Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Til hamingju

með daginn..........

Kári Elvar Arnórsson á afmæli í dag og við félagar hans ákváðum að gefa drengnum almenilega gjöf í tilefni dagsins...

Afrakstur þess er hér á þessari mynd....Mynd013

Hann vissi nú ekki alveg hvernig átti að taka þessu, að bíllin hans væri komin með ný númer, en ég held að hann hafi verið nokkuð kátur með þetta....


Snjólfur Björgvinsson

Snjólfur BjörgvinssonHin langa þraut er liðin.


Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.

Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði' er frá.

Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.

Valdimar Briem

Snjólfur Björgvinsson var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag.  Snjólfur var bróðir tengdamóður minnar, Guðlaugar.  Ég minnist Snjólfs helst fyrir hans lúmska og skemmtilega húmors og hversu barngóður hann var, og börnin elskuðu þennan káta skemmtilega mann sem alltaf var tilbúin að taka þau í fangið.

Snjólfur hafði verið mikið veikur síðustu misserin og ég held að hvíldin hafi verið honum kærkomin.

Hvíl í friði Snjólfur.


Til hamingju Ingi og Fanney

Brúðhjónin

Laugardagurinn er liðinn og hann fór bara í eitt hjá mér, brúðkaupið Inga og Fanneyjar.   Þetta var mjög fallegt og ég held að þau fyrrum hjónaleysin séu mjög ánægð og hamingjusöm með daginn, eða í það minnsta vona ég það. 

Ég man ekki eftir því að Ingi hafi nokkurntíman í mín eyru sagt " Já " með jafnmikilli áherslu og þunga eins og þegar séra Davíð spurði hann spurningu dagsins. 

Ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni og vona að þeira hjónaband verði gæfuríkt og hamingjusamt.

Til hamingju brói......

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband