Þá er það alveg ljóst.....

Að börnin mín klára að borga af húsinum mínu um það leyti sem ég verð búin að vera í gröfinni í 10 - 15 ár...

Snilldarlausn, þar sem ég keypti hús umþb 35 ára gamall, tók lán til 4o ára þar sem að mánaðarleg afborgun var lægri og hentaði mínum fjárhag..

Reiknaði s.s. aldrei með því að borga þetta upp, sá fyrir mér að þegar krakkarnir myndu flytjast að heiman þá gæti maður minkað við sig og komist af í ellinni án þess að vera á fátækrastyrk.. En það verður greinilega ekki í boði, því að í fyrsta lagi verð ég löngu dauður áður en lánið verður uppgreitt, (eru ekki lífslíkur karlmanna á Íslandi um 73 ár) börnin koma ekki til með að flytja að heiman því að engin hefur efni á að fjárfesta eða leigja og því munu þau erfa skuldir mínar þegar ég sný tánum upp.

Gæfulegt eða hitt þó heldur, þetta verður eins og þetta var fyrir 70 árum síðan þegar 3 kynslóðir búa allar saman í einu húsi 4-6 saman í herbergi..

Það hefur svo sem einhverja kosti í för með sér börnin kynnast afa og ömmu betur og við getum hætt að senda börnin í leikskóla og skóla því að amma og afi sjá um það, það sparar heilmikla peninga...

Já kannski er þetta bara lausnin, svo fáum við okkur hænsnakofa í garðinn með 6-10 hænum 10-15 rollur í bílskúrinn ásamt einni belju og heimilið er nánast orðið sjálfbært... Reyndar þarf kannski að kaupa einhverskonar kornmeti og annað innflutt drasl (ávexti og grænmeti) en við getum borgað fyrir það með handprjónuðum sokkum og peysum sem við prjónum úr ull af sauðkindunum okkar...

Lausnin er fundin.  Halelúja þökk sé heilagri Jóhönnu...

En að öllu gamni slepptu þá langar mann bara til að fara að gráta.....Frown


mbl.is Hugmyndir skoðaðar um lánalengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Eru ekki nú þegar komnar þrjár kynslóðir hjá þér?

Offari, 4.11.2010 kl. 21:04

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jú það er reyndar rétt, ef ég tel þann gamla með, en hann er nú meira svona húsgangur....

Eiður Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband