26.8.2011 | 13:53
Er aðeins að .....
Velta því fyrir mér.. hvort að brotthvarf Guðmundar Steingrímssonar og fleiri aðila úr Framsókn sé gott eða vont...
Hvað haldið þið???
Guðmundur hefur sínar ástæður, hann er Evrópuaðildarsinni, en það er ljóst eftir síðasta landsþing Framsóknar að ekki er meirihluti fyrir þeirri skoðun innan flokksins.. Mér finnst reyndar vera gert meira úr þessu en efni standa til.. það hætta og byrja menn í öllum flokkum daglega.. við sjáum nú ekki margar blaðagreinar eða fyrirsagnir um það...
En svo fór ég að velta öðru fyrir mér..
Mikið hefur borið á því undanfarin ár og misseri að stjórnmálamenn geri lítið úr skoðunum og hugmyndum annarra stjórnmálamanna til að ota sínum hugmyndum framar og gengisfella hugmyndir andstæðinga... Það er að sjálfsögðu áratuga eða árhundraða hefð fyrir þessum vinnubrögðum, og því er erfitt að snúa ofan af þessu í einu vettvangi.
En Sigmundur Davíð segir í pistli á sinni heimasíðu eina setningu sem mér þótti merkileg.. Fyrir utan það að óska Guðmundi velfarnaðar í sínum málum í framtíðinni óskaði hann þess að Guðmundur styddi góð mál Framsóknar eða öllu heldur þau mál sem Guðmundi þættu þóknanleg og ættu samleið með hans pólitísku skoðunum...
Og þá fór ég að spekúlera.. Er þetta ekki lausnin á argaþrasinu og gengisfellingu hugmynda, hroka og fyrirlitningu sem einkennt hafa íslensk stjórnmál undanfarin misseri....
(Það er engin hugmynd góð, nema hún komi frá mínum flokki, það er engin þess megnugur að vinna á vandanum nema hann komi úr mínum flokki og allir aðrir eru vesalingar sem ekkert geta...) Kannist þið við þetta sem hér stendur í sviga...?? Það hefur engin sagt þetta berum orðum, en þetta hefur verið mælt undir rós og hugsað.. það er alveg á hreinu.
Það verður leikmannaskiptagluggi eins og í boltanum.. Flokkarnir skipta á leikmönnum hugmyndir dreifast og umræður verða málefnalegri því að ekki gengur að hrauna yfir sinn meðspilara, þú átt bara að hrauna yfir andstæðingana...
Kannski frekar súr pæling ég veit það ekki....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.