27.10.2011 | 09:46
Alveg hreint....
Ótrúlegt að tala um fyrirmyndarárangur, slá sér á brjóst og segja að hér sé allt á réttri leið.
Ein forsenda þessa "góða" árangurs er að þjóðarframleiðsla dróst saman um 7% sem er jú nokkuð gott miðað við mörg önnur lönd, en þetta var mælt í íslenskum krónum, þessi 7% og því er þetta nú ekki svo einfalt. Miðað við fall gjaldmiðilsins þá dróst þjóðarframleiðsla líklega saman um 50%.
Svo veltir maður því fyrir sér hvort að allt sé á uppleið þegar svona fréttir eru á síðum dagblaða:
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/10/27/65_prosent_aukning_gjaldthrota/
Einnig má benda á að hvaða skoðanir sem menn hafa á hinni "gömlu" einkavæðingu bankana, þá er sú nýja eiginlega súrealísk.. Við vitum ekki einu sinni hver á bankana, og bankarnir eiga sennilega yfir 40% af öllum fyrirtækjum í landinu eða gætu eignast ef þeir vildu, þvílíkt tangarhald hafa þeir á íslenskum efnahag.
Maður skilur ekki alveg hvað er í gangi.. !!!
Lækna þarf sárin eftir hrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.