Í Kína eru borðaðir hundar.....

Gamla settið er í Kína núna,  að spóka sig í tveggja vikna löngu páskafrí. 

Ég vaknaði upp við það eina nóttina að ég fékk skilaboð, og stökk á síman, því að ég bjóst við að nú væri einhver týndur,  fastur eða í einhverskonar vandræðum þar sem að sérfræðikunnáttu minnar sem björgunarsveitarmanns þyrfti til að leysa málin.   En nei,  á skjánum stóð: Búinn að fara á múrinn, er að fara til Xian að skoða Terragottaherinn.........

Ég gat ekki með nokkru móti breytt þessum skilaboðum hans föðurs míns í neinskonar björgunaraðgerð og fór því bara að sofa aftur....

Önnur mun undarlegri skilaboð fékk ég svo nóttina eftir, frá betri helmingnum af gamla settinu, en á skjánum stóð einfaldlega: Vá vá vá....

Ekki veit ég hvað það var svona flott sem mútta sá og varð greinilega að deila með syni sínum hið snarasta, en ég fæ eflaust að sjá myndir af því þegar þau koma heim næstu helgi.

En skyldu þau vera búinn að fá sér hund?????

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl þið heima  Viðfórum ekki í hundaát, en þeir sem tóku þátt létu vel af. Vá vá vá staðurinn var óviðjafnanlega fallegt landslag í Guilian. Það er ólýsanlegt. Nú erum við stödd í Dalian hjá Gauta og Berglind. Þau tóku sér bæði frí í vinnunni til að þjóna okkur. Á morgun(föstudag)fljúgum við til Peking og hittum félagana úr ferðahópnum. Svo á laugardag verður flogið heim og komið til Keflavíkur um miðnætti. Austur í Bragðavelli á sunnudag og í vinnu ámánudag. Snorkkkkk.. 

Ragnar Eiðsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 08:50

2 Smámynd: Ólafur Valgeirsson

Ja mér þykja Bragðvellingar bregða undir sig skárri löppinni; bara alla leið til Kína. Nú eru þau auðvitað komin heim hjónin og allt fallið í fastar skorður á ný og vonandi hefur tíkin verið í sæmilegum holdum þegar þau komu heim ef svo skyldi vilja til að húsfreyjan hefði eignast ómótstæðilega uppskrift í ferðinni.

Kveðjur.

Óli

Ólafur Valgeirsson, 23.4.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er nú verst að tíkin er heitin og því verður ekki eldað neitt slíkt þar.

Nema ef vera skyldi að hundar af nágrannabæunum fari að hverfa.

Eiður Ragnarsson, 23.4.2007 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband