28.10.2011 | 13:12
Nú er....
Fyrsti dagur í rjúpu..
Veiðimenn flykkjast til fjalla með það að markmiði að veiða í soðið, mismargar rjúpur eftir því sem við á. Yfirleitt eru veiðimenn vel búnir og standa klárir á öllu þvi sem þarf til að koma heilir heim, en alltaf eru einhver brögð að því að menn fara vanbúnir eða ókunnugir til fjalla og lenda þar af leiðandi í vandræðum, eða þá að eitthvað bjátar á sem ekki var fyrir séð.
Undanfarin ár hefur það verið regla frekar en undantekning að björgunarveitir landsmanna hafi verið kallaðar til aðstoðar við veiðimenn, en sem betur fer hafa flest þau útköll endað vel með litlum sem engum afleiðingum fyrir veiðimenn og þeirra sem aðstoð veita.
Það er því ekki ofbrýnt fyrir veiðimönnum að fara varlega vera með góðar áætlanir um ferðalög sín og láta vita frekar fyrr en seinna horfi til vandræða af einhverju tagi. Nú er það orðið svo að á flestum rúpnaveiðisvæðum er GSM samband og því hæg heimatökin að leyta eftir aðstoð gerist þess þörf.
En að þessu sögðu vil ég óska þeim sem á veiðar fara góðarar ferðar, útivistar og veiða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.