Kaldar staðreyndir

Ég var að fletta hér eintaki af Iceland Rewiev þar sem fjallað er um framkvæmdirnar fyrir austan.  Greinin er að mörgu leyti góðð (finnst mér) og þar er dregin upp mynd af þessum framkvæmdum og blaðamaðurinn (Edward Weinmann) setur þarna á prent skoðanir þeirra sem eru með og á móti þessu verkefni.

En það var eitt sem sló mig aðeins og ég get eiginlega ekki setið á mér að gera athugasemdir við, en þarna er vitnað í Helenu Stefánsdóttur og þarna var hún kennd við Kaffi Hljómalind.

Hún segir þarna berum orðum að ef austfirðingar eða aðrir landsbyggðarmenn geti ekki fundið eitthvað sér til viðuværis án þess að nýta til þess náttúruauðlindir svæðanna sem um ræðir, þá eigi þessar byggðir ekki rétt á sér og þær hljóti að deyja og að það sé ekkert sorglegt í sjálfu sér heldur einungis eðlileg þróun. 

"Towns should be born and die like everything else. Things end. There is nothing sad about that really." 

Eða á góðri íslensku: "Landsbyggðin verður að vera ósnortin og óspjölluð umfram allt, svo að ég geti ferðast úr 101 þriðja hvert ár til að finna ósnortna náttúru.  Mér kemur ekki við hvað fólkið sem þarna býr gerir, það getur bara flutt á 101 og selt kaffi, skrifað ljóð, eða bara eitthvað annað!!!!!"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vel hægt að nýta án þess að skilja eftir sig sviðna jörð, en landeyðing fyrir eitt ameriskt álbræðslufyrirtæki er sláandi dæmi um eyðingu en ekki sjálfbæra nýtingu ! Svo minni ég á að það býsna fjölmennur hópur hér á Austurlandi sem vill ekki fara svona með landið sitt. Og minnumst þess að það ekki bara hálendið sem verður fyrir barðinu á einnota græðgi virkjunarunnenda, einnig tvö helstu vatnsföll Fljótsdalshéraðs ! Það hefði verið nær að halda betur utan um sjávarútveginn og landbúnaðinn hér, því að þar hafa tapast örugglega  fleiri störf heldur en álverið gefur.

H.Stef (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband