Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hverjar telja menn líkurnar.....

Á því að ef að það væru komin ný göng undir Siglufjarðarskarð að það væri verið að bora frá Ólafsfirði til Siglufjarðar um Héðinsfjörð??

Þær líkur væru næsta litlar.

Ég er meðal annars þeirrar skoðunar af sömu ástæðu,  ásamt fleirum að það sé óheillavænlegra fyrir framgang Samganga að leita til Héraðs fyrst, frekar en suður um Mjóafjörð og til Norfjarðar.

Um þetta var meðal annars karpað á síðasta SSA þingi sem var haldið á Djúpavogi um síðustu helgi.  Eins og svo oft áður voru mestu átökin um samgöngumálin, því allir vilja betri vegi ekki satt?  En nú varð reyndar ein breyting á, Samgöngunefnd SSA var falið það mikilvæga hlutverk fram að næsta þingi SSA, að setja niður framtíðarsýn um samgöngur á Austurlandi, með 3 lykilpunkta í forgrunni.  Þessir 3 lykilstaðir eru, Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð, Ferjuhöfnin á Seyðisfirði og flugvöllurinn á Egilsstöðum.

Þessi tillaga kom frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar og var hún að sjálfsögðu samþykkt samhljóða, því að það er hverjum manni ljóst sem sótt hefur þing SSA að togstreitan og lætin yfir því hvar skal fyrst leggja veg hefur á köflum verið yfirgengileg og allt sem þar hefur verið samþykkt hafa verið málamiðlanir, og þær ekki verið allar mjög gáfulegar í gegnum tíðina.

En þetta er það sem að sveitarstjórnarmenn á Austurlandi áttu að gera í aðdraganda þeirra framkvæmda sem nú eru að mestu um garð gegnar, sjá fyrir sér hvaða samgöngur þyrfti til að nýta hana sem best.  Aðeins tvær framkvæmdir síðustu 5 ár hafa stuðlað að þessu, Fáskrúðsfjarðargöng og vegurinn sem nú er verið að leggja um Hólmaháls.

Aðrar framkvæmdir sem hefðu þurft að koma til til að nýta þau tækifæri sem hér hafa skapast eru t.d. Berufjarðargöng, Samgöng, (öll líka tengingin til Héraðs) göng milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Vopnafjarðargöng.  Ég nefni Vopnafjarðargöng síðast því að þrátt fyrir að farið yrði undir Hellisheiði Eystri, þá eru yfir 100km á Reyðarfjörð, og því varla hægt að segja að með göngum sé búið að draga Vopnafjörð inn á aðalatvinnusvæði Austurlands.

Ef farið yrði í þessar framkvæmdir yrði hægt að tala um Austurlandið allt sem eitt atvinnusvæði, eða í það minnsta eitt þjónustusvæði.

Við þurfum að horfa út fyrir fjallahringinn til að sjá Austurlandið allt þegar kemur að samgöngumálum, og hætta að vera bara í hlaðvarpinu heima.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband