Færsluflokkur: Menning og listir
29.8.2007 | 19:12
Jólahesturinn.........
Er fallinn. Náði snuddanum inni í vesturbót í Hamarsdal á laugardaginn var í rigningarsudda og kaldaskít.
Vorum þarna nokkrir saman, með læsens tú kill, og við nýttum okkur það þarna um helgina, 2 tarfar á laugardaginn og tvær kýr með kálfum og einn tarfur á sunnudaginn.
Frábær helgi í góðum félagsskap, og liggur fyrir að sækja nokkrar gæsir í kistuna einnig ásamt rjúpu og þá er maður klár fyrir veturinn.
Setti inn nokkrar myndir úr veiðiferðinni sem ég og Henning vinur minn tókum í sameiningu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2006 | 15:59
Ímynd..............
Sá smá brot úr silfri Egils áðan, þar sem var verið að ræða við Einar Kárason og þá tvo félaga hans sem að fóru með honum "route 66" í henni ammeríku. Þeir sögðu m.a. frá því þegar þeir voru stöðvaðir af vinalegum lögreglumanni með alvæpni á um 180 km hraða (110 mílur) og sluppu með skrekkin af því að lögregluþjóninum fanst að þeir ættu í nægum vanda fyrir, þ.e. að keyra þenna heimsfræga veg á gömlum ammerískum bíl.
Þá fór ég að velta því fyrir mér hversu mikið af okkar (eða mínum) skoðunum er mótað af afþreyingarefni sem er færibandaframleitt í henni Wood kenda við Holly.
Í bíómynd hefði viðkomandi lögreglumaður hennt þeim félögum í steinin og síðan hennt lyklinum eða allavega geymt hann framyfir jól.
Í bíómynd hefði líka verið búið að ræna þá svona 20 sinnum af mótórhjólagengi, geðveikum puttaling, spilltum lögreglumanni, morðóðu geðsjúku pari og uppvakningum frá helvíti, að því ógleymdu að þeir hefðu að sjálfsögðu verið "uppnumdir" líka.
Í bíómynd hefði þetta líklega aldrei gengið jafnvel og raunber vitni.
Og þá fór ég að velta fyrir mér ímynd Íslands í bíómyndum. Og tökum nú tvær af myndum Baltsar fyrir, bara svona til gamans.
Útlendingur sem ekkert veit um ísland ákveður að myndar sér skoðun um ísland byggða á grundvelli Hafsins og Mýrinnar, og ég vil taka það fram að mér finnast þær báðar frábærar.
Íslendingar búa norðan við byggileg mörk, ef það er ekki rok (sem er nánast aldrei) er snjókoma eða slydda eða bara yfir höfuð skítaveður.
Íslendingar eru svo fáir að til að fjölga sér með öllum tiltækum ráðum jafnvel sifjaspelli.
Íslendingar éta helst rolluandlit í öll mál og ef það er ekki rolluandlit eru það bara aðrir partar þessarar ágætu skepnu með sem minnstu grænmeti.
Íslendingar eru svo fáir að það er ekkert mál að leysa 35 ára gamalt "nauðgunarmál"
Á íslandi ganga hreindýr um götur bæja á landsbyggðinni
Og svona mætti lengi telja.......
Ekki hef ég reyndar trú á því að svona skoðanir hafi orðið til vegna íslenskrar kvikmyndagerðar, enda íslenskar myndir ekki það margar, en þar sem fjöldaframleiðsla er í gangi í henni ameríku þá held ég að það hafi meiri áhrif.......
Ég ætla að hafa svið í kvöldmatinn........................