Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Því miður....

Þá er það sem gerist yfirleitt við svona aðstæður að menn missa stjórn á sér..  Það er jú bara mannlegt.

Ég held að í hvert sinn sem múgæsing sem þessi myndast þá skaðist málstaður mótmælenda verulega og því þurfi þeir að hugsa sínar aðferðir uppá nýtt, og tryggja með einhverjum hætti að ró haldist.

Setjum okkur bara i spor lögreglunar á svæðinu:

Við stöndum vörðu um Alþingishúsið, reiður hópur mótmælenda lemur potta og pönnur og ber skilti við öxl sem á standa hin ýmsu skilaboð til stjórnvalda.  Ekki er neitt athugavert við það.

Síðan líður dágóð stund og mótmælendur fara að ókyrrast og ögra lögreglu, með skyrkasti formælingum og látbragði, ekki gerist neitt enn við það, en svo kemur að því að einn af laganavörðum brestur þolinmæði, hann stjakar við mótælanda svo hann fellur við.

Þetta kostar enn meiri formælingar og þeir í hóp mótmælenda sem vilja hleypa þeim upp sjá að þarna er veikur blettur og flykkjast þangað og fyrr en varir er allt orðið vitlaust.  Saklausir mótmælendur sem vildu mótmæla með friðsömum hætti og lögreglumenn með langlundargeð á við Gandhi lenda saman í piparúða og grótregno og allt fer fjandans til.

Þið megið ekki skilja mig sem svo að ég telji að það sé alltaf mótmælendur sem eiga upptök, en ég tel það þó líklegra, en við vitum líka að það er ekki hægt að setja alla undir sama hatt hvorki mótmælendur né lögreglu.

En þetta er samt möguleg atbutðarrás og hafið það í huga að þó að þett gerist nákvæmlega svona þá kannast hvorki mótmælendur né lögregla við þessa atbutðarrás, en afhveju??

Jú það er vegna þess að taugar eru þandar til hins ítrasta og viðbrögðin eru nánast ósjálfráð og ómeðvituð.

Svona aðstæður eru og verða alltaf púðurtunna með logandi kveik, það er bara spurning hvenær kveikurinn brennur upp og allt springur í loft upp......

 

 

 


mbl.is Slökkt á bálinu við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er....

Stjórnmálaflokkur....??  Eða hvað á stjórnmálaflokkkur að vera???

Stjórnmálflokkur er hópur einstaklinga sem vill hafa áhrif á það í hvernig samfélagi þeir búa, og beitir til þess reglum þeim sem þeir sjálfir hafa sett í gegnum tíðina, leikreglum lýðræðis.

En stjórnmálaflokkar þróast og stundum villast þeir af leið og enda á öðrum stað en þeim er ætlað, eða ölluheldur á öðrum stað en grasrótinn eða grunnurinn vill.  Það er það sem gerðist hjá Framsókn, flokkurinn varð eitthvað annað en honum var ætlað, hann viltist af leið en nú er búið að beina honum á rétta braut.

Mis miklar mannvitsbrekkur fara nú mikin í því að reyna að sverta Framsókn og þennan tímamótaviðburð í íslenskum stjórnmálum, og gagnrýnin hjá þeim flestum er langt frá því að vera málefnaleg, það vantar bara herslumuninn að þeir kalli Sigmund Davíð skilgetið afkvæmi kölska sem hingað er kominn til að kalla yfir okkur ragnarök.

En Sigmundur var kallaður til af fólki sem vildi sjá breytingar og hefja þennan gamla flokk til vegs og virðingar á ný, fólki sem rétt eins og hver annar Íslendingur var búinn að fá nóg af dáðleysi stjórnvalda og vildi sjá róttækar breytingar, venjulegu fólki, Jóni og Gunnu hinnar íslensku þjóðar.

Og byltingin er hafin, nú hefur grasrótin yfirtekið sinn gamla flokk og vill láta til sín taka í því að endurreisa það góða ísland sem við eigum að venjast, stokka upp og taka til.

Nú hefur grasrótin látið Framsókn sæta ábyrgð á hlut flokksins í hruninu, með því að skipta um forustuna alla og byrja upp á nýtt.

Og nú er flokkseigandafélag Framsóknar komið í dreifða eignaraðild grasrótarinnar.....


mbl.is Flokknum bjargað, segir Siv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moldarlykt....

Nú er þessu 30. flokksþingi Framsóknar lokið og ekki var það tíðindalítið.  Ný stjórn kjörin og margar frábærara ályktanir lagðar fram og samþykktar og það er alveg ljóst að ný stefna er mörkuð í íslenskri pólitík.

Það er alveg sama hvað andstæðingar Framsóknar segja þeir geta ekki horft framhjá þeirri staðreynd að það er grasrót flokksins sem hefur unnið fullnaðarsigur.

Sigmundur er fulltrúi grasrótarinnar, svo mikill fulltrúi hennar að það er beinlínis moldarlykt af honum.  Það voru nokkrir  óbreyttir flokksmenn sem hvöttu hann til að taka að sér þetta mikilvæga hlutverk, að hefja flokkinn til vegs og virðingar á ný, og þessir sömu flokksmenn töldu það löngu tímabært að endurnýja forustuna, og það tókst svo sannarlega.

En við meigum ekki heldur gleyma því hvað gerðist fleira á þessu þingi.

Tillögur sem lúta að því að endurvekja traust fólks á stjórnmálum, nýtt kosningafyrirkomulag, stjórnlagaþing, og margt fleira sem ég mun ekki nefna hér nú, en þi mínum huga hefur Framsókn tekið forustuna í því að taka til í sínum ranni, og það verður fróðlegt að sjá hvernig öðrum flokkum mun takast að feta í okkar fótspor.

Í dag er ég sérstaklega stoltur af því að vera Framsóknarmaður, áfram Framsókn....


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fækkun á Austurlandi???

Eitthvað hefur verið rætt um það núna á síðustu vikum að á Austurlandi hafi verið fækkun íbúa milli ára þrátt fyrir það að hér hafi farið fram einhverjar mestu atvinnuframkvæmdir í íslenskri iðnaðarsögu.  Það hefur verið skrafað og skeggrætt og margur verið að velta þessu fyrir sér og ekki er alveg laust við að það hlakki í andstæðinum þessara sömu framkvæmda.

En hvað veldur og því er þetta ekki skoðað í kjölin til að skilja hvað sé hér í gangi??

Ég lít svona á dæmið.  Það hefur ekki fækkað á Austurlandi, í það minnsta ekki á áhrifasvæði framkvæmdana, heldur er einungis um að ræða brottflutning á því umframvinnuafli sem hér hefur verið vegna þeirra.  Síðustu starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun fara til dæmis ekki fyrr en næsta haust, og enn eru í vinnu hjá Alcoa tímabundinr starfsmenn frá bæði Evrópu og Ameríku.

En skoðum þetta aðeins nánar:

Ef við tökum íbúatölur síðustu 11 ár (frá 1997) til 1 des 2008 þá kemur nefnilega ýmislegt í ljós.

Árið 1997 bjuggu á Austurlandi 12.397 íbúar, en næstu ár á eftir fer þeim fækkandi og ná lágmarki árið 2002 en töldu þá 11.617 en eftir það fór þeim að fjölga aftur og hámarkið var í miðjum framkvæmdum eða árið 2006 og voru "Austfirðingar" þá um 15.306 en inni í þeirri tölu eru allir erlendir verkamenn og stjórnendur bæði Imprgilo og Bechtel en reikna má með að í heildina hafi það verið mest um 3.000 manns.

Eftir að framkvæmdum var nánast lokið þa lækkað tala Austfirðinga ört og í desember síðastliðnum taldi þessi fjórðungur 12.882 en taldi 2007 13.901

Þessar tvær tölur eru það eina sem hefur verið einblínt á, en þarna eru brottfluttir um 900, en það skýrist að mestu leyti af fráhvarfi erlendra starfsmanna af svæðinu.´

Við nánari skoðun held ég að menn sjái hver raunveruleg fjölgun er á Austurlandi:

Á milli áranna 1997 og 2002 fækkaði Austfirðingum um 780,  en það var einmitt það ár sem skrifað var undir viljayfirlýsingu um byggingu álversins.  Eftir það fjölgaði hér jafnt og þétt og ef við tökum frá erlent vinnuafl, þá hefur fjölgað hér (miðað við 1 des 08) um 1265 manns, og mig minnir að það hafi alltaf verið talað um fjölgun uppá 1600 - 1800 manns vegna framkvæmdana, og við erum ekki langt frá því, og ekki sér fyrir endan á þessu enn, því að það á enn eftir að koma í ljós á næstu 2-4 árum hvað hér fjölgar mikið, en á t.d. Akranesu fjölgaði lítið til að byrja með, en fjölgaði umtalsvert á 4-5 starfsári Norðuráls, þannig að við eigum eitthvað inni enn.

Hér í þessari töflu sem á eftir fylgir má sjá þróunina síðan 1997:

 

Fjöldi 

Fjöldi 

Fjöldi 

Breyting milli 

Breyting eftir undir-skrift samnings

Breyting milli

 % Breyting milli

 

1997

2002

2008

1997-2002

2002-2008

1997-2008

1997-2008

Vopnafjörður                    

651

592

534

-59

-58

-117

-17,97

Fellabær                       

358

362

450

4

88

92

25,70

Borgarfjörður eystri

109

96

93

-13

-3

-16

-14,68

Seyðisfjörður                                               

800

749

717

-51

-32

-83

-10,38

Hallormsstaður

48

60

44

12

-16

-4

-8,33

Egilsstaðir

1.634

1.643

2.261

9

618

627

38,37

Eiðar                        

49

29

33

-20

4

-16

-32,65

Norfjörður

1.559

1.395

1.459

-164

64

-100

-6,41

Eskifjörður

1.009

966

1.086

-43

120

77

7,63

Reyðarfjörður

682

625

1.107

-57

482

425

62,32

Fáskrúðsfjörður

631

569

697

-62

128

66

10,46

Stöðvarfjörður

295

276

233

-19

-43

-62

-21,02

Breiðdalsvík

217

182

129

-35

-53

-88

-40,55

Djúpivogur               

411

383

361

-28

-22

-50

-12,17

Nesjakauptún                    

102

78

73

-24

-5

-29

-28,43

Höfn                       

1.825

1.763

1.633

-62

-130

-192

-10,52

Strjálbýli á Austurlandi                                    

2.017

1.849

1.972

-168

123

-45

-2,23

Samtals

12.397

11.617

12.882

-780

1.265

485

3,91

Skoðum nú þessa töflu aðeins.

Frá árinu 1997 til 2002 (en 2002 markar upphaf framkvæmdana) þá fækkar á öllum stöðum hér austanlands nema á Egilsstöðum, Hallormsstað og Fellabæ.  Ekki er þó um mikla fjölgun að ræða heldur telur það aðeins um 25 manns í heildina en á meðan fækkar um 780 manns í fjórðungnum.  Langmest var það í strjálbýli og á Norfirði, en störfum í fiskvinnslu fækkaði mjög mikið þar vegna aukinnar tæknvæðingar og fækkunar smábáta.

En þá kemur kúvendingin. 

Eftir að skrifað hafði verið undir vilja yfirlýsingu við Alcoa og eftir að framkvæmdir hefjast hefur leiðin bara legið upp utan við þá fækkun sem fólst í brottflutningi erlendra starfsmanna við framkvæmdirnar.  Að vísu hefur þróuninn ekki verið jafn jákvæð á jaðarsvæðum Austurlands, því miður, en heildarfjöldi Austfirðinga er engu að síður hærri.

Segja má að Austfirðingum hafi fjölgað um rúmlega 1.200 frá árinu 2002 og vörn var snúið í sókn sem hefur nú skilað sér í tæplega 13.000 Austfiðingum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband