Eru þetta ekki.....

Sjálfsögð mannréttindi??

Víða er staðan í þessum málum ekki upp á marga fiska, og það er alveg ljóst að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur komið hart niður á öllum en sennilega harðar niður á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu.

Reyndar eru heilsugæslumál í höfuðborginni og nágrannasveitarfélögum ekki í góðu lagi, en þar hafa menn þó aðgang að lækni allan sólarhringinn ef eitthvað alvarlegt er að og sjúkrabílavakt með þrautþjálfuðum mönnum að auki.

Á Bolungarvík hinsvegar og öðrum svipuðuðum stöðum er læknirinn allt í öllu, hann er eina úrræðið, og ef hann er ekki til staðar er það ekki spurning hvort heldur hvenær stórslys verða.  Að vísu styttist leiðin á Ísafjörð, með tilkomu ganga, en aðrir staðir víða um landið eru í sömu stöðu, það er verið að skera allta af þeim og maður veltir því fyrir sér hvort að það sé einhver heil brú í þeim sem eru að skipuleggja niðurskurðin allan.

Á meðan læknisþjónusta er eins og hún var fyrir 80 árum, og önnur þjónusta af opinberu tagi er nánast horfin, samgöngur eru stopular og lélegar, og ýmislegt fleira vantar þá veltir aðður því fyrir  sér hvort að það sé tímabært að gera það sem töluvert hefur verið haldið á lofti undanfarin misseri af hinum og þessum að það sé réttlætismál af stærstu gerð að jafna atkvæðisrétt, því að þrátt fyrir þetta mikla aukavægi atkvæða af landsbyggðinni, þá höfum við ekki komist með tærnar þar sem aðrir hafa hælana í opinberri þjónustu.....

Einnig má þá líka velta fyrir sér hvaðan tekjurnar okkar koma, mig minnir að það séu um 20% eða meira af útflutningstekjum þjóðarinnar sem kemur eingöngu frá Fjarðabyggð, og ættum við þá ekki að njóta þess í ríakra mæli???

Nei þetta eru bara svona vangaveltur í vikulokin, það má alveg kasta fram svona spurningum, kanski vaknar einhver umræða.

Að lokum legg ég til að við stofnum fríríkið Austurland....


mbl.is Læknisþjónusta verði óskert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband