Færsluflokkur: Veðrið

Hnattræn.....

Hlýnun, eða hvað?? 

Ég er ekki sannfærður um það að það séu einhver aukin hiti í pípunum, allavega ekki í henni Síberíu þessa dagana.......


mbl.is Spáð 55 stiga frosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri gaman...

Að fá svona sumarauka fram í sept jafnvel okt, það hefur gerst áður að sept er hlýr og notalegur, kanski að það verði svo í ár...

Hlýjast á landinu í dag á Kolaleiru við Reyðarfjörð....

http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/austfirdir/


Klofajökull....

Er líklega fornt nafn á Vatnajökli, og telja spekingar að það hafi verið töluvert hlýrra á landámsöld á Íslandi þá, heldur en nú er.

Danskir spekingar eru greinilega sammála þessu.....


mbl.is Ekki verið heitara í Danmörku frá því á víkingaöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg stórmerkilegur andsk......

Nú er vor í lofti og hlýnindi  mikil um allt land, og alveg er stórmerkilegt að það skuli vera nánast uppá sama dag og á síðasta ári en þann 28. apríl í fyrra var ég einmitt að skrifa um það sama, en þá var 19 stiga hiti sól og blíða á Reyðarfirði og ég ekki alveg sáttur við það að vera að vinna inni á kontórnum sem ég var á þá.

Þetta segir mér það að það á eftir að snjóa aftur áður en sumarið kemur og líklega verður það svona í kringum 15 - 25 maí, því að það ver nefnilega þannig í fyrra, en það var norðan stinningskaldi og snjókoma í fyrra í kringum 19-22 maí

Þetta er ekki svartsýni gott fólk heldur einungis raunsæi og reynsla því að ég man eftir eftir svona hlýindiskafla á kverju einasta ári og í kjölfarið kom hret.

En er á meðan er, njótið heil.....


Sumarið er tíminn..........fyrir 10 miljónum ára

Gleðilegt sumar öll........

Samkvæmt þjóðtrúnni stefir í gott sumar því að vetur og sumar frusu saman.  Ekki veit ég hver reynslan hefur verið af þessu í gagnum tíðina, en vonandi reynist þetta rétt.

Reyndar veltir maður því fyrr sér á hverju ári hvurn ands..... forfeður okkar voru að hugsa þegar þeir sttu þennan dag niður á þessum tíma, tíma þar sem allra veðra er von og á tíma þar sem snjókoma og bylur eru mun líklegri heldur en sól og blíða.

Það hlýtur að hafa verið allmikið hlýrra hér á skerinu í tíð Ingólfs og félaga og því hefur þessi tími hentað vel.  Það hafa reyndar verið leidd að því rök af mönnum mér mun fróðari að hér hafi verið hlýrra, minnst er á Klofajökul í Landnámu, og telja menn líklegt að þar sé Vatnjökull mættur vannærður af úrkomu og því ekki nem um helmingur þess sem hann nú er.

Einnig er minnst á það í fleiri af okkar merkisfornbókmenntum að bæði gróður hafi verið meiri og jökulvötn minni á miðhálendinu, þar hafi menn fari þvert yfir hálendið á Þingvöll, og væri það erfitt nema kæmi til meiri gróður og minni fallvötn.

En vangaveltur um hlýrra Ísland á tímum landnáms hverfa þó alveg í skuggan af því veðurfari sem hér ríkti fyrir um 10 miljónum ára.  Hér uxu risafurur og annar gróður sem finnst núna ekki fyrr en mun sunnar er komið, en talið er að gróðurfar hér hafi verið svipað og það er nú í miðríkjum austurstrandar Bandaríkanna.

Hér hafa fundist steingerðir trjábolir sem eru yfir 1m í þvermál og eitthvað af öðrum steingerfingum sem gefa sterkar vísbbendingar um að hér hafi verið töluvert mikið hlýrra en nú er, og mun hlýrra heldur en var um landnám, og að hér hafi landið verið vaxið skógi frá tindum niður að sjó, og það alvöru timbur á ferðinni ekki einhverjar birkikræklur.

Þá hefði nú verið við hæfi að halda upp á sumardaginn fyrsta í apríl.......


Er sumarið búið??

Húmar að hausti

Ég hef verið að velta því fyrir mér í góðviðrinu undanfarna daga hversu mikið væri eftir af sumrinu.  Hitatölurnar sem við höfum verið að sjá hér gefa nú kanski ekki ástæðu til þess en, það er eitthvað sem segir að nú fari eitthvað að breytiast.  Knaski er þetta bara venjuleg íslensk veðursvartsýni, að geta ekki notið góða veðursins öðruvísi en að hafa í leiðinni áhyggjur af því að það sé örugglega alveg að verða búið og að í staðin fáum við slydduél og stinningskalda.

Endemis vitleysa er það nú að njóta ekki á meðan hægt er.

En ég hef líka tekið eftir einu á síðastliðnum árum og það er íslenska birkið sem ekki lætur blekkjast.  sérstaklega á þetta við á vorin, egar allir útlendingarnir (aspir og alaskavíðir og fleiri trjáplöntur) halda að 4 daga sólarkafli með hlýindum í febrúar sé vorið mætt á svæðið til að bræða klakan.  Og allt fer á fullt brum byrjar að myndast og allt virðist ætla að verða fulllaufgað á fyrsta degi Góu en svo skeður það, sólin víkur fyrir frostinu og trén bera þess ekki bætur, nema birkið sem hlær bara að öllu saman og segir " hi hi þetta sagði ég, hér vorar aldrei fyrr en í júní og jafnvel þá er það ekki öruggt."

En ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum eru einfaldar, ég var að keyra í gegnum sjálfsáðan birkiskóg í síðustu viku, og viti menn, laufin á birkinu eru farin að gulna, eða með öðrum orðum það styttist í veturinn gott ´fólk, það er víst betra að hafa vettlingana og húfuna á vísum stað.


Skrifstofufárviðri............

Það hefði átt að loka öllum fyrirtækjum hér á Reyðarfirði í dag vegna veðurs.  Bærðist varla hár á höfði heiskýrt og þegar mest var rúmlega 19 stiga hiti.

Þetta er líklega heitasti dagur í apríl mánuði í áraraðir.  Ég hefði gjarnan kosið að vera bara að slæpast heima við að taka til í garðinum (ekki veitir af) en það er nú einu sinni þannig með þessa blessaða vinnu hún er alltaf að eyðileggja fyrir manni frítímann.  En þó að hitin sé ljúfur þá er ég ekki viss um að ég myndi kæra mig um mjög marga svona daga í röð, en það er bara ég, og ég hef nú oft þótt sérlundaður þegar smekkur á veðri er annarsvegar.

Ég man eftir því þegar ég kom frá Danmörku einu sinni, og var búinn að vera þar og í Noregi í eina viku, í mjög góðu veðri hvað ég var ánægður að lenda á Akureyrarflugvelli í rigningu og 6° hita.  Helgi, Linda og Steinunn sem voru samferða mér sögðu að ég væri kolruglaður, þegar ég tjáði mig um ágæti íslensks veðurfars.

En svona er þetta bara það er misjafnt hvað mönnum finnst.

 Nóg um veðri í bili

Eiður


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband