Ég er alvarlega vannheill....

Enda kenndi mér prestur þegar ég var í grunnskóla..

Hann kenndi mér m.a. Ensku, íslensku, náttúrufræði og að sjálfsögðu voru trúmál rædd eitthvað, en ég minnist þess reyndar ekki að kristnifræði hafi verið kennd í þeim bekkjum sem ég sat í þessi 3 ár sem presturinn kenndi mér.

En auðvitað er ég skemmdur á sál og líkama eftir þetta allt, ofstækisfullur kristin kall að nálgast miðjan aldur.

Nei vinir mínir ef ég er alvarlega vanheill þá er það ekki Sigurði presti að kenna, og ef ég er ofstækisfullur þá er það heldur ekki honum að kenna, það var varla hægt að hugsa sér betri kennara og þó að hann hafi stundum minnst á það almætti sem við flest höfum játað trú á, þá var nú ekki verið að troða einu né neinu inn á okkur.

En  núna er verið að einbeita sér að röngum hlutum í skólamálum Reykjavíkurborgar, nær væri að biðja um meiri kennslu í trúarbragðafræði,og þá í öllum trúarbrögðum til að tryggja skilning og umburðarlyndi milli hópa.

Og þegar allt kemur til alls snýst þetta ekki svo mikið um námsefnið, þetta snýst um fólkið sem kennir, því fæst trúarbrögð eru ill og flest boða þau gott, en það erum við mannfólkið sem stundum afbökum trúarbrögðin af annarlegum hvötum við erum hinir seku í því að ala á ófrið og óvild milli trúfélaga og samfélaga ekki trúin sem slík, og það er auðvelt að kynda undir þessu  séu samskipti, upplýst umræða og fræðsla ekki í boði.

Nei hættum að vera með þetta bull um úthýsingu og bönn, bætum frekar við og bjóðum fleiri trúfélögum að koma og kynna trú sína, og takið eftir kynna, því að hingað til hefur kristnifræðsla eða trúarbragðafræði í skólum ekki verið trúboð, það hefur fyrst og fremst verið kynning á inntaki og sögu trúarinnar.

Og það á sjálfsögðu að kynna það fyrir öllum sem í skólanum sitja, sama hverrar trúar þeir eru. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband