Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
19.4.2007 | 11:16
Sumarið er tíminn..........fyrir 10 miljónum ára
Gleðilegt sumar öll........
Samkvæmt þjóðtrúnni stefir í gott sumar því að vetur og sumar frusu saman. Ekki veit ég hver reynslan hefur verið af þessu í gagnum tíðina, en vonandi reynist þetta rétt.
Reyndar veltir maður því fyrr sér á hverju ári hvurn ands..... forfeður okkar voru að hugsa þegar þeir sttu þennan dag niður á þessum tíma, tíma þar sem allra veðra er von og á tíma þar sem snjókoma og bylur eru mun líklegri heldur en sól og blíða.
Það hlýtur að hafa verið allmikið hlýrra hér á skerinu í tíð Ingólfs og félaga og því hefur þessi tími hentað vel. Það hafa reyndar verið leidd að því rök af mönnum mér mun fróðari að hér hafi verið hlýrra, minnst er á Klofajökul í Landnámu, og telja menn líklegt að þar sé Vatnjökull mættur vannærður af úrkomu og því ekki nem um helmingur þess sem hann nú er.
Einnig er minnst á það í fleiri af okkar merkisfornbókmenntum að bæði gróður hafi verið meiri og jökulvötn minni á miðhálendinu, þar hafi menn fari þvert yfir hálendið á Þingvöll, og væri það erfitt nema kæmi til meiri gróður og minni fallvötn.
En vangaveltur um hlýrra Ísland á tímum landnáms hverfa þó alveg í skuggan af því veðurfari sem hér ríkti fyrir um 10 miljónum ára. Hér uxu risafurur og annar gróður sem finnst núna ekki fyrr en mun sunnar er komið, en talið er að gróðurfar hér hafi verið svipað og það er nú í miðríkjum austurstrandar Bandaríkanna.
Hér hafa fundist steingerðir trjábolir sem eru yfir 1m í þvermál og eitthvað af öðrum steingerfingum sem gefa sterkar vísbbendingar um að hér hafi verið töluvert mikið hlýrra en nú er, og mun hlýrra heldur en var um landnám, og að hér hafi landið verið vaxið skógi frá tindum niður að sjó, og það alvöru timbur á ferðinni ekki einhverjar birkikræklur.
Þá hefði nú verið við hæfi að halda upp á sumardaginn fyrsta í apríl.......
Veðrið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 00:48
Tekjutengingar......
Eiga fyllilega rétt á sér...
Sumri virðst álíta það réttlætismál að afnema með öllu tekjutengingar, að allir sem einn eigi að fá bætur, lífeyrir eða annað í þeim dúr óháð því hver innkoma viðkomandi aðila er.
En er það réttlátt??
Hver er tilgangurinn með grunnlífeyri eða öðrum bótum?? Er það ekki til að tryggja það að allir geti framfleitt sér og sínum?
Ef ég er 71 árs og hef góðar tekjur af vinnu sem ég er í afhverju ætti ég að fá fullar bætur líka?
Þetta er eiginlega frekar spurning hvar skerðingarmörkin liggja, þar er vandamálið. Bætur eiga ekki að skerðast strax við fyrsta 10 þúsund kallinn heldur eiga skerðingarmörk að vera á vitrænum grunni.
Öryrkjar litu á það sem mikin sigur þegar tekjutenging maka var afnumin, og það voru færð rök fyrir því að þetta væri mannréttindarmál. ég get vel skilið þau rök, en ef ég er öryrki með fulla örorku og maki minn er með virkilega góð laun, hver er þá þörfin???
Tekjutengingar eiga fullan rétt á sér, en mörkin verða að vera skynsamleg, ekki alltof lág eins og þau eru í dag......
10.4.2007 | 18:48
Í Kína eru borðaðir hundar.....
Gamla settið er í Kína núna, að spóka sig í tveggja vikna löngu páskafrí.
Ég vaknaði upp við það eina nóttina að ég fékk skilaboð, og stökk á síman, því að ég bjóst við að nú væri einhver týndur, fastur eða í einhverskonar vandræðum þar sem að sérfræðikunnáttu minnar sem björgunarsveitarmanns þyrfti til að leysa málin. En nei, á skjánum stóð: Búinn að fara á múrinn, er að fara til Xian að skoða Terragottaherinn.........
Ég gat ekki með nokkru móti breytt þessum skilaboðum hans föðurs míns í neinskonar björgunaraðgerð og fór því bara að sofa aftur....
Önnur mun undarlegri skilaboð fékk ég svo nóttina eftir, frá betri helmingnum af gamla settinu, en á skjánum stóð einfaldlega: Vá vá vá....
Ekki veit ég hvað það var svona flott sem mútta sá og varð greinilega að deila með syni sínum hið snarasta, en ég fæ eflaust að sjá myndir af því þegar þau koma heim næstu helgi.
En skyldu þau vera búinn að fá sér hund?????
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2007 | 07:48
Vertíð....
Í fyrsta skipti síðan ég hætti að vinna hjá Búlandstindi á Djúpavogi, stefnir í það að maður verði að vinna yfir páskana.
Ég get nú ekki sagt að ég hafi saknað þess að vinna um páska, og man það hvað maður var oft ekki kátur yfir því að þurfa að vinna allan daga nema skírdag og páskadag og allir hinir dagarnir voru undirlagðir í aðgerð eða trillulöndun, eða bæði.
Nú ber svo við að hér er allt á fullu og allt á að fara í gang annan í páskum og því mikið að gera.
Maður gerði sér svo sem grein fyrir því að þegar þetta fyrir tæki réð mig í vinnu að það yrði ekki víst að maður fengi frí yfir hátíðsdaga í framtíðinni, en nú er allt að gerast og mikið fjör í vinnunni.
GLEÐILEGA PÁSKA.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)