20.10.2010 | 14:40
Hversu mikið eru.....
Þessi 75% ???
Það er fullyrt að það kosti 220 milljarða ef ráðist yrði í almenna skuldaleiðréttingu. Talan 220 milljarðar er hins vegar frekar hæpin.
Nokkrar villur eru í útreikningunum er gert ráð fyrir að ef ekki verður ráðist í skuldaleiðréttingu muni ekkert verða afskrifað neins staðar og samt muni allt innheimtast upp í topp, jafnvel lán sem þegar er ljóst að eru að miklu leyti töpuð.
Ekki er gert ráð fyrir neinum efnahagslegum ávinningi fyrir ríkið eða almenning. Við vitum að það losnar um fé þegar þessi aðgerð yrði framkvæmd og það myndi efla hagkerfið sem nú er stopp.
Ekki er gert ráð fyrir því að lánasöfn batni eða að bankar og lífeyrissjóðir hafi hag af betra lánasafni, betri efnahagsstöðu og minna atvinnuleysi.
Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn lendi allur á lánastofnunum strax. Það gleymist að um er að ræða húsnæðislán til allt að 40 ára.
Ljóst er að tilraunir til að leysa vandann með sértækum aðgerðum voru algjörlega óraunhæfar eins og bent var á strax í upphafi. Það að aðstoða aðeins þá sem komnir eru í þrot eyðileggur alla hvata til að vinna sig úr vandræðum.
En verum varfærin og segjum að leiðrétting hér mundi nú kosta lánastofnanir 100 milljarða nettó og einungis hluti þess félli á þær strax, hvað er það samanborið við rýrari lánasöfn og uppsöfnun á eignum sem þær sitja svo uppi með??
Einnig má færa fyrir því rök að lífeyrissjóðirnir og lánastofnanir séu ekki að tapa þessu öllu heldu sé þetta endurgreiðsla á gróða sem varð til vegna sama forsendubrests....
Væri ekki vert að skoða þetta ofaní kjölinn í stað þess að slá fram misréttum fullyrðingum um tap og áföll sem ekki standast nánari skoðun...??
Lífeyrissjóðir hefðu borið 75% kostnaðar við skuldalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.