Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Jæja.....

Smástund er nú liðin síðan ég páraði eitthvað hér inn, en það hefur einfaldlega vantað orku til að klára það þar til nú.

Síðast vorum við í Texas þar sem steikurnar voru á stærð við lambalæri og engi leið að innbyrða það allt saman, en þaðan var haldið áleiðis til Wenatchy í Wasingtonfylki en þar rekur Alcoa eitt álverið enn.

Lagt var í hann frá Austin um kl 16:oo og þaðan var flogið til Salt Lake City, en þar var stoppað stutt, og farið í næstu flugvél sem átti að fara með okkur til Seattle, en eitthvað bilaði í þeirri vél þannig að við þurftum að lenda aftur og bíða meðan flugvirkjar athuguðu vandan og bætt var elsdsneyti og þetta þyddi um klst í bið. Því næst var lennt í Seattle, en vegna tafarinnar þurftum við að hlaupa í spretti  í gegnum alla flugstöðvarbygginguna og rétt náðum vélinni til Wenatchy, en hún beið meira að segja eftir okkur í enar 15 mínútur til að þetta gengi, en að sjálfsögðu varð farangurinn okkar eftir í Seattle.

Þegar við lentum í Wenatchy var klukkan að verða 12 á miðnætti að staðartíma en þá höfðum við verið á ferðinni síðan kl 16:00 og það gerir 10 klst því að tímamunurinn er 2 klst. Það var mjög gott að skríða inn upp í rúm og sofna eftir þennan langa dag.

Wenatchy er vinalegur lítill bær um 300 km fyrir austan Seattle en í þessum dal búa um 50.000 manns og aðalatvinna þeirra er ræktun ávaxta og álvinnsla.  Þarna kíktum við á enn eitt álverið og aíðan var flogið til Seattle þar sem við erum nú og loksins slökum við aðeins á ekki veitti af eftir allt þetta ferðalag.  Fórum öll saman út að borða í gærkveldi, og slökuðum á en það var nú ekki farið út á lífið því að allir voru líklega of þreyttir til þess. 

Í dag rölti ég hér um miðbæ Seattle og skoðaði hann í rólegheitum, verslaði pínulítið og slakaði á, og það var mjög ærkomið

Sí jú arond


Eitt stykki dauð belja....

Í dag var aldrei þessu vant ekkert flogið og ég er á sama staðnum 2 nætur í röð.  Við byrjuðum daginn á morgunmat eins og lög gera ráð fyrir, og síðan var rennt til Rockdale til að skoða.. já einmitt steypuskála.  Eiddum deginum í það ásamt því að fara yfir mögulega byrjunarörðugleika í okkar tækjum, sem sett verða upp í okkar skála, en þarna hafa starfsmenn aðiens meiri reynslu en við, ehh það er að segja við höfum enga og þeir ca 50 ár.

En þegar því var lokið var farið út að borða á veitingastað sem var nú frekar sjoppulegur, en maður minn hvað maturinn var góður, og steikurnar voru svona, ja hvað skal segja ca hálf belja eða heil eftir því hvarsu svangur þú varst.  Og fljótt frá sagt þá var engin leið að klára eitt stykki steik af stærri gerðinni

En það er rétt sem sagt er, eki panta stórt af nienu í Ameríku því að það er RISASTÓRT!!!!!!

 Ég veit að það hefur verið kvartað yfir myndaskorti en ég hef nú ekki tekið mikið af myndum (enda lítið annað séð nema innviði álvera og flugstöðvarbygginga) en um leið og eitthvað kemur af myndum set ég þær inn

Sjú 


Langur dagur...

Staður: Best Western Taylor Inn, Austin Texas Kl: 00:00 að staðartíma (06:00 á Rfj)

Jæja, þá er þessi dagur á enda runinn og allt gekk vel í dag. (do you belive it...)

Fór á fætur kl 5 í morgun og beint á flugvöllin í Baltimore, því að ég átti flug kl 7 og manni er víst ráðlagt að vera mættur tveimur tímum fyrir brottför í innanlandsflug hér, en 3 tímum fyrir brottför í millilandaflug.  Öryggisgæslan er ansi mikil en lengi má illu venjast svo gott þyki.

Flugið til Charlotte var frekar stutt (1 klst) og stutt var í tengiflugið til Charleston svo að ekki var miklum tíma eytt á þeim flugvelli, og var ég lentur í Charleston um kl 11:00. Þegar þar var lent bjallaði ég í Ormarr og bað um að ég yrði sóttur, en hann bað mig um það á móti að  ég fyndi töskurnar þeirra, en þær urðu víst viðskila við hópin, rétt eins og ég.   Ég fann allar töskurnar og þegar Francis Caroll, einn af mínum vinnufélögum frá Kanada kom til að sækja mig var ég klár með farangur minn og annarra.

Það rigndi, hellirigndi gersamlega, þegar ég kom til Charlotte en hitin var um 21° og manni fannst þetta eiginlega eins og að stökkva í sturtu, maður er nú eiginlega ekki vanur að rigningin sé svona hlý.

Næst var keyrt til Mount Pleasent álversins þar sem ég snæddi frekar sjoppulegan hádegismat og skoðaði steypuskálan, en það var í fyrsta skipti sem ég sé innviði steypuskála, með eigin augum.  En þarna var stoppað frekar stutt (hjá mér) því að við þurftum að vera mætt út á völl kl 17:30 til að tékka okkur í flug til Cincinnati Ohio og þaðan áfram til Austin Texas.

Þetta gekk allt eins og það átti að ganga og ég setti meira að segja töskuna mína í farangurstékk þrátt fyrir slæma reynslu af því, en viti menn allt skilaði þetta sér á réttan stað á réttum tíma.

Á mogun förum við til Rockdale til að skoða meira af steypuskálum.

Hilsen...

Charlotte

Charleston

Cincinnati

Austin

 Já þarna var ég víst allstaðar í dag......


Þrautarganga sveitarmanns......

Staður: Four Points Sheradon Hótelið í Baltimore.  Kl: 22:00 að staðartíma (03:00 daginn eftir á Rfj)

Þetta er hætt að vera fyndið!!!! Það er alveg með ólíkindum hvað ég er pollrólegur núna, þrátt fyrir það að ég hafi orðið viðskila við alla félagana og misst af tengifluginu til Charlotte. Og allt af því að reglur um handfarangur breyttust og einhverjir helv..... Svíar létu bíða eftir sér á Keflavíkurflugvelli.  Nei það er nú ekki einleikið hvað þetta ferðalag er farið að verða, ja eigum við að segja, eftirminnilegt.

Ég ákvað það nefnilega þegar við tékkuðum okkur inn að setja ferðatöskuna með í farangur en ekki í handfarangur eins og áður hafði verið ákveðið, til að losna við þetta bévítans plastpokavesen í inntékkinu.  En viti menn ekki nein þörf fyrir plastpoka sögðu hliðverðir flugvallarins og brostu sínu breiðasta.  En ég var nú svosem ekkert að svekkja mig á því, það var eiginlega bara fínt að vera með eina tösku í handfarangri í staðinn fyrir tvær, en það var kanski pínu svekkjandi að hafa haft fyrir því að pakka 2 vikna birgðum af fötum í litla tösku sem átti að passa í handfarangur og setja svo töskuna bara í venjulega meðferð, en hvað um það. 

Því næst fór ég inní vél og kom mér fyrir (það fór nú ágætlega um mann á buisness class) og beið svo eftir því að vélin færi í loftið, en þá var okkur tilkynnt það af flugstjóra að það væri verið að bíða eftir einhverjum svíum sem væru að koma með flugi frá Stokkhólmi.  En maður var nú ekkert að svekkja sig yfir því, enda fegin að vera bara kominn  um borð loksins.

þÞegar lent var í Baltimore fór ég ásamt mínum samferðarmönnum í inntékkið (yfirheyrsla um ferðatilgang myndartaka og fingrafarataka) og þaðan var farið til að sækja töskurnar okkar sem ekki voru í handfarangri.  Og viti menn ég var svoleyðis laaaaaaaaaannnnnngggggsíðastur til að fá töskuna mína, og akkir félagarnir löngu komnir inní flugstöð til að tékka sig áfram.

Og loksins þegar ég var komin að bás US Airways þá var mér tilkynt það að ég væri of seinn og ég fengi ekki flug fyrr en um morguninn eftir kl 7:00 að staðartíma......... SHITTURINN.........

Ég reyndi nú að þrefa aðeins við manngarminn sem var þarna en ekkert gekk og hann bað mig vinsamlegast um það að koma aftur í fyrramálið, honum varð ekki haggað (örugglega einnaf þessum 200% týpum)

Þannig að nú sit ég hér á áðurnefndu hóteli, eftir að hafa fengið mér lambakjöt að borða (sem var alveg ágætt) og set inn þessa feikilegu ferðasögu ferðalangs.......... 

Hvað skyldi nú gerast næst..???

 P.S. ég er víst hér.....

Baltimore


On the road again......

Staður: Keflavíkurflugvöllur Kl: 16:00 að staðartíma

Jæja nú erum ég farin af stað aftur eftir einhverjar tafir.  Átti reyndar flug kl 13:00 en því var aflýst og því eru ég aftur í biðsal og bíðum eftir því að farið verði í loftið en það á að gerast kl 16:55

Ég held að fólk sem ferðast mikið vegna vinnunar á milli landa hljóti að verða ansi þreytt á svona dögum, eintómar frestanir og aflýsingar.  En þetta er nú í ágætis lagi þegar svona dreifarar eins og ég eru á ferðinni, þetta er allt svo glænýtt!

Við sitjum reyndar hér fjögur saman og drepum tíman með því að spila Kana og það er skemmtileg upprifjun frá þeim tíma sem ég vann í Búlandstindi og spilaður var Kani í kaffinu uppá hvern einasta dag með félögum mínum þar. Það er reyndar ekki spilað jafn djarft núna og þá en oft var lagt af stað í Kana á Kongó með 11 í lægstu sögn.

Við komum til með að halda utanum skorið og sjá hver verður Kanameistari ferðarinnar. 


Kaldar staðreyndir

Ég var að fletta hér eintaki af Iceland Rewiev þar sem fjallað er um framkvæmdirnar fyrir austan.  Greinin er að mörgu leyti góðð (finnst mér) og þar er dregin upp mynd af þessum framkvæmdum og blaðamaðurinn (Edward Weinmann) setur þarna á prent skoðanir þeirra sem eru með og á móti þessu verkefni.

En það var eitt sem sló mig aðeins og ég get eiginlega ekki setið á mér að gera athugasemdir við, en þarna er vitnað í Helenu Stefánsdóttur og þarna var hún kennd við Kaffi Hljómalind.

Hún segir þarna berum orðum að ef austfirðingar eða aðrir landsbyggðarmenn geti ekki fundið eitthvað sér til viðuværis án þess að nýta til þess náttúruauðlindir svæðanna sem um ræðir, þá eigi þessar byggðir ekki rétt á sér og þær hljóti að deyja og að það sé ekkert sorglegt í sjálfu sér heldur einungis eðlileg þróun. 

"Towns should be born and die like everything else. Things end. There is nothing sad about that really." 

Eða á góðri íslensku: "Landsbyggðin verður að vera ósnortin og óspjölluð umfram allt, svo að ég geti ferðast úr 101 þriðja hvert ár til að finna ósnortna náttúru.  Mér kemur ekki við hvað fólkið sem þarna býr gerir, það getur bara flutt á 101 og selt kaffi, skrifað ljóð, eða bara eitthvað annað!!!!!"

 


Jæja..................

Staður: Park Hótel Reykjavík Kl: 18:55 að staðartíma.

Jæja það er ljóst að ekki verður flogið til Jú Ess Ei í dag og því er búið að "parkera" á Park Inn í Reykjavík, að sinni.    Allar líkur eru á því að ekkert verði úr flugi fyrr en seinnipartinn á morgun, en það er ekki einusinni alveg víst því að það verður mikið hringl á fluginu á morgun vegna allra þessara frestanna og aflýsinga í dag.

Það hefði nú bara verið betra að vera heima í gær, skreppa á fjall og myrða nokkra saklausa fugla af kyni hænsna, og eyða svo kveldinu í gær og deginum í dag með fjölskyldunni.

En það verður víst ekki á allt kosið í dag frekar en endranær....

En þegar ég hugsa málið aðeins betur þá hefi ég nú líklega ekki verið heima hjá mér í dag, ef ég hefði verið heima, ég hefði eflaust verið eitthverstaðar úti með félögum mínum í Ársól, að hefta fjúkandi hluti, sjá hér:(http://frontpage.simnet.is/arsol

 


Er fall fararheill???

Staður:  Keflavíkurflugvöllur  Kl: 17:00 að staðartíma 

Ekki byrjar það vel.  Búið að aflýsa fluginu til Baltimore og við sitjum hér í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og bíðum eftir því að eitthvað verði ákveðið um það hvernig þetta verði leyst.  Það byrjaði reyndar á því að við þurftum að fara sólarhring fyrr til Borgar óttans en áætlað var, en það var vegna slæms veðurútlits og við sitjum hér vegna sama hlutar nema nú má taka "útlitið" af og notað bara veðrið.

En þetta skýrist nú vonandi á næsta klukkutímanum eða svo hvernig verði brugðist verður við þessu.

Það er reyndar smá ljós punktur í þessu :  Bjórinn er frír þegar þú flýgur á Buisness Class!!   Wink

En nú verð ég að fara og athuga hvort að Ferðaskrifstofa Flugleiða geti reddað okkur til Charleston með einhverjum öðrum hætti.


Hvenær er "slóði" slóði

Þessu ber að fagna eða hvað???

Það er nú nokkuð ljóst miðað við þennan dóm að ekki er hægt að dæma menn fyrir "utanvegaakstur" á slóðum.  Þetta þýðir það að það má keyra þá slóða sem ekki eru skráðir, þvert ofaní það sem sumir sýslumenn hafa haldið fram.

En hitt ber þó að hafa í huga að skráining slóða og vega þarf að vera betri og skilgreiningu laganna á slóða eða vegi þarf að vera skýrari, því að þeir eru ansi margir slóðarnir sem menn eru að reyna að leggja niður, en samkvæmt þessum dómi er nóg að það sé ummerki um einhverskonar vegaframkvæmd til að heimilt sé að aka um.

Ég er þeirrar skoðunar að þetta verkefni sé mjög brýnt og þetta eigi að framkvæma í samráði við alla hagsmunaaðila, s.s. Vegagerðina, útivistarfólk, jeppamenn, bændur, sveitarfélög og ríki, en allir þessir aðilar eiga að fara í áumana á málini hið allra fyrsta.

Ekki er slóði vegur nema sýnilegur sé


mbl.is Sýknað enn á ný í utanvegaakstursmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein mynd segir meira en þúsund orð

Ég villtist inná síðu Ómars Ragnarssonar og sá þar mjög fína myndaseríu af fyllyngu Hálslóns.  Ég er nú bara nokkuð ánægður mað það að þetta skuli  vera documenterað á þennan hátt.

En það var eitt sem sló mig aðeins og það var mynd af fallegu sléttu vatni með Kverkfjöll í baksýn.  Þeir sem ekki þekkja til á svæðinu (meginþorri landsmanna) gera sér ekki grein fyrir því að þarna er um að ræða Grágæsadal sem er í um 14 km fjarðlægð frá verðandi lóni Kárahnjúkavirkjunar.

Ekki það að Ómar megi ekki mynda Grágæsadal heldur er það að myndin var án allrar aðgreiningar frá þeim myndum sem voru sitt hvorum megin við þessa einu en þær voru teknar í Örkinni á Hálslóni.  Þannig að þetta er auðvelt að misskilja ef ekki er til staðar staðkunnátta.

Ekki er allt búið enn, því að seinna í skoðun minni á þessum myndum fann ég myndina af Grágæsadal aftur og nú var búið að photoshoppa hana, væntanlega til að auka enn meir áhrifin sem hún átti að valda.

Ekki falllegt að setja inn þessi "þúsund orð" á fölskum forsendum

ShoppaðurGrágæsadalur óshoppaðurÞessi var á undan og önnur svipuð á eftir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband