Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006

Skrifstofufárviðri............

Það hefði átt að loka öllum fyrirtækjum hér á Reyðarfirði í dag vegna veðurs.  Bærðist varla hár á höfði heiskýrt og þegar mest var rúmlega 19 stiga hiti.

Þetta er líklega heitasti dagur í apríl mánuði í áraraðir.  Ég hefði gjarnan kosið að vera bara að slæpast heima við að taka til í garðinum (ekki veitir af) en það er nú einu sinni þannig með þessa blessaða vinnu hún er alltaf að eyðileggja fyrir manni frítímann.  En þó að hitin sé ljúfur þá er ég ekki viss um að ég myndi kæra mig um mjög marga svona daga í röð, en það er bara ég, og ég hef nú oft þótt sérlundaður þegar smekkur á veðri er annarsvegar.

Ég man eftir því þegar ég kom frá Danmörku einu sinni, og var búinn að vera þar og í Noregi í eina viku, í mjög góðu veðri hvað ég var ánægður að lenda á Akureyrarflugvelli í rigningu og 6° hita.  Helgi, Linda og Steinunn sem voru samferða mér sögðu að ég væri kolruglaður, þegar ég tjáði mig um ágæti íslensks veðurfars.

En svona er þetta bara það er misjafnt hvað mönnum finnst.

 Nóg um veðri í bili

Eiður


Úr pólitíkinni

"Ég tel mig vera gott efni í fjölkjarnasamfélag"

"Ef byggðin myndi aldrei stækka þá yrði bara byggt innanbæjar"

"Ég geng ekki örna annarra"

"Þá bíta menn hausinn af nálinni"

"Við verðum að fá ný jarðgöng yfir Oddskarð"

"Menn gera sér enga grein fyrir því hverskonar flöskustútur Oddskarðið er"

 


Bjálkinn í auganu

Fór í kaffi til Samma vinar míns í morgun (eins og ég geri reglulega) og það var spjallað m.a. um þau mál sem á oddinum eru hjá framboðunum.  Skipulagsmálin voru rædd þar í tengslum við þetta en ekki voru menn á eitt sáttir í því að sjálfsögðu.  Nefnd voru dæmi um "klúður meirihlutans" eins og til dæmis BM Vallá og Fjarðabyggðarhöllin.

Rétt þykir mér að benda féllögum mínum í kaffinu á eitt Fjarðabyggðarhöllin var færð vegna vilja fólksins, hugmyndin var að hafa hana út við Teigagerði en eftir að haldin var fundur í Hverfanefnd á Reyðarfirði, þá fanst mönnum að ekki væri vilji til þess hjá íbúum þar og því var fariði í þá skipulagsvinnu sem þurfti til að þetta ágæta hús yrði staðsett við skólan hér á Reyðarfirði.

En þá brá svo við að það var ekki sá staður sem mönnum hugnaðist best, og allt var orðið ómögulegt. 

Nú spyr ég þegar bæjarstjórn er sagt að hoppa hversu oft á að hoppa??? Á að færa 9000m2 mannvirki 3-4 sinnum með tilheyrandi kostnaði og töfum eða verða menn að taka ákvörðun eftir því sem talið er rétt, og standa svo og falla með henni?  Ég er alveg til í að standa eða falla með þessari ákvörðun, það er á hreinu.

Bm Vallá er annað dæmi, hvað ef ekki hefði tekist að finna lóð hér fyrir þá og þeir hefðu farið annað, hvað hefðu menn sagt þá???  Ég er ekki viss um að bæjarstjórn hefði fengið klapp á bakið fyrir að vísa þeim frá af því að þeir gætu gengið illa um, nei það hefði fengið að klingja í okkar eyrum að við værum að vísa frá öflugum fyrirtækum og tækifærum fyrir íbúa sveitarfélagsins.  Og svo auðvitað meigum við ekki gleyma því að þessi úthlutun var til skamms tíma en ekki til frambúðar

Svo má svona í lokin geta þess að flestar ákvarðanir í tengslum við umhverfis og skipulagsmál hafa verið samþykktar með öllum greiddum atkvæðum og því eru þær ekki bara á ábyrgð meirihlutans

kveð að sinni

Eiður


Það er byrjað!!

Baráttan er hafin.

Þáttur NFS frá Fjarðabyggð makaði upphaf  kosningabaráttu hér í Fjarðabyggð.  Reyndar voru nú oddvitarnir allir frekar samstíga í sínum tilsvörum í þeim ágæta þætti en þó held ég að Guðmundur Þorgríms hafi verið einna skýrastur í sínum svörum.

Sjálfstæðismenn ætla greinilega að byggja sína kosningabaráttu á því að neita allri aðild að ákvarðanatökum í sveitarfélaginu síðustu 4 ár, en ef fundargerðir Bæjarstjórnar og Bæjarráðs eru skoðaðar þá er það nú yfirleitt svo að íhaldið tekur fullan þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum sem teknar hafa verið.  Einnig sést að ekki hafur verið mikið um tillöguflutning frá þeirra hálfu og því erfitt að benda á verkin sem eiga að tala.

Biðlistin virðist hafa svipaða taktik á takteinum og síðast, húmorinn er í hávegum hafður, en ég vona bara þeirra vegna að þeim gangi betur að manna nefndirnar heldur en síðustu 4 ár, en það hafa verið starfandi ansi margar 4 manna nefndir hér í Fjarðabyggð.  En auðvitað er það háð því að þeir komi sínum manni að, sem er að sjálfsögðu langt frá því að vera öruggt.

Fjarðalistinn er að spila "Samfylkingartaktik" með því að skella Smára í 4 sæti og það gæti skilað sér, en það gæti reyndar líka virkað öfugt. (það virkaði ekki vel hjá Ingibjörgu frænku) Smári er óumdeildur skörungur en þrátt fyrir það þá er ekki víst að það sópist að þessum lista með hann í 4 sæti, því það eru jú aðrir á listanum en hann.

Við á B-listanum ættum að geta verið nokkuð sátt svona í byrjun, en það er ljóst í mínum huga að það er verk að vinna.  Þessar prósentur eru ekki nog við eigum að eiga meira inni, og við eigum að banka á með 4 mann þ.e. undirritaðann.

Þetta byrjar nú að skýrast og á næstu dögum fara menn á fullt að afla fylgis og við spyrjum að leikslokum.

adios

Eiður


Sú fyrsta af mörgum

Ég er búinn að færa mig, þetta er komið til af því að þessi ágæti vefur hér virðist vera mun einfaldarai í notkun og einnig eru hér hlutir eins og mynda pláss og fleira sem mér hugnast frekar vel.  Ég kem til með að færa af gömlu síðunni efni á ´æstu dögum og einnig setja nýtt efni hér inn.

 En læt þetta gott í bili

 kv

Eiður


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband