Var þetta ekki.....

Alltaf dæmt til að mistakast.. ??

Ég held það.  Mikil tengsl milli þingmanna og nánd gerði þetta mál mun erfiðara en nokkur gerir sér grein fyrir, sést best á orðtæðunni sem fram hefur farið í þessu máli.

Einnig er spurning hvort að það sé ekki svolítið til í því hjá Barna Ben að þetta séu svona "eftirá" vísindi, hvað hefði átt að gera og hvað ekki, frekar en að þetta snúist um lagabrot.

Ég hefði talið eðlilegara að lagaumhverfið væri einfaldlega á þann hátt að það væri hægt að taka á meintu vanhæfi eða mistökum, en til þess að það sé hægt þþurfa mistökin að vera lögbrot, og þar er kanski megin vandinn, að lagaumhverfið (stjórnarskráin) er ekki nógu skýrt þegar kemur að svona málum.

Ég myndi áætla að ráðherrar á hverjum tíma, sama í hvaða flokki þeir eru, taki ákvarðanir sem þeir telji að séu réttar, séu fyrir þjóðarhag, og erfitt er að sanna annað, meira segja ef sögurnar hans Styrmis eru réttar, þá spyr maður, var ólöglegt að leyna þjóðinni þessum upplýsingum eða var það siðlaust eða var það hárrétt ákvörðun...??  Niðurstaðan fer sennilega töluvert eftir því hver metur málið...

Ekki ætla ég að leggja dóm á það, það má sennilega færa fyrir því rök á hvorn vegin sem er að það hafi verið nauðsynlegt að leyna þessum upplýsingum eða að það hafi verið rangt, en það sem máli skiptir var það ólöglegt.

Það á einfaldlega að gilda það sama um þessa stéttir manna (ráðherrar og þingmenn) þeir eiga að hafa skýrt lagaumhverfi og þeim ber að fara eftir því, það þurfum við að laga.....


mbl.is Tel að þessi tilraun hafi mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er rétt hjá þingmanninum. Tilraunin mistókst. Ríkisstjórnin er ráðalaus - er búin að vera það frá upphafi - og á að segja af sér. Íslensk þjóð getur ekki lengur verið tilraunaverkefni úrræðalausrar stjórnar.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.9.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er sammála þessu nema að það er hægt að dæma þingmenn til refsingar fyrir fleira en lögbrot. "Vítaverð vanræksla" er ekki lögbrot sem slíkt.

Það virðist skiptast eftir flokkspólitískum línum, matið á því hvort um vanrækslu var að ræða eða ekki. Það eitt gerir þetta mál að skrípaleik á Alþingi. Nóg hefur verið af slíku, í "Leikhúsi fáránleikans".

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband