Langur dagur...

Staður: Best Western Taylor Inn, Austin Texas Kl: 00:00 að staðartíma (06:00 á Rfj)

Jæja, þá er þessi dagur á enda runinn og allt gekk vel í dag. (do you belive it...)

Fór á fætur kl 5 í morgun og beint á flugvöllin í Baltimore, því að ég átti flug kl 7 og manni er víst ráðlagt að vera mættur tveimur tímum fyrir brottför í innanlandsflug hér, en 3 tímum fyrir brottför í millilandaflug.  Öryggisgæslan er ansi mikil en lengi má illu venjast svo gott þyki.

Flugið til Charlotte var frekar stutt (1 klst) og stutt var í tengiflugið til Charleston svo að ekki var miklum tíma eytt á þeim flugvelli, og var ég lentur í Charleston um kl 11:00. Þegar þar var lent bjallaði ég í Ormarr og bað um að ég yrði sóttur, en hann bað mig um það á móti að  ég fyndi töskurnar þeirra, en þær urðu víst viðskila við hópin, rétt eins og ég.   Ég fann allar töskurnar og þegar Francis Caroll, einn af mínum vinnufélögum frá Kanada kom til að sækja mig var ég klár með farangur minn og annarra.

Það rigndi, hellirigndi gersamlega, þegar ég kom til Charlotte en hitin var um 21° og manni fannst þetta eiginlega eins og að stökkva í sturtu, maður er nú eiginlega ekki vanur að rigningin sé svona hlý.

Næst var keyrt til Mount Pleasent álversins þar sem ég snæddi frekar sjoppulegan hádegismat og skoðaði steypuskálan, en það var í fyrsta skipti sem ég sé innviði steypuskála, með eigin augum.  En þarna var stoppað frekar stutt (hjá mér) því að við þurftum að vera mætt út á völl kl 17:30 til að tékka okkur í flug til Cincinnati Ohio og þaðan áfram til Austin Texas.

Þetta gekk allt eins og það átti að ganga og ég setti meira að segja töskuna mína í farangurstékk þrátt fyrir slæma reynslu af því, en viti menn allt skilaði þetta sér á réttan stað á réttum tíma.

Á mogun förum við til Rockdale til að skoða meira af steypuskálum.

Hilsen...

Charlotte

Charleston

Cincinnati

Austin

 Já þarna var ég víst allstaðar í dag......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ha, engar myndir? :)

Jón Ragnarsson, 8.11.2006 kl. 20:16

2 identicon

hæ pabbi minn gott allt gengur vel hjá þér sakna þín ég elska þig ég var á bekkjakvöldi og var að búa til nýan dans og dansaði hann þar síni þér hann þegar þú kemur heim saknaðar kveðjur Bergey ps mamma biður að heilsa hún saknar þín líka

Bergey (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband