1.2.2007 | 00:24
Snjólfur Björgvinsson
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði' er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
Valdimar Briem
Snjólfur Björgvinsson var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag. Snjólfur var bróðir tengdamóður minnar, Guðlaugar. Ég minnist Snjólfs helst fyrir hans lúmska og skemmtilega húmors og hversu barngóður hann var, og börnin elskuðu þennan káta skemmtilega mann sem alltaf var tilbúin að taka þau í fangið.
Snjólfur hafði verið mikið veikur síðustu misserin og ég held að hvíldin hafi verið honum kærkomin.
Hvíl í friði Snjólfur.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.