Sá yðar....

Sem syndlaus er kasti fyrsta steininum...

Ég er viss um að allir sem núna hafa tjáð sig um þetta, myndu þiggja sambærileg kjör væru þau í boði, ég myndi klárlega gera það....

Það er búið að blogga slatta um þetta og komnar eru nokkrar athugasemdir við þau blogg, en hér er vantar miklar upplýsingar til að umræðan geti talist málefnaleg..

Hver eru starfskjör þessarara ágætu konu?? Hvað er kveðið á um bílinn í samningi hennar, hefur hún fulla og ótakmarkaða notkunarheimild af þessum bíl?? Ef svo er hvað er þá málið...?  Það  hefur komið fram að skattkerfið er þannig að það er hagkvæmara fyrir launþega og fyrirtæki að semja á þessum nótum, engin tryggingargjöld minni skattar engin launatengd gjöld og svo framvegis..

Gæti kanski verið að meint misnotkun hennar sé að spara Kópavgsbúum peninga þegar upp er staðið... ?? 

Ég veit það ekki, veit það einhver annar...

Síðan þegar þetta er sagt má altaf deila um keisarans skegg í þessu máli hvort að svona eigi að vera til eða hvort að þetta er réttlátt, en til þess að hægt sé að meta það, þá þurfa menn og konur að hafa allar staðreyndir málsins á hreinu..

Það er á hreinu...


mbl.is Bæjarstjóri gagnrýndur fyrir bílanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Eiður, þetta orkar mjög tvímælis. Guðrún hefði frekar átt að óska eftir því að fá aksturspeninga í stað bifreiðar. Kaupa síðan bíl og lána dóttur sinni. Fyrir hana kæmi það svipað út. Það er hins vegar afar óheppilegt að lána dóttur sinni bílinn. Það stuðar siðferðiskennd flestra.

Á sama tíma skammta þrír bæjarfulltrúar, þau Guðríður Arnardóttir forseti bæjarstjórnar frá Samfylkingu, Ármann Ólafsson Sjálfstæðisflokki og Guðný Dóra Gestdóttir frá VG laun í Framkvæmdaráði, sem enginn veit til hvers sé, nema plokka peninga í vasa bæjarfulltrúana. Það er siðleysi af hæstu sort og miklu grófara en mistök bæjarstjórans. Þau ættu öll að segja af sér fyrir sukk. 

Sigurður Þorsteinsson, 10.2.2011 kl. 19:35

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svona kjör bjóðast hvergi hjá opinberum aðilum og ég meira að segja efast um að þau hafi nokkurn tíma gert það.

Konan er búin að biðjast afsökunar á þessu og lofar að gera þetta aldrei aftur

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2011 kl. 03:26

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Svona kjör eru ekki algeng hjá hinu opinbera það er rétt Gunnar, og það má alveg segja að þau ættu ekki að vera til, ég er í sjálfu sér sammála því, nema til komi afar sérstakar aðstæður.  Okkar bæjarstjori hefur bíl til umráða í sínum vinnutíma, en ég held að hann sé nú ekki hugsður til eigin nota.   Aksturspeningar eru annað mál, þá ætti í raun eki heldur að greiða, nema sannarlega sé verið að keyra fyrir vinnuveitendan. 

Það sem ég vildi bara benda fólki á er að sama hversu réttlátur eða óréttlátur samningur er, þá ber að virða hann eða semja upp á nýtt.  Þessi ágæta kona (sem ég þekki akkúrat ekki neitt) hefði kanski átt að vita betur, en ég er nú svo einfaldur að ég ætla henni ekki að hafa gert þetta nema í góðri trú, og það að hún biðjist afsökunar og lofi bót og betrun er gott mál.

En það sem fer í taugarnar á mér er þessi heift og óvild sem kominn er í alla umræðu, og það að allir sú ávalt undir sama hatti, tilheyri þeir starfstétt eða hópi...

Kanski var þetta eina ráðið til að koma stelpunni í skólann, strætókortið týnt, heimilisbíllinn bilaður og allir sváfu yfir sig.......??  Hver veit.. ?? Ég veit það ekki það er víst...

Eiður Ragnarsson, 11.2.2011 kl. 09:43

4 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég held ekki að Guðrún sé meiri syndari en aðrir í hennar aðstöðu. Ég hef ekki séð ráðningarsamingin hennar eða ákvæðin um bílahlunnindin og best gæti ég trúað því að þetta sé alveg löglegt en siðlaust.

Takið þó eftir því að hún er á Corollu sem í íslensku umhverfi telst meira vera bíll fyrir lúsera en toppa.

Mikilvæg ástæða fyrir að fólk vill keyra í vinnuna þótt hún sé bara 200 m í burtu er þörf fólks til að sýna stöðu sína með ökutækinu sem það er á (en á kannski ekkert í eins og dæmin sanna).

Skattkerfið okkar hvetur til þess að laun séu greidd sem bílahlunnindi og ökustyrkir frekar en krónum og aurum. Það er spurning hvort það eigi að vera þannig.

Er það kannski óæskilegt? Ættum við að breyta því?

Árni Davíðsson, 11.2.2011 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband