11.5.2006 | 14:32
Skondin skipting
Ég var að skoða lista það er samþykktir hafa verið hjá frændum mínum og vinum á Djúpavogi, og það er mjög skemmtileg lesning fyrir margra hluta sakir.
Ekki ætla ég á nokkurn hátt að gera lítið úr neinum sem þarna sitja, enda allt prýðisfólk.
en skoðum listanna aðeins betur:
L-Framtíðarlistinn
- Guðmundur Valur Gunnarsson, Lindarbrekka, bóndi
- Brynjólfur Einarsson, Brekka 5, laxeldismaður
- Særún Björg Jónsdóttir, Borgarland 22a, afgreiðslustúlka
- Bjarney Birgitta Ríkarðsdóttir, Varða 19, stuðningsfulltrúi
- Guðmundur Kristinsson, Þvottá, bóndi
- Klara Bjarnadóttir, Borgarland 12, afgreiðslukona
- Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Steinar 9, forstöðukona
- Stefán Þór Kjartansson, Hlíð 15, stýrimaður
- Ragnar Eiðsson, Bragðavellir, bóndi
- Njáll Reynisson, Hlíð 13, nemi
N-Nýlistinn
- Andrés Skúlason, Borgarland 15, forstöðumaður
- Albert Jensson, Kápugil, kennari
- Tryggvi Gunnlaugsson, Hlíð 2, útgerðarmaður
- Sigurður Ágúst Jónsson, Borgarland 14, sjómaður
- Þórdís Sigurðardóttir, Borgarland 26, leikskólastjóri
- Sóley Dögg Birgisdóttir, Hamrar 12, umboðsmaður VÍS
- Bryndís Reynisdóttir, Hlíð 13, nemi
- Claudía Trinindad Gomez Vides, Vogaland 1, verkakona
- Hafliði Sævarsson, Eiríksstaðir, bóndi
- Elísabet Guðmundsdóttir, Steinar 15, bókari
Þetta er kanski ekkert skondið þegar þetta er lesið svona beint en skoðum þetta aðeins nánar.
3. Sæti á L lista er Særún frænka og í
4. Sæti á N lista er Sigurður bróðir hennar og í
7. sæti á N lista er Bryndís frænka og í
10. sæti á L lista er Njáll bróðir hennar, en Sigurður býr jafnframt með systir Bryndísar og Njáls, en einnig í
6. Sæti á L lista er Stefán sem býr með annari systur þeirra Njáls og Bryndísar.
(Ofsalega verður erfitt fyrir Reyni, Mundu, Jón og Steinunni að ákveða hvern á að styðja)
Þarna eru fleiri og fleiri artriði sem gaman væri að velta upp en þessir ágætu listar eru meira og minna tengdir innbyrðis, og ekki misskilja mig, það er ekki slæmt né gott bara,athyglisvert.
En svona er pólitíkin á þessum stöðum þar sem allir þekkja alla og engin er ótengdur öðrum.
En að öllu gamni slepptu þá óska ég þeim öllum alls hins besta í komandi kosningabaráttu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.