Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Svo lengi sem sól gyllir jörð...

Fyrirsögnin er náttúrulega í engu samræmi við það sem ég ætla að skrifa um... En í dag er blogg afmæli hjá mér og telur þetta nú 3 ár í heildina.

Ýmislegt hef ég bullað á þeim tíma og eflaust finnst einhverjum ég eflaust sagt alveg yfirdrifið nóg... Vonandi hef ég hreift við einhverjum bæði  með mér og á móti, er það jú ekki það sem menn eru oft að reyna að gera á þessum vettvangi, fá viðbrögð??

En sennilega er ég ekki nógu beittur því að ég fæ yfirleitt ekki mikið af beittum athugasemdum, með eða á móti, en það er bara ég, ekki gefin fyrir það að valda einhverjum óróa nema að það sé eitthvað sem skiptir virkilega máli.

En hvað um það......

Hef verið afspyrnulatur að setja eitthvað hér inn að undanförnu, veit s.s. ekki hvað veldur, en kanski eru það misvitrir bloggarar sem telja sig vita allt um allt, þegar kemur að framboðsmálum fyrir Þingkosningarnar sem eru að bresta á.

Samsæriskennigar og óhróður af öllu tagi sturtast yfir landslýð, og nánast bara hundleiðnlegt að fara í gegnum það allt því að það er eitthvað svo yfirdrifið og engin málefnaumræða í gangi.

Allt byggist á nógu stórum fullyrðingum til að stuða og þá fá menn viðbrögð, en einhver talar á málefnalegum nótum og leitar eftir málefnalegum athugasemdum þá gerist ekkert, engin hefur áhuga á þesslags umræðu, fólk vill bara fá eitthvað nógu stuðandi og helst eitthvað sem þolir ekki dagsljósið og það má alveg vera logið eða uppspuni, bara ef það er nógu krassandi, þá er fjör...

Mér finst þetta ekki vera góð þróun.

Tökum sem dæmi þá umræðu sem hefur átt sér stað um 20% leið Framsóknar. 

Það er alveg með ólíkindum hvað umræðan um þetta mál hefur verið ómálefnaleg, það eina sem menn hafa gert (andstæðingar) er að kasta fram fullyrðingum um óhóflegan kostnað án þess að þurfa að rökstyðja neitt og það er étið upp gagnrýnislaust, einfaldlega af því að þessu er skellt fram með nógu miklu offorsi.

En svona í tilefni af mínu bloggafmæli þá ætla ég að einfalda málið aðeins:

Siggi lánar mér 1.000.- kr.  En til þess að geta lánað mér þurfti hann að fá lánað hjá vini sínum Jóni, sömu upphæð.

Siggi lendir sðían í vandræðum og semur við Jón um það að hann fái að borga aðeins 500.- til baka og Jón samþykkir það.

Síðan lendi ég í vandræðum og þá ákveður Siggi að ég þuefi ekki að borga nema 800.- kr til baka til að allt gangi upp.

Siggi er íbúðalánasjóður og íslensku bankarnir, Jón er erlendur fjármagseigandi og ég er hinn almenni íslenski skuldari.

Þetta er ekki flókið, þetta er einfalt, og þetta er ekki að kosta Ríkissjóð miklar upphæðir, sennilega kostar þessi leið mun minna en hækkaðar vaxtabætur VGSamfylkingar, en í sínum hroka og fílabeinsturni fanst þeim að það gæti ekki verið að neitt sem Framsókn legði til málana gæti verið þess virði að skoða það...

Það er sama hvaðan gott kemur, í þeirri stöðu sem við erum í dag höfum við ekki efni á því að vera með einhverja flokkadrætti.  ef hugmyndin virðist vera góð þá á að skoða hana...

Góðar stundir


Tækifæri...

til frekari uppyggingar á Austurlandi felast einmitt í svona hlutum...

Öflug inn og útlfutningshöfn á Reyðarfirði er einn af þeim möguleikum sem okkur eru nauðsynlegir til að fá hér meiri atvinnu og fleiri tækifæri.

Þegar þetta verður að veruleika þá er Mjóeyrarhöfn orðin stærsta einstaka höfn á landinu og aukin skipaumferð skapar fleiri störf og tækifæri.

Og svo skilar þetta miklum tekum fyyrir Fjarðabyggðarhafnir og Bæjarsjóð Fjarðabyggðar í formi fasteignagjalda.


mbl.is Sótt um lóð undir olíubirgðastöð á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband