13.5.2006 | 12:00
Góðan daginn gamla gráa skólahús........
Fór út í Eiða í gær til spjalla við Jón, staðarhaldarann á Hótel Eddu Eiðum. Það er s.s. ekki í frásögur færandi en það heltist yfir man heill hafsjór af minningum þegar þangað var komið. Þarna stundaði ég alla mína stuttu framhaldsskólagöngu og hafði gríðarlega gaman af. Það er reyndar synd að ekki skuli vera kennt þarna ennþá.
Þarna var Útgarður þar sem 9. bekkingar strákarnir voru geymdir sér (af hverju það var svo veit ég ekki) Miðgarður með sundlauginni og íþróttasalnum, og Mikligarður þar sem elstu nemendurnir voru yfirleitt hýstir og matsalurinn, þar sem var setið og etið með mismiklum látum þó.
Allt var eins og það var nema það vantað starfslið og nemendur.
Ég veit ekki hvað veldur en ég held að velflestir sem þarna gengu í skóla beri miklar taugar til staðarins, og sumir hafa sagt að þó þeir hafi farið í fjöldamarga skóla á eftir Eiðum, þá hafi engin skóli verið jafn skemmtilegur og þessi.
En allt er breytingum háð, ekki satt!!
Einu sinni Eiðanemi ávalt Eiðanemi.
Athugasemdir
Já það var sko gaman á Eiðum ´64 :)
Hilmar Ingi (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.