Þrautarganga sveitarmanns......

Staður: Four Points Sheradon Hótelið í Baltimore.  Kl: 22:00 að staðartíma (03:00 daginn eftir á Rfj)

Þetta er hætt að vera fyndið!!!! Það er alveg með ólíkindum hvað ég er pollrólegur núna, þrátt fyrir það að ég hafi orðið viðskila við alla félagana og misst af tengifluginu til Charlotte. Og allt af því að reglur um handfarangur breyttust og einhverjir helv..... Svíar létu bíða eftir sér á Keflavíkurflugvelli.  Nei það er nú ekki einleikið hvað þetta ferðalag er farið að verða, ja eigum við að segja, eftirminnilegt.

Ég ákvað það nefnilega þegar við tékkuðum okkur inn að setja ferðatöskuna með í farangur en ekki í handfarangur eins og áður hafði verið ákveðið, til að losna við þetta bévítans plastpokavesen í inntékkinu.  En viti menn ekki nein þörf fyrir plastpoka sögðu hliðverðir flugvallarins og brostu sínu breiðasta.  En ég var nú svosem ekkert að svekkja mig á því, það var eiginlega bara fínt að vera með eina tösku í handfarangri í staðinn fyrir tvær, en það var kanski pínu svekkjandi að hafa haft fyrir því að pakka 2 vikna birgðum af fötum í litla tösku sem átti að passa í handfarangur og setja svo töskuna bara í venjulega meðferð, en hvað um það. 

Því næst fór ég inní vél og kom mér fyrir (það fór nú ágætlega um mann á buisness class) og beið svo eftir því að vélin færi í loftið, en þá var okkur tilkynnt það af flugstjóra að það væri verið að bíða eftir einhverjum svíum sem væru að koma með flugi frá Stokkhólmi.  En maður var nú ekkert að svekkja sig yfir því, enda fegin að vera bara kominn  um borð loksins.

þÞegar lent var í Baltimore fór ég ásamt mínum samferðarmönnum í inntékkið (yfirheyrsla um ferðatilgang myndartaka og fingrafarataka) og þaðan var farið til að sækja töskurnar okkar sem ekki voru í handfarangri.  Og viti menn ég var svoleyðis laaaaaaaaaannnnnngggggsíðastur til að fá töskuna mína, og akkir félagarnir löngu komnir inní flugstöð til að tékka sig áfram.

Og loksins þegar ég var komin að bás US Airways þá var mér tilkynt það að ég væri of seinn og ég fengi ekki flug fyrr en um morguninn eftir kl 7:00 að staðartíma......... SHITTURINN.........

Ég reyndi nú að þrefa aðeins við manngarminn sem var þarna en ekkert gekk og hann bað mig vinsamlegast um það að koma aftur í fyrramálið, honum varð ekki haggað (örugglega einnaf þessum 200% týpum)

Þannig að nú sit ég hér á áðurnefndu hóteli, eftir að hafa fengið mér lambakjöt að borða (sem var alveg ágætt) og set inn þessa feikilegu ferðasögu ferðalangs.......... 

Hvað skyldi nú gerast næst..???

 P.S. ég er víst hér.....

Baltimore


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll..

Já heimur versnandi fer eða fall er fararheill, ég vona að þetta fari nú að ganga og þú látir ekki þá í usa raska ró sveitamansins sem alin er upp ró suð-ustfjarðafjallana.

Heðan er allt got að frétta var ekki einusinni rok þegar allt var að fjúka annarstaðar á landinu, rauk varla Hamarsfjörðurinn.

Er búin að setj upp skype í tölvuna hjá mér, þú ættir að skoða það þá getum við spjallað saman þegar þú ert fastur á enhverjum vellinum eða hóteli. 

 Bestu kveðjur.

Gamli

Ragnar Eiðsson (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 12:25

2 identicon

Sjitturinn!

Andri Rafn (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband