4.2.2011 | 10:12
Pine mouth.....
Hluti af furuhnetum getur valdið bragðtruflunum, 1-3 dögum eftir neyslu og varir nokkra daga eða vikur.
Þessu er lýst þannig að allt sem borðað er bragðast með bitrum málmkeim. Þetta er mjög óþægilegt, en það eru engin varanleg áhrif. Þessu fyrirbæri var fyrst lýst í vísindaritgerð árið 2001 Sumir hafa nenfd þetta "Pine mouth" og er ekki langt síðan þessu fyrirbrigði var fyrst veitt athygli.
Nestlé Research Centre hefur leitt líkum að tiltekin tegund af kínverskum furuhnetum sé orsök vandans. Þessi tegund er minni, og dekkri og meira hringlafa en dæmigerðar furuhnetur. Þessar niðurstöður Néstlé staðfestir Danska matvælaeftirlitið og tengir þessar hnetur við "óviðurkenndur" hnetur úr Pinus armandii (Kínverskri hvít furu) og Pinus massoniana (Kínversk rauð fura), sem hafa annarskonar fitusýrur en "viðurkenndar" furuhnetur. Þessum hnetum er blandað saman við þær viðurkenndu frá Kína til að mæta aukinni eftirspurn til útflutnings.
Málmbragðið eða sápubragðið" er þekkt sem "metallogeusia", er yfirleitt greint 1-3 daga eftir inntöku, og varir allt að 3 vikur. Ekki er vitað um varanlegt tilvik og í öllum þekktum tilfellum leysist þessi leiði kvilli af sjálfum sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.