstætt foreldri má ekki fara yfir 92.966.- á mánuði þá tekur skerðingin að sneiða af bótunum, og hér ættu sömu reglur að gilda um hækkun viðmiðunarmarka.

Þetta á að endurskoða.............. sem fyrst.........


Ragnar Reykás heilkenni.....

Ég hef oft haft Ragnars Reykárs heilkenni þegar einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur verið annarsvegar, og hef skipt um skoðun fram og til baka.

Ég var á móti einkavæðingu bankanna á sínum tíma, en tel núna að það hafi verið rétt skref, í það minnsta hafa bankarnir styrkst og skila núna meiru í samhítina en þeir gerðu á meðan þeir voru á hendi ríkisvaldsins.

Ég setti stórt spurningarmerki við breytingu á rekstrarfyrirkomulagi Rarik, og það sem virðist vera fyrstu skrefin í því að selja það fyrirtæki, og hefur það nú þegar komið niður á mér og mínum persónulega, því að rafmagnsreikningurinn hefur hækkað töluvert eftir þá breytingu.

En Landsvirkjun á EKKI að einkavæða, það yrði glapræði að setja nánast alla raforkuframleiðslu landsmanna í hendur á einkaaðilum, í því fákeppnisumhverfi sem þar ríkir.  Við höfum fjöldamörg dæmi erlendis frá að slík einkavæðing hefur skilað sér í markföldu raforkuverði til einstaklinga, svo háu að ekki er hægt að verja það á nokkurn hátt að fara þessa leið, alla vega ekki á meðan ekki ríkir raunveruleg samkeppni á raforkumarkaðinum.

Ef Landsvirkjun væri einungis að framleiða hlut af þeirri orku sem við nýtum myndi vera í lagi að skoða málið en það er ekki fyrr en að hlutdeild þeirra yrði komin niðurfyrir 20% eða minna og hin 80% myndu að stærstum hluta vera dreifðir aðilar í virkri samkeppni.

Eflaust segja einhverjir að ekki sé hægt að búa til samkeppni á raforkumarkaðinum á meðan ríkið er alvaldur þar og því eigi að einkavæða, en ég segi á móti, ef að ríkið getur ekki komið á virkri samkeppni þó að það eigi stærsta framleiðandan, hvernig á það að geta það þegar einn framleiðandi sem er nýeinkavæddur ræður yfir stærstum hluta framleiðslunar...

Einnig velti ég því fyrir mér hvernig á að verðleggja skíkt fyrirtæki, eflaust er það ekki auðvelt og mikil hætta á því að það yrði selt of ódýrt eins og tilfellið hefur verið um of mörg ríkisfyrirtæki.  Samningur Landsvirkjunar við Fjarðaál er til dæmis einn og sér miljarða virði.

Hér mun heikenni áðurnefnds Ragnars ekki verða mér til trafala, því að það er bjargföst trú mín að þessi einkavæðing sé EKKI tímabær og öllum hugmyndum um slíkt á að ýta útaf borðinu nú þegar....

Og hananú......


mbl.is Skoðað verði að færa eignarhald á ríkis á orkufyrirtækjum til einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótinn.......

Var að spekulera....  Hvaða byggðir eru best settar hér fyrir austan varðandi kvóta, og hvar hefur hann minnst minkað???

Líklega er Norfjörður þar á meðal ásamt Eskifirði, og Höfn í Hornafirði.

Þessar  byggðir ættu að vera sterkastar hér fyrir austan vegna sterkrar kvótastöðu, en annað er nú raunin.  Áður en ákvörðun var tekin um uppbyggingu stóriðju á Austurlandi þá voru þessir staðir ekkert síður en aðrir í bullandi vörn, fólki fækkaði á þessum stöðum, rétt eins og í fjórðungnum öllum.

Ef rök hörðustu andstæðinga kerfisins eru rétt þá ættu þessir staðir að hafa blómstrað umfram aðra því að ekki var búið að selja þaðan kvótan og því næg atvinna handa öllum.

Nokkrir þættir eru sem valda því að ekki er neitt betra ástand þar sem kvóti er,  umfram aðra staði.

Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað umtalsvert undanfarinn áratug, og dæmi eru um að afköst vinslustöðva hafi tífaldast, en mannaflaþörfin dregist saman um meira en helming á sama tíma.  Störf í vinnslunni eru yfirleitt illa launuð og ungu fólki finnst vinnan ekkki eftirsóknarverð og því vill fólk leyta annað.

Þessi atriði og fleiri valda því að til að blómleg byggð haldist þá er ekki nóg að aflaheimildir séu til staðar heldur þarf fjölbreytni í atvinnulífið og fleiri stoðir til að byggja á.

Þessar stoðir og þessi fjölbreytni eru nú í gangi hér fyrir austan og því er nú orðin viðsnúningur í íbúaþróunn í fjórðungnum, sem betur fer.......


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband