Færsluflokkur: Ferðalög
5.11.2006 | 17:00
Er fall fararheill???
Staður: Keflavíkurflugvöllur Kl: 17:00 að staðartíma
Ekki byrjar það vel. Búið að aflýsa fluginu til Baltimore og við sitjum hér í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og bíðum eftir því að eitthvað verði ákveðið um það hvernig þetta verði leyst. Það byrjaði reyndar á því að við þurftum að fara sólarhring fyrr til Borgar óttans en áætlað var, en það var vegna slæms veðurútlits og við sitjum hér vegna sama hlutar nema nú má taka "útlitið" af og notað bara veðrið.
En þetta skýrist nú vonandi á næsta klukkutímanum eða svo hvernig verði brugðist verður við þessu.
Það er reyndar smá ljós punktur í þessu : Bjórinn er frír þegar þú flýgur á Buisness Class!!
En nú verð ég að fara og athuga hvort að Ferðaskrifstofa Flugleiða geti reddað okkur til Charleston með einhverjum öðrum hætti.
Ferðalög | Breytt 6.11.2006 kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)