Skólakerfið

Ég er nú ekki langskólagengin en ég má samt hafa skoðanir á því hvernig skólarnir eigi að vera, eða hvað??

Ég sat í gærkveldi ásamt vinum mínum og það barst m.a. í tal hvernig skólakerfið gæti verið skilvirkara, og þessi hugmynd kom upp:

Í dag er skólakerfið þannig að það eru 10 ár skylda, síðan kemur millistig (menntaskóli) og því næst er það háskóli.

En hvers vegna ekki að hugsa þetta uppá nýtt??   Við eigum að lengja skólaskylduna um tvö ár og eftir að þessum 12 ár eru að baki þá geta menn vaklið um verknám eða háskólanám, í beinu framhaldi af því.

Ég veit ekki hvernig mönnum myndi hugnast þessi breyting en það mælir mergt með henni, og nefni ég hér nokkur atriði:

Sjálfræðisaldur er nú í dag 18 ár það ætti að miða skólaskyldu við það.   Undirbúningsdeild háskólanna myndi eflast, og stúdentar yrðu að jafnaði betur undir háskólann búnir.   Þeir sem velja verknám í dag eyða flestir fyrsta vetrinum og hluta af öðrum vetrinum í það að læra sömu fög óháð því hvaða fag þeir ætla að taka sér og því er þetta í raun rökrétt að skella þessu á alla.

Það mætti síðan útfæra þetta enn meira t.d. fyrir þá sem hyggja ekki á frekara nám myndu fá tilsögn í þeim hlutm sem tengjast atvinnulífinu og því sem því tengist, og í heildina myndi þetta skila fólki betur undirbúnu út í lífið.

Þessar hugmyndir kviknuðu bara í gær og ég væri alveg til í að fá athugasemdir á þetta af miklum móð til að sjá hvort að þetta gæti verið eitthvað sem mönnum myndi hugnast.

kveð að sinni

Eiður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki með þessa hugmynd þína enn mér finnst að eitthvað verði að gera til að fá fólk meira í verknám og bara í verkamannavinnu yfirleitt. Ég held reyndar að fordómar ráði því miður miklu í þessum efnum. Svo er nú búið að rústa verkamannastétt Íslands þar sem enginn íslendingur getur fengið sæmileg laun í dag vegna flutnings ódýrs vinnuafls, enn það er allt annað mál.

Hakon Seljan (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 00:56

2 identicon

Ég er ekki með athugasemd vegna þessa máls heldur um eina áherslu sem þið í Framsókn eruð með í ykkar málgagni sem barst inn um bréfalúguna. Sjá nánar á http://blogg.central.is/soleyv

Sóley Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 14:01

3 identicon

Áhugaverðar hugmyndir en ég er persónulega ekki samála að færa eigi skólaskilduna upp um 2 ár, einfaldlega vegna þess að það eru það margir sem hafa ekkert að gera í skóla og líður best á vinnumarkaðinum strax 16 ára, s.b. óheyrilegt magn svokallaða "dropp out" nemenda og ófára króna sem fara í þá. Hins vegar er ég sammála að einhverju mætti breyta, og væri áræðanlega sniðugt að auka eins og þú nefndir undirbúning fyrir mentaskólan, án þess þó að auka skilduna.

Gylfi Frímannson (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband