Mér dettur....

Oft í hug setning úr Jurasic Park þegar er verið að fjalla um breytingar á dýralífi um víða veröld, líka þegar er verið að fjalla um breytingar í hafinu við Ísland.

Persóna sú er Jeff Goldblum leikur, er ávalt frekar skeptísk á bröllt miljarðmæringsins sem vill vekja til lífsins löngu horfin skriðdýr af stærstu gerð, segir "the natur will find a way" þegar miljarðamæringurinn fullyrðir að ekkert upprisnu dýrana eigi möguleka á að lifa utan þessarar einu eyjar sem þau er á.

Erum við mannssálirnar of sjálfmiðuð þegar kemur að þessum hlutum..??  Ég held það, hér byrjar allt og endar með mannskepnunni, við er orsök og upphaf og við erum líka eini möguleikinn á því að leysa vandan...

Ég veit ekki hvað skal segja en það hefur nú verið bent á  að t.d. hlýnun jarðar sé ekki eitthvað glænýtt fyrirbrigði, hér á skerinu hafi eitt sinn verið svo hlýtt að krókódílar hefðu átt hér góðan sjéns, en í dag er ekki svo.   Í það minnsta hefur ekkert spurst til krókódílsins sem átti að hafa lennt í Norðfjarðará hér um árið, svo mikið er víst.

Nú tala menn um að veiða hvali til að bjarga fiskinum, og veiða makríl til að bjarga fiskinum, (fiskur í þessum pistili eru nytjafiskar íslenskra sjómanna) en hvernig fór fiskurinn að því að komast af án afskipta mannskepnunar, í þau árþúsundir sem hann synti hér umhverfis Íslands fyrir landnám.

Kanski er þetta bara einhver vitleysa í mér, en það að rannsaka heimshöfin er pínulítið eins og að leyta að nál í hlöðu fullri af heyi, með þykka gúmívettlinga á höndum og rafsuðuhjálm á höfði....


mbl.is Makríllinn eins og ryksuga og tekur allt sem hann nær í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæll og blessaður

Ef vi værum ekki að veiða fisk, þá skifti þetta ekki máli en við veiðum umtalsvert úr sjónum.

Spurningin er einföld, ætlum við að nýta það sem í hafinu er eða ekki. Það er nefnilega ekki hægt að taka nokkrar tegundir og leifa hinu að vera, það verður að taka nokkurnveigin "jafnt" úr öllum flokkum til að viðhalda jöfnuði í hafinu

Annars er hættan sú að það sem gerðist í hafinu við Bretlandi 1992 eða það sem er að gerast í hafinu við Argentínu gerist hér:)

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.7.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ekki misskilja mig, auðvitað á að veiða fisk úr íslenskum sjó það er ekki spurning og ég er ekki ósammála að taka "janft" úr stofnunum.

Mínar vangaveltur voru kanski meira um alment orskasamhengi breytinga á náttúrufari og tilveru mannskepnunar ásamt vangaveltum um hversu nákvæm fræði sjávarlíffræði eru....

Eiður Ragnarsson, 22.7.2010 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband