30.7.2010 | 01:06
Það er byrjað eina....
Ferðina enn.Minnst hefur verið á veglínur varðandi þjóðveg 1 um firði og Axarvegur nefndur í sömu andrá.Esther Ösp bæjarfulltrúi Fjarðalistans tjáði sig um þetta mál fjálgega á sínu bloggi og í ágætis grein í síðasta tölublaði Austurgluggans, en greinina má finna hér á blogginu hennar:http://www.raudhausar.com/esther/?p=3137
Ég verð að segja eins og er að þessar vangaveltur nýkjörins bæjarfulltrúa eru eins og hamraðar á mitt lyklaborð og því tek ég undir það sem hún segir í einu og öllu.
Þá sjá það líka allir meðalgreindir menn að stúlkan hefur rétt fyrir sér í þessu máli og rökin sem hún tínir til eru góð og gild og vikta þungt.
En gagnárás er hafin. Þannig er nefnilega mál með vexti að Oddviti sveitarstjórnar Djúpavogs er manískur þegar kemur að Axarvegi, það má ekki hallmæla eða tala um hann á neinn annan hátt en jákvæðan, það á einungis að týna til kosti en ekki minnast á gallana þegar sá ágæti vegspotti er ræddur og duglegur er hann að leggja fólki orð í munn og fara með algerar rangfærslur og hreinlega lygar þegar kemur að þessu máli.
Andrés hefur t.d. haldið því blákalt fram á sínu bloggi að Fjarðamenn vilji loka Axarvegi og banna um hann umferð. Því fer að sjálfsögðu fjarri lagi, allar styttingar eru af hinu góða, það breytir því hinsvegar ekki að mönnum greinir á um meginleiðir, forgangsröðun og hvað sé skynsamlegt að eyða í styttingar. Það ber t.d. gríðarlega mikið á milli þegar fjallvegir hér fyrir austan eru ræddir, allir eru sammála um að Fjarðarheiði, Hellisheiði og Oddskarð séu farartáalmar, en þegar kemur að Axarvegi sem er í svipaðri hæð yfir sjó, kemur allt annað hljóð úr skrokki.. ?? Hvað er málið..?? Snjóar ekki á fjöll sunnan Skriðdals ???
Sömu sveitarstjórnarmenn hafa talað fjálglega um Þvottár og Hvalnesskriður, að þær séu hættulegar, og kosnaðarsamar og því þurfi göng undir Lónsheiði ?? Ekki er ég í sjálfu sér ósammála því en þegar talað er um kosnað við að ryðja grjóti af veginum um þessar skriður, og því haldið duglega á lofti þá þarf sennilega ekki að ryðja Öxi að vetri eða hvað??
Vildi ég gjarnan að Andrés vinur minn léti af þessum barnaskap og færi nú að ræða málin á málefnalegum grunni, en það vita allir meðalgreindir menn að þegar tilfinningar eru komnar inn í pólitísk málefni þá er voðinn vís.
Sveitarstjórnarmenn hér fyrir austan hafa rifist um vegabætur lengur en elstu menn muna, og aldrei náð neinni samstöðu um málin, því að hver vill sitt og engin vill gefa eftir. Þegar Reyðfirðingar og fleiri fjarðamenn viðruðu fyrst þær hugmyndir að fá þjóðveg eitt niður um firði voru þeir sakaðir um skemmdarverk og margt annað verra, þá af Breiðdælingum og Héraðsmönnum, meira að segja fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps flutti um þetta tillögu á sínum tíma þegar hann var sveitarstjóri í Stöðvarhreppi.
Þegjandi samkomulag var gert á SSA þingi á Breiðdalsvík, að mig minnir, um að láta þessa sjálfsögðu kröfu liggja í láginni, þar til að Skriðdælingar væru búnir að fá sitt asfalt, sem nú er rétt ókomið, en engin man lengur eftir heiðursmannasamkomulagi því sem gert var um stuðning við færslu þjóðvegarins að fengnu slitlagi á Skriðdal.
Nei því miður þá held ég að komist menn ekki úr þessum skotgrafarstíl næstu árin þegar menn eru bæði duglegir við rangfærslur og skrumskælingu á sannleikanum, og engin þorir að tla um hlutina eins og þeir eru heldur talar hver með sínu nefi og með sinn sannleika að leiðarljósi.
Ég hef margoft bent á leiðir til að lenda þessum málum í eitt skipti fyrir öll en talað fyrir daufum eyrum, og sennilega af ótta manna við að hafa rangt fyrir sér, og vera bent á þá kosti í samgöngumlálum hér fyrir austan sem nýtist sem flestum.
Við þurfum að taka umræðuna út fyrir tilfinningaskalan og nota setningar eins og "mér finnst" og "ég er vissum að" þegar ekkert stendur á bakvið það annað en persónlegar órökstuddar og órannskaðar skoðanir viðkomandi aðlila.
Það sem þarf að gera er að draga fram það sem við viljum fá út úr samgöngubótum, og koma vegunum okkar og mögulegum vegum inn í það matsferli. Við þurfum að leggaja til grundvallar hluti eins og öryggi vegfarenda, (og það á að sálfsögðu að vera í 1. sæti) umferðarþunga, styttingar, vetrarþjónustu, og fleira má tína til það má í raun bæta við út í hið óendalega.
Þessum hlutum er gefið vægi í jöfnuni, jafnan er síðan mötuð með þeim upplýsingum sem nú þegar eru til hjá Vegagerðinni, Umferðarstofu Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og fleiri aðilum um umferð öryggi vetrarþjónustu styttingar og fleira, og bingó út kemur forgangsröðun sem er allt í senn skynsamleg praktísk og umfram allt réttlát.
Þetta þarf að gera til að lenda þessum málum hér í eitt skipti fyrir öll og það er alveg kominn tími á það að vinna þetta á vitrænan hátt.
Ég er ófeiminn við að leggja mínar skoðanir í dóm slíks fyrirkomulags og komi það í ljós að ég hef rangt fyrir mér skal ég manna fyrstur játa mín mistök hvað það varðar, en ég mun ekki gera það nema aðrir séu tilbúnir að gangast undir þetta einnig...
En það er engu að síður byrjað eina ferðina enn og engin vitræn lausn í sjónmáli einungis sjálfskipaðir eiginhagsmunaseggir með lyklaborð, embætti og málsskrúð að vopni.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.