14.10.2010 | 16:47
Á ekki í upphafi....
Endinn að skoða...??
Ekki er ég þversum á móti stóriðju, en mér finnst það ábyrgðarhluti stjórnvalda og þeirra sem standa í svona framkvæmdum, að vera með það á hreinu þegar af stað er farið, að til sé næg orka og einnig að vera með það á hreinu hvaðan hún á að koma....
Það var ekki gert, óháð skipulagsmálum og mótbærum VG og umhverfisráðherra...
Það er nefnilega þannig þegar um jarðvarmavirkjanir er að ræða, þá er reiknistokkurinn ekki eins einfaldur þegar kemur að orkunni, eins og þegar um vatnsafl er að ræða... Það eina sem þar þarf að vita er vatnsmagn og fallhæð, og bingó þú ert með það á hreinu hvaða orku þú færð útúr dæminu, í það mesta skeikar örfáum prósentum.
Þegar kemur að jarðvarmanum, þá er annað uppi á teningnum, menn vita jafnvel ekki fyrr en búið er að bora vinnsluholuna hvort og þá hversu mikla orku hún gefur...
Því finnst mér illa að þessu staðið, algerlega óháð, því hvort menn eru með eða á móti þessari verksmiðju...
Aukin bjartsýni vegna álvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og þar hittir þú naglann á höfuðið.
Þú ættir að segja Árna Sigfússyni og sjöllunum frá þessu.
Hamarinn, 14.10.2010 kl. 23:12
Mér hefur sýnst að þeir sem eru á móti álverinu, hafi mestar áhyggjur af því að ekki fáist næg orka. Þeir sem hins vegar eru að leggja allt undir, bæði fjármuni og orðspor, eru öruggari með sig.
Ég hef tilhneigingu til að trúa frekar hinum síðarnefndu, en einhverjum sem ekki hefur beinna hagsmuna að gæta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.